Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 465 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru veirur til?

Til að svara spurningunni „af hverju eru veirur til?“ þarf fyrst að átta sig á því hvað veirur eru og hvað þær gera. Þegar svör við því hafa fengist er hægt að svara spurningunni um tilvist veira. Hvað eru veirur? Veirur eru agnarsmáar lífverur sem þurfa að sýkja frumur til að fjölga sér. Þær geta ekki fjölg...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur talan pí marga aukastafi og hverjir eru þeir?

Talan pí (π) er óræð tala eins og það er kallað í stærðfræði, en það merkir að hún verður ekki skrifuð sem brot þar sem heilli tölu er deilt í aðra heila tölu. Þegar pí er skrifað sem tugabrot verða aukastafirnir óendanlega margir. Margir tengja pí sjálfsagt við brotið 22/7 en það er ekki "sama sem" pí í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða tölva er öflugust eins og er og hve öflug er hún?

Samkvæmt lista sem Mannheim- og Tennessee-háskólarnir gefa út er bandarísk tölva sem nefnist ASCI Red öflugasta tölva heims í júní 2000. Hún er með 9632 stykki af Pentium II Xenon 333 MHz örgjörvum, 606 GB innra minni og 12,5 TB diskpláss. Mannheim-háskóli og Tennessee-háskóli gefa út tvisvar á ári lista ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig tengist Edwin Hubble sjónaukanum sem við hann er kenndur?

Edwin Powell Hubble fæddist í bænum Marshfield í Missouri-ríki í Bandaríkjunum þann 29. nóvember 1889. Strax sama ár fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til borgarinnar Wheaton í Illinois-ríki. Hubble heillaðist snemma af undrum vísindanna og átti það til að sökkva sér í vísindaskáldsögur eftir Jules Verne og Hen...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er snertiskyn?

Snertiskyn telst til húðskyns eins og varmaskyn (hitaskyn og kuldaskyn). Snertiskynið er elsta, frumstæðasta og þaulsetnasta skyn okkar. Það er fyrsta skynið sem við upplifum í móðurkviði og það síðasta sem við missum áður en við deyjum. Snerting er skynjuð þegar snertinemar í húðinni eða vefjum beint undir hen...

category-iconVerkfræði og tækni

Er hægt að skyggnast inn í framtíðina?

Er ekki í raun ómögulegt að spá fyrir um tækniframfarir? Ekki er gerlegt að spá fyrir um breytingar á mjög afmörkuðum sviðum eða í einstökum tilvikum. Hins vegar má spá fyrir um heildarútkomu flókinnar þróunar í tæknimálum. Fólk gerir óafvitandi ráð fyrir að núverandi hraði framfara haldist um alla framtíð....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar get ég lesið um einstök lönd heims?

Til Vísindavefsins berast reglulega spurningar um ýmis lönd en fáum þeirra hefur verið svarað hingað til. Ástæðan fyrir því er sú að oftar en ekki eru spurningarnar mjög opnar og svar við þeim væri efni í heila bók eða jafnvel bókaröð. Dæmi um slíkar spurningar eru: Hvað getur þú sagt mér um Panama?Getið þið sagt ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerist við kynþroska?

Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis:Hvenær verður venjulegur karlmaður kynþroska?Hversu ungur kemst maður á kynþroskaskeið? Getur maður flýtt kynþroska? Er eitthvað sem hægt er að borða eða gera til að flýta kynþroska? Er hægt að hafa áhrif ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist í líkamanum við áreynslu?

Við líkamlega áreynslu verða töluverðar breytingar á allri líkamsstarfsemi. Þessar breytingar miða meðal annars að því að búa líkamann undir aukna notkun beinagrindarvöðva á súrefni og orkuefnum og losa þá við koltvísýring (CO2), önnur úrgangsefni og varma. Öndun eykst verulega við áreynslu, úr 5-7 lítrum á mín...

category-iconFöstudagssvar

Er hægt að greina vígt vatn frá óvígðu með einhverjum aðferðum?

Já það er vel hægt. Allt vatn sem við komumst vanalega í tæri við er óvígt, nema það sem prestar vígja. En af hverju er þessu svona háttað? Flestum finnst líklega allt vatn vera af sama tagi og ekki er víst að við mundum átta okkur á því ef vígt vatn færi allt í einu að renna úr krananum. En málið er bara að...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju líður yfir fólk og hvað gerist í líkamanum sem veldur yfirliðinu?

Það líður yfir fólk vegna tímabundins skorts á blóði og þar með súrefni til heilans. Þegar það gerist missir fólk meðvitund í skamma stund. Ólíkt því sem gerist við flog endurheimtar fólk sem hefur fallið í yfirlið árvekni fljótlega eftir að meðvitund næst aftur. Margt getur leitt til þess að það dregur tímabu...

category-iconLæknisfræði

Af hverju rotast maður við höfuðhögg?

Rot er meðvitundarleysi eftir högg eða byltu. Við rotumst helst við högg sem lendir á höku eða gagnauga svo að höfuðið snýst skyndilega til hliðar eða upp. Ekki er fullljóst af hverju menn rotast við högg en líklegast þykir að það sé vegna áverka á heilastofninn. Heilastofn liggur á milli hvelaheila (e. telence...

category-iconLæknisfræði

Hvernig smitast zíkaveira?

Zíkaveira telst til svokallaðra flaviveira (Flaviviridae) en meðal þeirra eru beinbrunaveira (e. dengue virus) og guluveira (e. yellow fever virus). Zíkaveiran berst í menn með stungum moskítóflugna. Hún uppgötvaðist fyrst í Mið-Afríku á fimmta áratug síðustu aldar og dregur nafn sitt af Zíkafrumskóginum í Úg...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getið þið sagt mér um vökvahólf líkamans?

Líkaminn er um 60% vatn og er oft talað um að vatnið sé í hólfum. Hér er í raun ekki um áþreifanleg hólf að ræða heldur er þessi skipting einungis til þæginda. Í grófum dráttum má skipta vökvahólfum í líkama spendýra, og þar með okkar mannanna, í tvö meginhólf sem hvort um sig skiptast í undirhólf. Annars veg...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er gersveppur?

Gersveppir eru einfrumungar sem sjást ekki með berum augum og eru oftast hring- eða egglaga. Eiginlegir gersveppir tilheyra svonefndum gerabálki (Saccharomycetales). Helsta einkenni ættbálksins er að sveppirnir æxlast kynlaust með einfaldri skiptingu eða knappskoti, eins og sést hér á myndinni til hliðar. Á ákv...

Fleiri niðurstöður