Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Getið þið sagt mér frá termítum og lifnaðarháttum þeirra?
Termítar eru lítil eða meðalstór skordýr af ættbálki jafnvængja (Isoptera). Termítar hafa löngum verið kallaðir hvítmaurar en staðreyndin er sú að þó þeir lifi mjög þróuðu félagslífi og minni um margt á maura þá eru þeir ekkert sérlega skyldir þeim. Líkami termíta er mjúkur og litlaus og þeir eru með áberandi b...
Hafís í blöðunum 1918. VI. Um gagnsemi veðurfræðinnar - hugleiðingar frá 1918
Þessi pistill er sá síðasti af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Hér á eftir er grein eftir Þorkel Þorkelsson eðlisfræðing (1876-1961) sem birtist í Íslendingi 25. janúar 1918. Það kom í hlut Þorkels að verða fyrsti fors...
Hversu há mánaðarlaun þarf einstaklingur að hafa til að borga hátekjuskatt?
Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna á árunum 2004 og 2005 skal á árunum 2005 og 2006 leggja sérstakan tekjuskatt, svokallaðan hátekjuskatt. Skatturinn fellur á þá einstaklinga sem hafa meira en 4.191.686 kr. í tekjuskattstofn eða þau hjón sem hafa tekjuskattsstofn umfram 8.383.372 kr. Hátekjuskattur vegna tekna á...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í september 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör septembermánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hvað skal gera þegar synt er í sjónum og selir nálgast? Er eitthvað að óttast? Hvernig er hægt að rekja IP-tölur? Er banani ber? Hvað gætum við sparað mikla orku ef allir Íslendingar notuðu sparperur í...
Var Leifur Eiríksson ekki Grænlendingur sem átti rætur að rekja til Íslands og Noregs?
Um ævi og gjörðir Leifs Eiríkssonar höfum við fáar heimildir og allar eru þær ungar, miðað við að hann á að hafa verið uppi um árið 1000. Meginheimildirnar um hann eru Eiríks saga, en elsta handrit hennar (Hauksbók) er ritað skömmu eftir 1300, og Grænlendinga saga, sem ekki finnst í eldra handriti en frá því um 13...
Hvað eru kólfsveppir og hvernig er lífsferill þeirra?
Kólfsveppir (Basidiomycota) eru ein fjögurra fylkinga sveppa sem tilheyra svepparíkinu (Fungi). Hinar fylkingarnar eru kytrusveppir (Chytridiomycota), oksveppir (Zygomycota) og asksveppir (Ascomycota). Að auki eru vankynssveppir (anamorphic eða mitosporic fungi) en þeir mynda gró með venjulegri skiptingu en ekki ...
Er það lögbrot að ganga yfir á götu á rauðu ljósi?
Í 12. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir meðal annars: Þar sem umferð er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum má einungis ganga yfir akbraut þegar grænt ljós er fyrir umferð gangandi vegfarenda eða lögreglan gefur til kynna með merkjagjöf að umferð gangandi sé heimil. Það er því bannað með lögum að ganga...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í október 2013?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör októbermánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Er „strax“ teygjanlegt hugtak? Er bannað með lögum að hjóla ölvaður? Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað? Hvað er fasismi? Hvernig í ósköpunum kom Hannibal fílum yfir ískalda Alpan...
Hver fann Mexíkó?
Það er ómögulegt að ákvarða hver kom fyrstur þar sem nú er Mexíkó. Frumbyggjar landsins voru indíánar sem settust að í Mexíkó fyrir 15.000 árum. Þeir komu líklega frá Asíu um Beringssund fyrir 60.000-40.000 árum. Síðan dreifðust þeir um meginland Norður- og Suður-Ameríku. Frumbyggjarnir stunduðu í fyrstu veiðar og...
Hvað er best að læra ef maður stefnir á fornleifafræðinám?
Fornleifafræði er mjög þverfagleg grein sem byggir á aðferðum hugvísinda, raunvísinda og félagsvísinda. Fornleifafræði lætur sér fátt mannlegt og náttúrulegt óviðkomandi og því má segja að sem mest af öllu sé bestur undirbúningur undir nám í fornleifafræði. Fornleifafræðingar starfa þó að mjög ólíkum verkefnum ...
Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi?
Skýjakljúfarnir á Manhattaneyju í New York hafa löngum vakið athygli og aðdáun manna. Empire State byggingin þótti á sínum tíma eitt af furðuverkum veraldar (byggingarár 1931). Var hún í 40 ár hæsta bygging heims (380 m) eða þar til hafnarstjórnin í New York lét reisa tvíburaturnbyggingarnar við höfnina (World Tra...
Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?
Upphafleg spurning var:Bandarískar mælieiningar. Er einhver rökhugsun á bakvið Fahrenheitin (sbr. 0°C, frostmark, 0°K alkul og svo framvegis) eða er þetta bara einhver tilviljun eins og flestar aðrar mælieiningar Bandaríkjamanna? Hver eru líka hlutföll á milli þumlunga, tomma, yarda og fleiri eininga og á milli le...
Hafa sjávarspendýr minni réttindi en spendýr sem lifa á landi?
Segja má að lengi vel hafi sjávarspendýr eins og selir búið við minni vernd en villt dýr á landi, og í þeim skilningi haft minni réttindi. Engin friðunarlög giltu um seli hér á landi þar til mjög nýlega en þá var svo komið að selastofnar við landið voru orðnir það litlir að við blasti að sel yrði nánast eða alveg ...
Byggir þingræðisreglan (um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis) á einhverjum lögum?
Upphaflega var spurningin svona: Byggir þingræðisreglan um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis til þess að starfa sem ráðherra á einhverjum lögum? Þingræðisreglan svokallaða felur í sér að meirihluti Alþingis þurfi að styðja eða að minnsta kosti sætta sig við ráðherra í embætti. Reglan er stjórnskipun...
Hefði Bjartur í Sumarhúsum mátt kvænast Ástu Sóllilju að þeirra tíma lögum?
Skáldsagan Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness kom út árin 1934–1935 og má ætla að hún gerist næstu tvo eða þrjá áratugi á undan. Rósa, fyrri kona Bjarts í Sumarhúsum, viðurkenndi ekki að hún hefði nokkru sinni verið með öðrum manni. Bjartur trúði því mátulega, sé tekið mið af því að þegar hann bjóst til ...