Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4720 svör fundust
Hvað búa mörg börn á Íslandi?
Á vef Hagstofu Íslands er að finna góðar upplýsingar um fólksfjölda á Íslandi. Oft er miðað við þá skilgreiningu að barn sé einstaklingur sem ekki hefur náð 18 ára aldri. Samkvæmt því má sjá að í lok árs 2005 bjuggu 79.450 börn á Íslandi. Tölur um mannfjölda eru fengnar úr Þjóðskrá. Í tölum um mannfjölda á Íslandi...
Hvenær gaus Askja síðast?
Askja í Ódáðahrauni hefur ekkert gosið á þessari öld, en á 20. öld gaus hún alls átta sinnum. Síðasta gos varð árið 1961, en öll hin gosin urðu á þriðja áratugnum: 1921, 1922 (tvö gos), 1923, 1924, 1927 og 1929. Þessi gos voru öll frekar smávægileg, en 28. mars 1875 hófst aftur á móti mikið öskugos í Öskju sem hra...
Hvað geta ísbirnir verið lengi í kafi?
Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru ágætis kafarar en kafa þó ekki sérstaklega djúpt. Rannsóknir sem hafa verið gerðar í dýragörðum benda til þess að þeir kafi mest niður á 4,5 metra dýpi, en lítið er þó vitað um hversu djúpt þeir kafa í náttúrunni. Sérfræðingar telja þó að það sé mjög hæpið að þeir fari niður fyri...
Hvað eiga menn við þegar bakari er hengdur fyrir smið?
Orðasambandið að hengja bakara fyrir smið er fengið að láni úr dönsku og þekkist í málinu að minnsta kosti frá fyrri hluta 19. aldar. Merkingin er að saklausum er refsað fyrir það sem annar gerði. Í bókstaflegri merkingu er það smiðurinn sem er hinn seki en bakarinn er hengdur saklaus. Orðasambandið er í dönsk...
Hver fann upp á sykri?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig er sykur búinn til? Elstu heimildir um sykurræktun er að finna í frásögn Alexanders mikla frá árinu 327 fyrir Krist þar sem hann segir frá ræktun á sykurreyr á Indlandi. Á þeim tíma var sykurinn soginn úr sykurreyrnum. Seinna eða árið 300 eftir Krist hafði sykurframleiðsl...
Hver er staða ótímabærra þungana á Íslandi miðað við önnur Norðurlönd?
Hugtakið óráðgerð þungun (e. unplanned pregnancy) felur í sér ótímabæra (e. mistimed pregnancy) og óvelkomna þungun (e. unwanted pregnancy). Þungun er skilgreind sem ótímabær ef hún verður á þeim tíma sem einstaklingurinn ætlaði sér ekki að eignast barn. Þungun er óvelkomin ef viðkomandi ætlaði sér ekki frekari ba...
Hvers vegna er Tómasarguðspjall ekki í Biblíunni?
Sögulegar ástæður Nú mætti færa fyrir því ýmis söguleg rök hvers vegna Tómasarguðspjall er ekki í Biblíunni. Það mætti til dæmis halda því fram að guðspjöll sem byggja á frásögum eins og guðspjöll Nýja testamentisins (að Jóhannesarguðspjalli meðtöldu) hafi notið vaxandi vinsælda á kostnað eldri rita sem þá ha...
Hvenær var lúpínan flutt til Íslands og hver var tilgangurinn?
Elstu heimildir um alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hér á landi eru frá árinu 1885 en þá sáði Georg Schierbeck landlæknir til hennar í Reykjavík. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Íslands og gerði tilraunir með ræktun fjölmargra erlendra plantna á því 11 ára skeiði sem hann bjó hér á landi. ...
Hverjir voru starfshættir Alþingis til forna og hvert var gildi þess fyrir þjóðina?
Allt of langt mál væri á þessum vettvangi að lýsa starfsháttum Alþingis að fornu. Í örstuttu máli má þó segja að þingið hafi starfað með tvennum hætti á tveimur ólíkum tímaskeiðum, meðan það sat á Þingvöllum. Á fyrra skeiðinu, frá því á fyrri hluta 10. aldar og fram á síðari hluta 13. aldar, var það sameiginleg...
Hvers konar hljóðfæri er þeremín?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heyrði að það sé til rússneskt hljóðfæri sem er spilað á án þess að snerta það. Er það satt og hvernig er það hægt? Hljóðfærið sem um ræðir kallast þeremín og var fundið upp árið 1920 (sumar heimildir segja 1919) af rússneska vísinda- og tónlistarmanninum Lev Sergey...
Hvað gerðist á uppstigningardaginn?
Uppstigningardagur er einn af helgidögum þjóðkirkjunnar og er jafnframt einn af 15 lögbundnum frídögum almanaksársins. Uppstigningardagur er fimmtudagurinn fjörtíu dögum eftir páska og ber því upp á tímabilinu 30. apríl til 4. júní. Á uppstigningardag er himnafarar Jesú Krists minnst. Samkvæmt ritningum Nýja...
Hver er munurinn á lögum og reglum?
Í stuttu máli er munurinn á lögum og reglum samkvæmt íslenskri stjórnskipan sá að Alþingi setur lög en stjórnvöld setja reglur. Þessi hugtök hljóma að mörgu leyti keimlík en nokkur munur á lögum og reglum í lögfræðilegum skilningi. Lög eru sett af lýðræðislega kjörnum fulltrúum á þingi samkvæmt ákveðnu ferli: ...
Af hverju eru T-bolir (T-shirts) kallaðir þessu nafni?
Án þess að hafa fyrir því traustar heimildir þá er nærtækast að álíta sem svo að T-shirt, sem er enska orðið sem notað er yfir stuttermaboli, sé tilkomið vegna þess að flíkin hefur þótt minna mjög á bókstafinn T þegar hún er breidd út. Stuttermabolir voru upphaflega nærfatnaður. Sagan segir að í fyrri heimssty...
Hvers konar hveiti er bókhveiti?
Þrátt fyrir nafnið er bókhveiti ekki skylt hveiti. Bókhveiti (Fagopyrum esculentum) er jurt af súruætt (Polygonaceae) en aðrar tegundir sömu ættar eru til dæmis rabarbari og njóli. Hveiti er hins vegar korntegund af grasætt en henni tilheyra allar gras- og korntegundir. Skýringin á seinni hluta heitisins er sú...
Hafa aðstandendur aðgang að sjúkraskrá látins einstaklings?
Aðgangur að sjúkraskrám er takmarkaður við lögheimild. Það þýðir að enginn fær aðgang að sjúkraskrám annarra nema slíkur aðgangur sé tilgreindur í lögum. Slíkar heimildir eru tíundaðar í 4. kafla laga um sjúkraskrár nr. 55/2009. Í 15. grein laganna er kveðið á um rétt „náinna aðstandenda“ til aðgangs að sjúkra...