Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar hveiti er bókhveiti?

JGÞ

Þrátt fyrir nafnið er bókhveiti ekki skylt hveiti. Bókhveiti (Fagopyrum esculentum) er jurt af súruætt (Polygonaceae) en aðrar tegundir sömu ættar eru til dæmis rabarbari og njóli. Hveiti er hins vegar korntegund af grasætt en henni tilheyra allar gras- og korntegundir.

Skýringin á seinni hluta heitisins er sú að bókhveiti hefur verið notað á líkan hátt og hveiti og margar aðrar korntegundir. Bókhveiti er harðger jurt og hana er hægt að rækta á norðlægum slóðum þar sem illa gengur að rækta tegundir eins og hveiti, bygg og rúg.

Bókhveiti er ekki skylt hveiti en hefur verið notað á líkan hátt og ýmsar korntegundir. Fræ bókhveitis eru þríhyrnd og líkjast beykihnetum. Fræin eru ristuð og möluð, þau sjást neðst á þessari skýringarmynd.

Fræ bókhveitis eru þríhyrnd og líkjast beykihnetum en þær eru hins vegar mun stærri og vaxa á beykitrjám. Á ensku kallast bókhveiti 'buckwheat' eða 'beech wheat', á þýsku 'Buchweizen' og á dönsku 'boghvede'.

Úr mjöli bókhveitifræja er hægt að gera til dæmis þunnar og stökkar kökur, pönnukökur og blini, sem eru rússneskar pönnukökur. Japanskar soba-núðlur eru gerðar úr bókhveiti og bókhveitikorn er hægt að nota í súpur og grauta.

Bókhveiti á akri.

Talið er líklegt að bókhveiti hafi fyrst verið ræktað í Júnnan-héraði í suðvesturhluta Kína. Elstu heimildir um ræktun þess eru frá 5. og 6. öld. Það barst til Austur-Evrópu frá Rússlandi á miðöldum og til Þýskalands á 15. öld. Í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni er það þekkt sem serkjahveiti, hugsanlega vegna þess að arabískir kaupmenn seldu það, en Serkir er fornt orð yfir múslíma. Í dag er bókhveiti lítið notað í matargerð í Vestur-Evrópu.

Heimildir:
  • Davidson, A., The Oxford Companion to Food. Oxford, University Press 1999.
  • Nanna Rögnvaldsdóttir. Matarást. Reykjavík, Iðunn. 2002. Snara. (Sótt 21.02.2018).

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

22.2.2018

Spyrjandi

Gísli Helgason

Tilvísun

JGÞ. „Hvers konar hveiti er bókhveiti?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2018, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75253.

JGÞ. (2018, 22. febrúar). Hvers konar hveiti er bókhveiti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75253

JGÞ. „Hvers konar hveiti er bókhveiti?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2018. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75253>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar hveiti er bókhveiti?
Þrátt fyrir nafnið er bókhveiti ekki skylt hveiti. Bókhveiti (Fagopyrum esculentum) er jurt af súruætt (Polygonaceae) en aðrar tegundir sömu ættar eru til dæmis rabarbari og njóli. Hveiti er hins vegar korntegund af grasætt en henni tilheyra allar gras- og korntegundir.

Skýringin á seinni hluta heitisins er sú að bókhveiti hefur verið notað á líkan hátt og hveiti og margar aðrar korntegundir. Bókhveiti er harðger jurt og hana er hægt að rækta á norðlægum slóðum þar sem illa gengur að rækta tegundir eins og hveiti, bygg og rúg.

Bókhveiti er ekki skylt hveiti en hefur verið notað á líkan hátt og ýmsar korntegundir. Fræ bókhveitis eru þríhyrnd og líkjast beykihnetum. Fræin eru ristuð og möluð, þau sjást neðst á þessari skýringarmynd.

Fræ bókhveitis eru þríhyrnd og líkjast beykihnetum en þær eru hins vegar mun stærri og vaxa á beykitrjám. Á ensku kallast bókhveiti 'buckwheat' eða 'beech wheat', á þýsku 'Buchweizen' og á dönsku 'boghvede'.

Úr mjöli bókhveitifræja er hægt að gera til dæmis þunnar og stökkar kökur, pönnukökur og blini, sem eru rússneskar pönnukökur. Japanskar soba-núðlur eru gerðar úr bókhveiti og bókhveitikorn er hægt að nota í súpur og grauta.

Bókhveiti á akri.

Talið er líklegt að bókhveiti hafi fyrst verið ræktað í Júnnan-héraði í suðvesturhluta Kína. Elstu heimildir um ræktun þess eru frá 5. og 6. öld. Það barst til Austur-Evrópu frá Rússlandi á miðöldum og til Þýskalands á 15. öld. Í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni er það þekkt sem serkjahveiti, hugsanlega vegna þess að arabískir kaupmenn seldu það, en Serkir er fornt orð yfir múslíma. Í dag er bókhveiti lítið notað í matargerð í Vestur-Evrópu.

Heimildir:
  • Davidson, A., The Oxford Companion to Food. Oxford, University Press 1999.
  • Nanna Rögnvaldsdóttir. Matarást. Reykjavík, Iðunn. 2002. Snara. (Sótt 21.02.2018).

Myndir:

...