Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 343 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um geimfarið Rosetta?
Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og komst á braut um halastjörnuna þann 6. ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014. Það verður í f...
Hvað getið þið sagt mér um Alfred Wegener?
Alfred Wegener fæddist í Berlín 1880 og nam stjörnufræði og veðurfræði við háskóla þar í borg. Doktorsritgerð hans var um stjörnufræði, en af ýmsum ástæðum kaus hann að helga sig veðurfræðinni frekar, meðal annars vegna áhuga síns á líkamsrækt, útivist og ferðalögum, einkum á norðlægum slóðum. Hann kannaði lofthjú...
Hver var Edward Jenner og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Edward Jenner hefur yfirleitt verið álitinn brautryðjandi bólusetninga gegn bólusótt og stundum kallaður faðir ónæmisfræðinnar. Rannsóknir Jenners á ónæmisaðgerðum með kúabóluvessa gegn bólusótt árið 1798 gáfu mönnum í fyrsta sinn von um að loks væri hægt að ná tökum á þessum hræðilega sjúkdómi. Edward Jenner f...
Hvað var að gerast í leikhúslífi Íslendinga um 1918?
Fullveldisárið 1918 var um margt heldur litlaust þegar horft er til leiklistar á Íslandi. Með einni undantekningu, leikritinu Landafræði og ást eftir Björnstjerne Björnson, voru uppfærslur Leikfélags Reykjavíkur á árinu allt verk sem félagið hafði sýnt áður. Fyrsta frumsýning ársins var Heimilið eftir Hermann Sude...
Hvað var efst á baugi í raunvísindum árið 1944?
Ef við hefðum spurt fólk á árinu 1944 hvaða verkefni vísinda bæri þá hæst hefði nær enginn svarað því „rétt“ samkvæmt því sem síðar hefur komið í ljós. Ástand vísinda var þá mjög afbrigðilegt vegna þess að ófriður ríkti víða um heim – heimsstyrjöldin síðari sem svo er kölluð. Vísindi og stríð eiga afar illa saman,...
Umhverfisorsakir hryðjuverka
Hryðjuverk verða ekki til af engu. Það eru til ákveðnar stjórnmálalegar, félagslegar og umhverfislegar skýringar hryðjuverka sem vert er að huga betur að. Hér er ekki bara um að ræða trúarlegar eða þjóðernislegar skýringar, heldur geta umhverfismál í víðum skilningi átt þátt í því að skapa deilur og átök. Umhverfi...
Éta allir hákarlar fólk? Finnst þeim við góð á bragðið?
Svarið við fyrri spurningunni er nei, fæstar þeirra rúmlega 300 tegunda hákarla sem þekktar eru hafa orðið uppvísar að mannáti. Alls eru skráðar 42 tegundir hákarla sem ráðist hafa á menn, báta eða önnur sjóför á síðastliðnum fjórum öldum, þar af eru 24 tegundir sem vitað er að hafi gert slíkar árásir oftar en þrí...
Hafa tilgátur Howards Gardners um fjölgreindir verið sannaðar?
Skilgreiningin á greind hefur lengi verið umdeild. Til dæmis skilgreina menn greind ólíkt eftir því hvaða eiginleika þeir meta mest í fari annarra. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að greind sé ekkert annað en það sem greindarpróf mæla! Nokkur samstaða virðist þó vera um að greind feli í sér getu til a...
Hvað getið þið sagt mér um tannhvali?
Tannhvalir (Odontoceti) eru annar tveggja undirættbálka núlifandi hvala, en hinn er skíðishvalir (Mysticeti). Til tannhvala teljast tæplega 80 tegundir, en þess ber þó að geta að flokkunarfræðingar eru ekki sammála um nákvæman fjölda tegunda. Tannhvalir eru talsvert útbreiddari en skíðishvalir, en þeir finnast í ö...
Hver var Erasmus frá Rotterdam og fyrir hvað er hann þekktur?
Erasmus frá Rotterdam eða Erasmus Desiderius Rotterdamus fæddist 28. október 1466 (eða 1469) í Rotterdam á Hollandi. Hann kenndi sig ætíð við þá borg þó að hann byggi þar ekki nema fyrstu bernskuár sín. Hann var settur til mennta og eftir lát foreldra sinna 1483 var honum komið í latínuskóla í Deventer þar sem grí...
Hvað ætlaði Alfred Wegener að mæla með stöplinum á Arnarneshæð 1930?
Upprunalega var spurningin svona:Hvað ætlaði Alfred Wegener að mæla með stöplinum á Arnarneshæð sem hann reisti þar árið 1930 og enn stendur? M.ö.o hvernig átti stöpullinn ásamt fleiri hliðstæðum (sem gaman væri að vita hvar voru/eru staðsettir) að sýna fram á rek meginlandanna og sanna kenningu Wegeners? Grænl...
Þátttaka almennings í sóttvarnaraðgerðum vegna COVID-19-faraldursins í apríl 2020
Þegar fyrsta smitið af COVID-19-sjúkdómnum greindist á Íslandi föstudaginn 28. febrúar höfðu almannavarnir stjórnvalda skipulagt samhæfða aðgerðaráætlun til að hægja á útbreiðslu faraldursins hérlendis. Fyrst um sinn fólu aðgerðirnar í sér að einangra smitaða einstaklinga og setja þá sem sýndu einkenni eða höfðu v...
Hvernig getur faraldur eins og COVID-19 náð hámarki og dvínað svo án þess að hjarðónæmi hafi náðst?
Faraldrar smitsjúkdóma eru margslungnir og flóknir - það má með sanni segja að þeir séu jafn fjölbreyttir og sýklarnir sem valda þeim. Það gerir okkur um leið erfitt að spá fyrir um þróun þeirra, þó til séu aðferðir sem aðstoða okkur við slíkt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Er hægt að reikna hvernig ...
Hvernig túlka guðfræðingar kenningar Erich von Dänikens um Biblíuna?
Kenningar von Dänikens hafa hvorki haft áhrif á guðfræðina né aðrar fræðigreinar. Þvert á móti hafa fjölmargir fræðimenn hrakið þær í bæði tímaritsgreinum og bókum. Von Däniken tekur Biblíuna fortakslaust trúanlega í tilteknum atriðum en hafnar henni jafnafdráttarlaust í öðrum, hvorttveggja algerlega eftir eigin g...
Gátu neanderdalsmenn talað?
Það er mörgum vandkvæðum bundið að grafast fyrir um upphaf eins hverfuls og huglægs fyrirbæris og tungumáls, einkum og sér í lagi talaðs máls. Talmál kemur á undan ritmáli og er upphaf þess því, eðli málsins samkvæmt, hluti af forsögulegum tíma mannsins. Einnig tilheyrir talið, eða öllu heldur hljóðbylgjurnar, líð...