Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1004 svör fundust
Hvað éta sílamávar?
Sílamávurinn (Larus fuscus) er líkt og aðrir mávar af Larus-ættkvíslinni mikill tækifærissinni í fæðuvali. Rannsóknir hafa þó sýnt að á sumum stöðum eru ýmsar tegundir sjávarhryggleysingja svo sem krabbadýr (Crustacea) og skrápdýr (Echinodermata) stór hluti af fæðu hans þótt það eigi ekki endilega við hér á landi....
Hver fann upp spegilinn og hvenær?
Þetta er ágæt spurning en því miður er ekki vitað með fullri vissu hver fann upp spegilinn. Elstu speglar sem vitað er um eru frá því um 6000 f.Kr. Þeir fundust í Anatólíu þar sem nú er Tyrkland. Enn fremur hafa speglast fundist í Mesópótamíu (Mið-Austurlönd) frá því um 4000 f.Kr., í Egyptalandi frá 3000 f.Kr. og...
Hvað eru mörg svín og margar geitur á Íslandi?
Á vef Hagstofu Íslands er að finna ýmsa gagnlega tölfræði. Þar má meðal annars finna tölur yfir fjölda geita og svína á landinu. Nýjustu upplýsingarnar eru frá árinu 2009 en þar kemur fram að fjöldi svína er 3.818 en fjöldi geita er 655. Geitur á Íslandi eru mun færri en svín. Tölfræðin yfir fjölda svína og ...
Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi? Samanber þessa grein: Isoleret folk i Sverige brugte runer helt op i 1900-tallet | Videnskab.dk. Rúnaletur var notað á Íslandi eiginlega alveg fram á 20. öldina en við lok 19. aldar var farið að birta greinar um rúnir ...
Hvað er ferðasúpa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég hnaut um eitt orð í samheitaorðabók um daginn - en það var orðið ferðasúpa með samheitinu sultarsúpa. Hvað þýðir þetta orð nákvæmlega? Hvað er ferðasúpa? Einu dæmin sem ég hef fundið um ferðasúpu og sultarsúpu eru í Riti þess Islendska Lærdóms-Lista Felags sem gefi...
Hvað er Higgs-bóseind og hvers vegna er hún stundum kölluð Guðseindin (God particle)?
Higgs-bóseindin er ein af þeim öreindum sem mynda hið viðtekna líkan öreindafræðinnar (e. the standard model), rétt eins og ljóseindir, rafeindir og kvarkar. Ólíkt rafeindum og kvörkum hefur Higgs-bóseindin þó aldrei sést í tilraunum og því er strangt til tekið ekki víst að hún sé til! Öllum öreindum má s...
Eftir hvaða guðum heita allar reikistjörnurnar?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvað voru margar nornabrennur á Íslandi, hvenær hættu þær og hverjar voru brenndar?
Þegar talað er um brennudóma yfir galdrafólki á Íslandi er ekki beint hægt að nota orðið "nornabrennur" eða hugtakið "norn" yfirleitt. Sannleikurinn er sá að langflestir þeirra sem lentu á báli hérlendis fyrir galdra voru karlmenn sem sakaðir voru um fjölkynngi og þjóðlegt kukl á borð við meðferð rúna og galdrasta...
Getið þið sagt mér allt um sebrahesta?
Sebrahestar eru eitt af helstu einkennisdýrum afrískrar fánu. Talið er að uppruna þeirra megi rekja til frumhesta Norður-Ameríku sem bárust yfir landbrúna sem lá yfir Beringssundið og tengdi Alaska við Asíu. Þaðan dreifðust þeir um landflæmi gamla heimsins fyrir hundruðum þúsunda ára. Til eru þrjár tegundir seb...
Hverjir rannsaka snjóflóð hér á landi?
Rannsóknir á ofanflóðum, uppbygging gagnasafns um ofanflóð á Íslandi og ýmis ráðgjöf varðandi hættumat hófst með formlegum hætti á Veðurstofu Íslands á áttunda áratug síðustu aldar með ráðningu starfsmanna sem sinntu þessum málaflokki sérstaklega. Þessari starfsemi var komið á laggir í kjölfar snjóflóðaslysa í Nes...
Hvernig er félagskerfi tannhvala?
Fræðimenn hafa nokkuð rannsakað félagskerfi og félagshegðun þriggja tannhvalategunda: háhyrninga (Orcinus orca), búrhvala (Physeter macrocephalus) og stökkla (Tursiops truncatus). Auk þess hafa farið fram töluverðar rannsóknir á hnúfubak en hann telst til skíðishvala. Hafa ber í huga að hver tegund tannhvala o...
Hvernig er hægt að kenna lýðræði í skólum? Geta skólar verið lýðræðislegir?
Stutta svarið við fyrri spurningunni gæti verið: Skólar geta kennt lýðræði með því að vera lýðræðislegir. Í skólasamhengi er ýmist litið á lýðræði sem markmið – skólinn á að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi – eða sem einkenni á starfsháttum skólans – daglegt starf á að mótast af „lýðræðislegu s...
Eru margir hestar í íslensku landslagi?
Örnefnið Hestur er víða til á Íslandi, sem bæjarnafn, fjallsheiti og heiti á klettum, hólum og hæðum. Fjórir bæir á landinu heita Hestur. Einn er í Grímsnesi í Árnessýslu, annar í Andakíl í Borgarfirði og tveir á Vestfjörðum, í Önundarfirði og við Hestfjörð í Ísafjarðardjúpi. Allir standa bæir þessir undir fjöllum...
Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar? Einfalda svarið er líklega: „það fer eftir aðstæðum“, en hvaða aðstæður spila stærstan þátt, og hvert er heimsmetið í hraunrennsli í kílómetrum talið? Hversu langt hraun getur flætt áður en það storknar fer eftir „efnum ...
Hvernig og hvenær myndaðist Kleifarvatn?
Upprunaleg hljóðaði spurningin svona:Hvernig varð Kleifarvatn til, svona jarðfræðilega séð og hvenær? Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða atburður leiddi til mikillar lækkunar á yfirborði Kleifarvatns árið 2000? Í stuttu máli: Kleifarvatn – um 10 km2 að flatarmáli og 97 m djúpt – fyllir sigdal lokaðan í bá...