Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1379 svör fundust
Hver er merking máltækisins "Að lifa eins og blóm í eggi"?
Orðatiltækið að lifa eins og blóm í eggi er notað um að ganga allt í haginn, njóta lífsins, lifa í vellystingum. Blóm merkir í þessu sambandi ‘eggjarauða’ en hún er einnig nefnd blómi (kk.). Blóm í merkingunni ‘eggjarauða’ er líklegast tökumerking úr dönsku, æggeblomme. Eggjarauða, eða blóm. Annað orðtak sem...
Hvernig þróuðust litir?
Litir hafa ekki orðið til með þróun; það er fyrst og fremst lífríki jarðar sem er talið hafa þróast frá einni örveru í öndverðu. Litur er einn af grundvallareiginleikum efnanna. Ef við lítum fyrst á frumefnin þá eru að vísu mörg þeirra í gasham við venjulegt hitastig og þá yfirleitt litlaus. En kolefnið í kolum...
Hvað getur þú sagt mér um sögu orðsins svanasöngur?
Orðið svanasöngur er í fyrsta lagi notað í eiginlegri merkingu um ‘söng svansins’, það er hljóðin sem söngsvanurinn gefur frá sér. Það er þekkt í málinu að minnsta kosti frá því á 17. öld. Máltækið ekki á saman svanasöngur og gæsa kemur fyrir í málsháttasafni frá 19. öld og er sjálfsagt eldra. Í öðru lagi ...
Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? - Myndband
Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. Þ...
Voru geðsjúkdómar jafnalgengir fyrr á tímum eins og núna?
Geðlæknisfræðin hefur gjörbreyst á síðustu áratugum. Sennilega er tíðni ákveðinna geðsjúkdóma hin sama nú og áður eins og geðklofa og geðhvarfa, en mörg önnur vandamál hafa aukist allverulega. Geðlækningar sinna núna alls konar tilvistarvandamálum, kvíða, fælni og samskiptavandamálum. Þessi vandamál hafa sennilega...
Hvernig tala menn í belg og biðu?
Orðasambandið í belg og biðu er fyrst þekkt á 19. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en það gæti vel verið eitthvað eldra. Í dæminu er það notað með sögninni að þylja. Sambandið merkir ‘hugsunarlaust, í samfelldri bunu, í hrærigraut’ og er notað með ýmsum sögnum eins og lesa, læra, tala. Sennilegt er...
Hvað er átt við þegar mönnum er heitt í hamsi? Hvað merkir hams?
Orðið hams merkir ‘hamur, húð’ en einnig ‘geðslag, yfirbragð’. Orðasambandið að vera/verða heitt í hamsi er notað um það er einhverjum hleypur kapp í kinn, einhver verður æstur yfir einhverju. Dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að verða heitt í hamsi eru frá fyrri hluta 20. aldar og sama er að segja um sam...
Eru apar með botnlanga og ef svo er, geta þeir þá fengið botnlangakast?
Svarið við báðum þessum spurningum er já! Apar og reyndar velflest önnur dýr með jafnheitt blóð hafa botnlanga. Botnlangi apa er yfirleitt stærri en botnlangi manna. Í simpönsum (Pan troglodytes) er botnlanginn um 10 cm langur en í mönnum er hann um 7 cm. Botnlangi simpansa er breiðari og snúnari en hjá mönnum. Í ...
Hvað er að vera á skjön?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Að vera á skjön við eitthvað, t.d. stefnu eða stjórnvöld. Ég veit hvað það merkir en hvaðan kemur orðið "skjön"? Orðið skjön merkir ‘skakki, skái’. Orðasambandið á skjön merkir ‘á ská, út á hlið’. Það er þekkt í málinu frá 18. öld og er líklega tökuorð úr dönsku på skjøns ...
Hvers vegna eru hundar með fleiri litninga en menn? Hefur það eitthvað með gáfur og eiginleika að gera?
Hundar hafa 78 litninga í líkamsfrumum sínum en menn aðeins 46. Litningar hunda eru hins vegar minni en litningar manna og líklegt er að álíka mörg gen séu í erfðaefni þessara tegunda. Meirihluti gena hundsins á sér eflaust samsvörun í erfðaefni mannsins en röðun þeirra í litninga er ólík. Það er vel þekkt úr erfð...
Hversu margir eru dýrlingar kaþólsku kirkjunnar?
Dýrlingar kaþólsku kirkjunnar eru líklega um 10.000 talsins en nákvæm tala þeirra er ekki þekkt. Fyrstu dýrlingarnir voru píslarvottar sem voru píndir og teknir af lífi fyrir trú sína í árdaga kristninnar. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu eftir ákveðna rannsókn á verðleikum manna. Rannsóknin er framk...
Hver fann upp krullujárnið?
Krullujárnið er þekkt frá því snemma í sögu Rómverja. Á latínu nefndist það calamistrum, dregið af því að járnið var holað að innan líkt og reyr sem heitir calamus á latínu. Krulluhárgreiðslan kallaðist á latínu calamistrati. Krullujárnið, sem var hitað í viðarösku, er oft nefnt í ritum Síserós (106-45 f. Kr.) og ...
Af hverju fá karlkyns ljón makka en ekki kvenkyns?
Það er vel þekkt í náttúrunni að karldýr hafi eitthvað sem hjálpar þeim til að ganga í augun á kvendýrunum. Til dæmis eru karlfuglar oft æði litskrúðugir og er tilgangurinn sá að vekja athygli kvenfuglanna. Makki ljónsins gegnir sama hlutverki og skrautlegar fjaðrir eða litir meðal ýmissa fugla, það er að gera kar...
Getur haförn drepið álft?
Undir ákveðnum kringumstæðum getur haförn vissulega drepið álft, til dæmis ef álftin er aðframkomin vegna meiðsla eða annars sem haft hefur áhrif á heilbrigði hennar og styrk. Það er hins vegar afar ólíklegt að haförn leggi í fullvaxna og fullfríska álft þar sem þær eru geysilega sterkir fuglar. Hætt er við að slí...
Hvaða þýðir orðið ,,brús" sem kemur fyrir í vísunni ,,Komdu kisa mín"?
Flestir þekkja vísuna sem vitnað er til í fyrirspurninni. Hún er meðal annars prentuð í Vísnabókinni sem Símon Jóh. Ágústsson gaf út fyrst 1946 og hefur síðan verið prentuð margoft. Síðari hluti vísunnar er svona: Banar margri mús, mitt þú friðar hús. Ekki er í þér lús, oft þú spilar brús. Undrasniðug, létt...