Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 156 svör fundust
Hvernig starfar boðskiptakerfi líkamans?
Boðskiptakerfi líkamans er tvíþætt. Í taugakerfinu fer boðflutningur fram með taugaboðum sem framkalla hnitmiðaðar og hraðvirkar svaranir en svonefnt innkirtlakerfi notar efnaboð til stjórnunar. Efnaboðin eru hægvirkari en taugaboð en engu að síður mikilvæg. Líkja mætti þessum tveimur stjórnkerfum við símhring...
Hvað eru þyngdarbylgjur?
Þyngdargeislun eða þyngdarbylgjur eru bylgjur í þyngdarsviði massamikilla hluta, hliðstæðar rafsegulbylgjum. Til eru lausnir á jöfnum almennu afstæðiskenningarinnar sem lýsa bylgjunum en vísindamönnum hefur ekki tekist að nema þyngdarbylgjur. Eftir að Isaac Newton setti fram sínar hugmyndir um eðli þyngdarinnar...
Hverjir voru helstu guðir Súmera?
Súmerísk menning er frá upphafi sögulegs tíma. Ekki er vitað hvaðan Súmerar eru komnir en þeir mynduðu allnokkur borgríki í Mesópótamíu um 3000 f.Kr. Akkaðarnir sem voru af semitískum stofni náðu tímabundnum yfirráðum á svæðunum 2360-2180 f.Kr. Súmerar komust þá aftur til valda en um 1700 f.Kr. ruddu Amorítar þeim...
Hvers vegna heyrist í jarðskjálfta áður en hann kemur?
Hljóðið sem við heyrum frá jarðskjálftum kemur frá skjálftabylgjunum undir fótum okkar. Okkur finnst það stundum berast á undan skjálftanum vegna þess að fyrstu jarðskjálftabylgjurnar eru þá of veikar til að við finnum þær glöggt en hins vegar nógu sterkar til að mynda hljóð í loftinu, enda er eyrað býsna næmt mæl...
Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2013 og fyrir hvað voru verðlaunin veitt?
Þriðjudaginn 8. október 2013 tilkynnti Nóbelsstofnunin að Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir 2013 hefðu verið veitt þeim François Englert (frb. frangsúa angleer) prófessor emeritus við Frjálsa háskólann í Brussel (f. 1932) og Peter W. Higgs prófessor emeritus við Háskólann í Edinborg (f. 1929). Verðlaunin eru vei...
Af hverju eru sum hraun svört en önnur rauð?
Rautt gjall, til dæmis í Rauðhólum við Reykjavík og í Seyðishólum í Grímsnesi, þiggur lit sinn af smásæjum kornum af steindinni hematíti (blóðsteini, Fe2O3) sem er oxíð af þrígildu járni (Fe3+). Í basaltbráð er tvígilt járn (Fe2+) yfirgnæfandi og við kólnun og kristöllun binst þrígilda járnið því tvígilda og mynda...
Kolbeinshaus var klettur sem nú er kominn undir Skúlagötuna. Hver er uppruni þessa örnefnis?
Ekki er vitað við hvaða Kolbein Kolbeinshaus er kenndur. Þórhallur Vilmundarson taldi að Kolbeinn gæti verið gamalt skers- eða klettsheiti, en sker með sama nafni er einnig til út af Bollagörðum á Seltjarnarnesi. Hann taldi sömuleiðis að orðið gæti verið skylt norsku kollbein í merkingunni ‘trénagli’ og kæmi sú me...
Hver er merkingin á bak við orðatiltækið ‘að hleypa í brýnnar’?
Orðasambandið að hleypa í brýnnar er notað um að láta í ljós óánægju eða reiði með því að draga saman augabrúnirnar. Einnig er talað um að hleypa brúnum í sömu merkingu. Ýmsar aðrar sagnir eru notaðar til að lýsa óánægju eða reiði með einhvers konar augngrettum. Vel er þekkt að yggla brýnnar og setja í brýnnar...
Hvernig á ég að malda í mó?
Sögnin að malda merkir að ‘mögla, andmæla, þrasa’. Orðasambandið að malda í móinn er notað í merkingunni að ‘andmæla einhverju’. Orðabók Háskólans á dæmi um það í Ritmálssafni frá 19. öld. Eldra í safninu, eða frá 17. öld, er að þæfa í móinn í sömu merkingu en sögnin þæfa getur merkt ‘deila’. Í orðabók Björns Hal...
Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna? - Myndband
Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930-1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbur...
Hvar á landinu er Sjömannabani?
Fjöldi örnefna felur í sér tölumerkingu af einhverju tagi og er efni sem gaman er að velta nokkuð fyrir sér. Þar kennir ýmissa grasa þegar litið er til uppruna nafnanna og hlutverks þeirra. Mjög mörg þjóna þeim tilgangi helst að telja eða lýsa landslagi og aðstæðum. Annar flokkur nafna varðar einhvers konar mat...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín M. Jóhannsdóttir rannsakað?
Kristín M. Jóhannsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa að merkingarfræði íslensku og vesturíslensku, sérstaklega hvað varðar tíð og horf. Doktorsverkefni Kristínar fjallaði um framvinduhorf í íslensku og ensku en hlutverk þess virðist hafa verið að víkka í báðum málum u...
Hvað eru mörur?
Mara er, samkvæmt gamalli þjóðtrú, óvættur sem ræðst á sofandi fólk. Það að fá martröð er að vera troðin af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns. Þessi þjóðtrú var útbreidd víða í Norður-Evrópu, svo sem á Bretlandseyjum (samanber nightm...
Hvernig lítur stjörnumerkið Vogin út?
Vogin er eitt ógreinilegasta stjörnumerki dýrahringsins svonefnda. Engar goðafræðilegar sagnir eru taldar tengjast merkinu en þess má þó geta að vogin er tákn réttlætis. Hinn frægi forn-gríski stjörnufræðingur Ptólmæos sagði merkið vera hluta af Sporðdrekanum, klær hans, en stjörnurnar σ (Sigma) Librae, e...
Í bridds er talað um blindan og það að vera blindur. Hvers vegna ætli þetta sé? Hvað með önnur tungumál?
Blindur í spilum er vel þekkt í íslensku og á það ekki eingöngu við um bridds. Talað er um að spila við blindan eða tefla við blindan þegar einhver spilar eða teflir við sjálfan sig eða þegar einn vantar í spil. Í bridds er blindur mótspilari sagnhafa að loknum sögnum. Það er að öllum líkindum komið úr dönsku þar ...