Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1255 svör fundust
Hvað gerist þegar olíu er dælt upp úr jörð?
Hér er einnig svarað spurningunum:Er einhverju dælt niður í stað þeirrar olíu sem kemur upp við dælingu? Hvað verður um allt það tómarúm sem myndast þegar að milljónum tunna af olíu er dælt upp á yfirborðið? Hefur olía einhvern tilgang neðanjarðar, þarf hún ekki að vera þar að einhverri ástæðu? Eða er hún algjör...
Hvernig myndaðist Surtsey?
Surtsey myndaðist í neðansjávargosi í nóvember 1963, þar sem fyrir var um 130 m sjávardýpi. Framan af, meðan sjór komst í gíginn, tókust á vatn og glóandi hraunbráð með miklum sprengingum sem mynduðu gosösku og gjall. Eldingar voru tíðar í þessum þætti gossins. Gígurinn var nefndur Surtur en eyjan Surtsey. Um mána...
Hvað gerist ef sólin hverfur?
Fyrst er rétt að nefna það að sólin er alls ekki að fara að hverfa! Sólin brennir vetnisforða sínum á mjög löngum tíma, líklega á um 10 milljörðum ára. Sólin er þess vegna rétt miðaldra núna. Hægt er að lesa meira um þetta í stuttu svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Ef sólin myndi hverfa skyndilega, h...
Hvert fer fólk þegar það deyr?
Það er hægt að svara þessari spurningu á ýmsa vegu. Til dæmis getum við sagt að þegar við deyjum þá förum við ekki neitt, enda erum við dáin. Líkaminn sem tilheyrði okkur á meðan við vorum á lífi fer hins vegar í flestum tilvikum ofan í jörðina, stundum með viðkomu í brennsluofni og þá fer askan í duftker. Ein...
Hvað geta hundar lifað lengi án matar og vatns?
Margar dýrategundir geta tekist á við svelti í skamman tíma án þess að bíða skaða af. Lífið er barátta og í lífi villtra dýra koma oft dagar þar sem enga fæðu er að fá. Rannsóknir á tíðni drápa hjá úlfum (Canis lupus) hafa sýnt að þeir fella bráð að jafnaði á þriggja daga fresti og þá belgja þeir sig út af kjö...
Hve margir létu lífið á D-Day í seinni heimsstyrjöldinni?
Í svari SHJ við spurningunni Af hverju heitir D-Day þessu nafni? kemur fram:Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikill...
Þjóna geitungar einhverjum tilgangi í náttúrunni?
Dýr koma sér fyrir í fæðuvef tiltekins vistkerfis. Það er vafasamt að álykta að staða þeirra þar hafi einhvern sérstakan tilgang. Á Vísindavefnum er að finna svar um tilgang mannsins, Vilhálmur Árnason fjallar um það í svari við spurningunum Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?. Þar er ekkert komið inn...
Hvaðan kemur vatn jarðar?
Vatn jarðar kemur einkum úr gosgufum sem losnað hafa í eldgosum, en dæmigerðar gosgufur eru um 85% vatn. Fjallað er um uppruna vatns jarðar í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvaðan kom hafið?...
Hvers vegna frýs vatn?
Jón A. Stefánsson spurði 'Hvers vegna er eðlismassi vatns mestur við +4°C en annarra meiri eftir því sem þau kólna meira?' Í vatnssameindinni eru tvær einingar af vetni (vetnisfrumeindir eða vetnisatóm, H) og ein eining af súrefni (O). Vatnssameindin hefur því efnatáknið H2O. Í fljótandi vatni eru þessa...
Úr hverju er vatn?
Vatnssameind eru samsett úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Á máli efnafræðinnar er vetnisfrumeind táknuð með bókstafnum H og súrefni með O. Efnatákn vatnssameindarinnar er þess vegna H2O. Flest efni geta tekið á sig þrenns konar ham: storkuham, vökvaham og gasham. Vatn er í storkuham þe...
Leiðir vatn rafmagn vel?
Rafleiðni vatns fer að mestu eftir styrk jóna í vatninu. Í saltvatni eru til dæmis Na+ og Cl- jónir sem leiða rafmagn. Sjór hefur rafleiðni í kringum 5 S/m (siemens á metra er eining fyrir rafleiðni eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða málmur leiðir best?) en fyrir hreint kranavatn getur leiðnin veri...
Hvað er eimað vatn?
Íslenska kranavatnið þykir mjög hreint og algjör óþarfi er að sjóða það áður en það er drukkið. Þetta vatn er þó sjaldan notað í tilraunir og við mælingar á rannsóknarstofum enda geta þá jafnvel minnstu óhreinindi í vatninu valdið vandræðum. Á rannsóknarstofum er þess vegna yfirleitt notað eimað vatn (e. distille...
Hvað eru til margar skordýrategundir í heiminum?
Eins og fram kemur svari eftir Gísla Má Gíslason við spurningunni Hvaða áhrif hefði það fyrir lífið á jörðinni ef öllum skordýrum væri eytt? eru þekktar tegundir skordýra um ein milljón talsins. Vísindamenn áætla hins vegar að í raun og veru séu tegundirnar um fimm milljónir. Þær tegundir sem enn hefur ekki verið ...
Hvernig var heimsmynd Fornegypta?
Heimsmynd Fornegypta gerði ráð fyrir þrískiptingu heimsins: jörð, himinn og undirheimur. Í miðju veraldarinnar var flöt jörð sem Nílarfljót skipti í tvennt og umhverfis jörðina var mikið haf. Fyrir ofan jörðina var himinn sem var borinn uppi af fjórum súlum eða fjórum fjöllum. Undirheimur sem Fornegyptar nefndu Du...
Hvaða áhrif hefur það á lífið á jörðinni ef ósonlagið hverfur?
Ósonið í ósonlaginu gleypir í sig skaðlega útfjólubláa geislun af flokki B, með bylgjulengd 200 – 300 nm, og hindrar þar með að hún komist að yfirborði jarðar (1 nm eða 1 nanómetri er milljarðasti partur úr metra). Þessi geislun hefur styttri bylgjulengd en sýnilegt ljós og hver ljóseind er að sama skapi orkumeiri...