Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9472 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvernig er lífið eftir ragnarök?

Ragnarökum er lýst í Völuspá og Snorra Eddu. Þau eru einnig nefnd ragnarökkur og eru eins konar heimsendir. Í Völuspá segir meðal annars að sól og tungl verði gleypt af úlfum, stjörnur hverfi af himninum, jörð mun skjálfa og allt ferst í eldi, bæði heimur goða og manna. Í ragnarökum losnar Fenrisúlfur úr fjötru...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eftir hverjum heita stóru brandajól?

Á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvað eru stóru brandajól? Þar er bæði fjallað um brandajól og stóru brandajól en talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands segir þetta um forliðinn „branda-“ í orðinu: Um...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig starfar þing eftir þingrof?

Um þingrof er fjallað nánar í svörum við spurningunum Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?, Hvenær er þingrof réttlætanlegt? og Hvaða áhrif hefur þingrof? og bendum við lesendum á að kynna sér þau svör. Eftir að þing hefur verið rofið halda þingmenn umboði sínu en eðlilegt er að ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru hillingar og eru til mismunandi tegundir af þeim?

Hraði ljósbylgna í lofti ræðst af þéttleika loftsins, fjölda sameinda á rúmmálseiningu. Þéttleikinn stjórnast svo af þrýstingi og hitastigi; vex með hækkandi þrýstingi og fallandi hitastigi. Hraðanum v er lýst með jöfnunni v=c/n, þar sem c er ljóshraðinn í lofttæmi og stærðin n er svokallaður ljósbrotsstuðull (e. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Hallgrímskirkja há?

Turn Hallgrímskirkju er 74,5 metra hár. Eftir því sem næst verður komist er hann sjötta hæsta mannvirki á Íslandi. Hæst er mastur á Gufuskálum á Snæfellsnesi sem er 412 m hátt en það er notað fyrir langbylgjuútsendingar Ríkisútvarpsins. Þetta mastur er jafnframt hæsta útvarpsmastur í Vestur-Evrópu. Hallgrímskir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim?

Spyrjandinn vill líklega vita hvar frjóvguð egg eru geymd því ófrjóvguð egg eru í eggjastokkum kvenfugla líkt og er raunin á meðal annara kvendýra. En til þess að geta svarað spurningunni er nauðsynlegt að fjalla fyrst um æxlunarfæri kvenfuglsins. Langflestar fuglategundir eru aðeins með einn eggjaleiðara og eg...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er heimurinn stór í metrum?

Um stærð heimsins hefur nokkrum sinnum verið fjallað á Vísindavefnum, til dæmis í svari við spurningunni: Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór? Þar kemur ýmislegt fram um stærð alheimsins. Meðal annars það að alheimurinn getur bæði verið endanlegur og endalaus. Af því leiðir að lítið er hægt að segja um ...

category-iconEfnafræði

Hversu mikla orku þarf til að rafgreina vetni úr vatni? Við hvaða straum næst besta nýtnin?

Við rafgreiningu á vatni er rafstraumi hleypt frá straumgjafa eða spennugjafa gegnum vatn. Þetta má gera með þeim hætti sem sýnt er á meðfylgjandi mynd, þar sem rafleiðslur eru tengdar frá skautum rafhlöðu eða rafhlaða í rafskaut í vatni. Þá leiðir rafstraumur frá skautunum í gegnum vatnið. Afleiðing þessa er sú a...

category-iconJarðvísindi

Eru einhverjar mælingar í tengslum við eldfjöll, það er hvenær líklegt er að þau gjósi næst?

Jarðvísindamenn stunda margir mælingar á eldvirkni eldfjalla. Um slíkar rannsóknir má meðal annars lesa í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Er eldvirkni á Íslandi sveiflukennd?. Þar kemur til dæmis fram að tíðni eldgosi er háð rúmmáli þeirra. Lítil gosa koma á 1-10 ára fresti en stórgos á 100-1000 ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er algengasta tréð á Íslandi?

Langalgengasta tréð á Íslandi er ilmbjörk (Betula pubescens). Undanfarin 2 ár er ilmbjörk einnig mest gróðursetta trjátegundin á landinu. Birkiskógar og kjarr þekja um 120.000 hektara (ha) lands eða 1,2% af landinu öllu. Til samanburðar þekja allar aðrar trjátegundir samanlagt um 15.000 ha eða 0,15% af landinu. ...

category-iconFélagsvísindi

Af hvaða vöru er mest flutt inn til landsins?

Mest er flutt inn til Íslands af olíu- og olíuafurðum, svo sem bensíni, hvort heldur reiknað er eftir þyngd eða verðmæti. Árið 2002 voru flutt inn til landsins 740 þúsund tonn af slíkum afurðum, fyrir um 16 milljarða króna. Næst kom súrál, hvort heldur reiknað er eftir verðmæti eða þyngd. Flutt voru inn 524 þúsund...

category-iconHugvísindi

Hver skrifaði bandarísku sjálfstæðisyfirlýsinguna?

Opinberlega er sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna skrifuð af fimm manna nefnd sem skipuð var John Adams, Benjamin Franklin, Thomas Jefferson, Robert R. Livingston og Roger Sherman. Óopinberlega er þó talið að Thomas Jefferson sé aðalhöfundur yfirlýsingarinnar. Í nefndinni var enginn ritari og því koma þær heim...

category-iconJarðvísindi

Hver er munurinn á gígum eftir sprengigos og gígum eftir árekstur við stóran loftstein?

Þeir sprengigígar sem helst líkjast loftsteinsgígum eru öskugígar eða "hverfjöll" (eftir samnefndu felli í Mývatnssveit), en slíkir gígar myndast við það að bergkvikan kemst í snertingu við grunnvatn á leið sinni til yfirborðsins, hún freyðir og sundrast í smáar agnir; ekkert hraun myndast heldur einungis gjós...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ekki réttara að segja „Haga seglum eftir vindi” en „Aka seglum eftir vindi”?

Ekki er hægt að segja að önnur mynd orðatiltækisins sé réttari en hin. Í eldri myndinni er talað um að menn „aki seglum eftir vindi” en í nútímamáli er venjan að „haga seglum eftir vindi”. Menn verða svo sjálfir að gera upp við sig hvora myndina þeir nota. Merking orðatiltækisins er „að haga sér eftir aðstæðum"...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvert er fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi?

Fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi er Fjarðabyggð með 3092 íbúa, en næst fjölmennustu sveitarfélögin eru Hornafjörður með 2370 íbúa og Austur-Hérað með 2024 íbúa. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu v...

Fleiri niðurstöður