Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 796 svör fundust

category-iconSálfræði

Hvernig geta ský orðið að mönnum?

Ef ég skil spurninguna rétt á spyrjandi við af hverju okkur finnst oft að ský séu í laginu eins og manneskjur, sérstaklega andlit. Líklegasta ástæðan er að aðrar manneskjur skipta okkur miklu máli. Það er til dæmis mikilvægt að við getum hratt og vel lesið í andlitsdrætti fólks til að vita hvernig því liður og hva...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur hákarl orðið gamall?

Margt er á huldu varðandi ýmsa þætti í líffræði hákarla, þar á meðal um hámarksaldur þeirra. Til eru yfir 300 tegundir af hákörlum og er hámarksaldur þeirra allbreytilegur. Þó telja vísindamenn að stærri tegundir hákarla geti náð mjög háum aldri. Meðal annars er talið að stærsta hákarlategundin, hvalháfurin...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður jörðin einhver tímann útdauð?

Svarið er já; jörðin á eftir að eyðast endanlega þegar sólin þenst út og gleypir hana. Þetta gerist þó ekki í bráð heldur er talið að það verði eftir um það bil 8 milljarða ára. Það er gríðarlega langur tími, lengri en aldur jarðarinnar núna (4,6 milljarðar ára), og miklu lengri en svo að við getum skilið það alme...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Þegar fólk fær ofnæmi er það þá vegna einhvers sem gerist í líkama þeirra á vissum aldri eða bara allt í einu?

Ofnæmi er það þegar ónæmiskerfi líkamans bregst óeðlilega við ýmsum efnum, til dæmis frjódufti, dýrahárum eða tilteknum lyfjum. Fólk sem hefur ofnæmi er ofurviðkvæmt fyrir ákveðnum efnum og það er ekki tengt neinum ákveðnum aldri hvenær fólk fær ofnæmi. Ofnæmi getur verið tvenns konar, annars vegar bráðaofnæmi ...

category-iconMannfræði

Hver er staða kvenna innan Kwermin-ættflokksins í Papúa Nýju-Gíneu?

Fyrst verð ég að leiðrétta þann misskilning að Kwermin-fólkið sé einn ættflokkur. Svo er ekki heldur vísar nafnið Kwermin til fólks af ólíkum ættflokkum sem býr á tilteknu landsvæði í fjallendi Papúa Nýju-Gíneu. Staða Kwermin-kvenna hefur breyst mjög mikið á undanförnum áratugum, eða frá því að fulltrúar áströl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifa slímálar?

Slímálar (e. hagfish, slime-eels) teljast til hringmunna (Cyclostomata) og tilheyra hópi vankjálka (Agnatha). Vankjálkar eru gjarnan taldir til fiska en eru um margt mjög ólíkir fiskum og þróunarfræðingar telja þá vera frumstæðustu hryggdýrin. Eins og nafnið gefur til kynna hafa vankjálkar enga kjálka, ólíkt öllum...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hafa farið fram vísindalegar rannsóknir á því hvort strákar í grunnskóla fái meiri athygli í tímum en stelpur?

Erlendis hefur það talsvert verið rannsakað hvort kennarar veiti strákum meiri athygli en stelpum inni í skólastofunni. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að strákar virðast vissulega fá meiri athygli kennara en stúlkur. Það er þó afar umdeilt hversu mikla athygli drengir fá fram yfir stúlkur, hvort sú athygli sé öll...

category-iconSálfræði

Ef maður elur stelpu upp eins og hún væri strákur, mundi hún þá ekkert vita og haga sér eins og strákur?

Nei, það er alls ekki víst að hún myndi gera það. Það er ljóst, eins og með svo margt annað, að bæði líffræðilegir þættir (eins og erfðir og hormón) og félagslegir þættir (svo sem uppeldi) skipta máli fyrir kynsamsemd (e. gender identity) fólks, það er hvort það líti á sig sem karl eða konu, og hvaða kynhlutverk ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju tala dýrin ekki?

Lífríki jarðar hefur orðið til við þróun á óralöngum tíma, um það bil þremur og hálfum milljarði ára (3.500.000.000 árum). Þessi þróun byrjaði með afar einföldum lífverum en hefur síðan leitt til þess gríðarlega fjölda og fjölbreytileika tegunda og lífvera sem við sjáum í kringum okkur á jörðinni. Sumar lífverur e...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er blandað hagkerfi?

Hugtakið blandað hagkerfi hefur verið notað til að lýsa samfélögum þar sem sum gæði, það er vörur og þjónusta, ganga kaupum og sölu á frjálsum markaði og eru framleidd af einkaaðilum en önnur eru framleidd og þeim úthlutað samkvæmt opinberum tilskipunum. Blandað hagkerfi er því eins konar millistig á milli hreins ...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig getur guð verið pabbi Jesús ef María mey og Jósef fæddu hann?

Þegar lögð er áhersla á að Jesús sé sonur Guðs er átt við að hann hafi verið í sérstöku og nánu sambandi við Guð sem líkja má við samband barns og föður. Samkvæmt kristinni trú var samband Jesú við Guð mun nánara en annarra. Þess vegna var talað um hann sem einkason Guðs eða einfæddan son hans. María er kölluð mey...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er y í íslensku en ekki bara venjulegt i?

Í elstu íslensku voru i og í greind frá y og ý í framburði. Fyrra hljóðaparið var ókringt en hið síðara kringt. Talið er að i og y annars vegar og í og ý hins vegar hafi fallið saman um það bil 1450-1550. Stök eldri dæmi eru þó til sem sýna samfall sérhljóðanna. Það sem gerðist var að y, ý voru ekki lengur borin f...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað vaxa grenitré mikið á einu ári?

Vöxtur grenitrjáa fer bæði eftir því hvaða grenitegund á í hlut og hvernig vaxtarskilyrði trésins eru. Sólskin, rakastig, jarðvegur, rými og margt fleira getur haft áhrif á hversu hratt tré vaxa. Taka má dæmi um sitkagreni (Picea sitchensis), en það er stærsta tegund grenitrjáa og er í hópi með hraðvöxnustu tr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta heilu húsi?

Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni? má sjá að meðalgasblaðra getur lyft 15,7 grömmum. Það er þess vegna ekki flókið að reikna hversu margar gasblöðrur þurfi til að lyfta heilu húsi, ef við vitum hvað húsið er þungt! Hvað ætli þetta séu margar b...

category-iconLæknisfræði

Hvort er hættulegra að leika fótbolta eða handbolta?

Í svari Árna Árnasonar við spurningunni Eru íþróttameiðsl algeng meðal barna og unglinga? er sagt frá svissneskri rannsókn sem kannaði meiðslatíðni í nokkrum algengum íþróttagreinum hjá unglingum á aldrinum 14-20 ára. Þá kom í ljós að hún var hæst í ísknattleik, því næst kom handbolti og svo fótbolti. Samkvæmt þe...

Fleiri niðurstöður