Meðal annars er talið að stærsta hákarlategundin, hvalháfurinn (Rhiniodon typus) geti náð 100-150 ára aldri. Hinn alræmdi hvítháfur (Carcharodon carcharias) getur líklega einnig náð yfir 100 ára aldri en sá aldur hefur ekki verið staðfestur. Sennilega ná minni tegundir hákarla ekki eins háum aldri. Háfurinn (Squalus acanthias) er lítill hákarl sem lifir í hlýjum sjó og verður venjulegast um 1 metri á lengd. Vísindamenn telja að þessi tegund geti náð 30 til 70 ára aldri. Dæmi eru um að skeggháfur (Ginglymostoma cirratum) hafi lifað í búri í 25 ár. Mynd:
Hvað getur hákarl orðið gamall?
Meðal annars er talið að stærsta hákarlategundin, hvalháfurinn (Rhiniodon typus) geti náð 100-150 ára aldri. Hinn alræmdi hvítháfur (Carcharodon carcharias) getur líklega einnig náð yfir 100 ára aldri en sá aldur hefur ekki verið staðfestur. Sennilega ná minni tegundir hákarla ekki eins háum aldri. Háfurinn (Squalus acanthias) er lítill hákarl sem lifir í hlýjum sjó og verður venjulegast um 1 metri á lengd. Vísindamenn telja að þessi tegund geti náð 30 til 70 ára aldri. Dæmi eru um að skeggháfur (Ginglymostoma cirratum) hafi lifað í búri í 25 ár. Mynd:
Útgáfudagur
24.10.2000
Síðast uppfært
26.11.2020
Spyrjandi
Gestur Helgason
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvað getur hákarl orðið gamall?“ Vísindavefurinn, 24. október 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1024.
Jón Már Halldórsson. (2000, 24. október). Hvað getur hákarl orðið gamall? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1024
Jón Már Halldórsson. „Hvað getur hákarl orðið gamall?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1024>.