Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 162 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig geta gróðurhúsalofttegundir hækkað hitastig á jörðinni?

Varmageislun frá sólinni hitar jörðina en ræður alls ekki öllu um yfirborðshitann. Jörðin geislar líka frá sér varma, rétt eins og sólin. Við sjáum vel geislunina frá sólinni, því mest af henni er sýnilegt ljós. Varmageislunin frá jörðinni liggur hins vegar langt utan sýnilega sviðsins. Eðlisfræðingar hafa leng...

category-iconVeðurfræði

Af hverju telja vísindamenn að þeir geti spáð fyrir um loftslagsbreytingar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju telja vísindamenn að þeir geti spáð fyrir um loftslagsbreytingar? Er reynslan af slíkum spádómum ekki frekar slæm? Spurningin er í tveimur hlutum. Hér verður fyrri þættinum svarað fyrst, og svo rætt um reynslu af spám um loftslagsbreytingar. Allar vísindalegar spár þ...

category-iconOrkumál

Hvernig er orkunotkun í heiminum skipt eftir orkugjöfum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvað er jarðefnaeldsneyti mikill hluti af heildarorkunotkun á Íslandi? En í heiminum? Áður hefur verið fjallað um orkunotkun á Íslandi eftir orkugjöfum í svari sama höfundar við spurningunni: Hvaða orkugjafar eru á Íslandi? Þar má finna eftirfarandi töflu: Tafla 1: Orkunot...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er Venus heitari en Merkúríus þó Merkúríus sé nær sólinni?

Merkúríus er sú reikistjarna sem er næst sólinni en Venus kemur þar á eftir. Merkúríus er að meðaltali 57.900.000 km frá sólinni en Venus 108.200.000 km frá sólinni. Það er því eðlilegt að spyrjandi velti fyrir sér hvers vegna heitara sé á Venus en á Merkúríusi þegar Venus er um tvöfalt lengra frá sólinni! Hátt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig má flokka jökla?

Jöklar eru flokkaðir á ýmsa vegu. Þegar flokkað er eftir myndun jökulsins og stöðu hans í jökulkerfinu er oft talað um hájökla eða hjarnjökla annars vegar og hins vegar falljökla eða ísjökla en skriðjöklar eru einn undirflokkur þeirra. Hjarnjöklar myndast vegna kulda hátt í lofti þar sem ofankoma fellur sem snjór....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr hefur besta lyktarskynið?

Vísindamenn telja að það dýr sem hafi besta lyktarskynið sé fiðrildi af ættbálknum Lepidoptera. Fremstur á meðal jafningja í ættbálknum hvað lyktarskyn varðar er karldýr keisarafiðrildisins (Eudia pavonia) en lyktarskyn þess er gríðarlega næmt. Keisarafiðrildið hefur 55 til 75 millimetra vænghaf en kvendýrin er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast rauð millilög?

Millilögin í tertíera jarðlagastaflanum eru jarðvegur sem myndast hafði á mislöngum tíma áður en næsta hraunlag rann yfir hann. Lögin eru af ýmsu tagi, rautt eða gult „laterít“ (myndað við efnaveðrun), surtarbrandur, leir, og gjóska (gosaska). Fyrir um 3 milljónum ára, þegar ísöld gekk í garð, breyttist ásýnd ...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða rannsóknir hefur Magnús Þorkell Bernharðsson stundað?

Magnús Þorkell Bernharðsson er Brown-prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams-háskólann í Bandaríkjunum og gistikennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Magnús Þorkell lauk BA-prófi í stjórnmálafræði og guðfræði frá HÍ 1990, MA í trúarbragðafræði frá Yale-háskólanum 1992, stundaði nám í...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur Arnalds rannsakað?

Ólafur Arnalds er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann fæst við rannsóknir á íslenskum jarðvegi og á ferlum sem móta yfirborð og ástand vistkerfa. Jarðvegur er mikilvæg grunneining vistkerfa. Vegna mikillar eldvirkni og áfoks myndast afar sérstakur jarðvegur hérlendis. Grunnrannsóknir á eðli, myndun o...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Hreiðar Þór Valtýsson rannsakað?

Hreiðar Þór Valtýsson er fiskifræðingur, lektor og brautarstjóri við sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri (HA). Hreiðar og félagar hans í sjávarútvegsfræðinni við HA (nemendur hafa líka verið virkir þátttakendur) hafa lagt mikla áherslu á miðlun og menntun tengda sjávarútvegi á öllum skólastigum. Ástæðun...

category-iconUmhverfismál

Hvaða rannsóknir hefur Auður H. Ingólfsdóttir stundað?

Alþjóðakerfið, tengsl hins alþjóðlega við hið staðbundna, valdatengsl ólíkra hópa og samskipti manns og náttúru eru þeir þræðir sem tvinnast saman í rannsóknum Auðar H. Ingólfsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og sérfræðings við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF). Miðstöðin hefur aðsetur við Háskólann á Akureyri en ...

category-iconEfnafræði

Hversu miklu koltvíoxíði er árlega breytt í stein á Hellisheiði?

Eins og staðan er í dag eru um það bil 15 þúsund tonn af koltvíoxíði (CO2 – einnig nefnt koltvíildi á íslensku) árlega fönguð úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar og dælt djúpt niður í jarðlögin. Þar umbreytist koltvíoxíðið í stein og þannig er komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Þetta er gert undir merkjum C...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna myndaðist jökull á Snæfellsnesi sem stendur svo nærri sjó?

Jöklar eru ekki bara afsprengi kulda heldur skiptir úrkoma líka miklu máli. Jöklar eru fyrst og fremst þar sem úrkoma er mikil sem gleggst má sjá á Vatnajökli þótt hann sé mjög skammt frá hlýjasta sjó við landið. Á suðausturströnd landsins er úrkoman að jafnaði hvað mest. Þetta gerir það að verkum að hjarnmörk (jö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru ísbirnir á Íslandi fyrir landnám?

Hafís er undirstaða þess að lífvænlegt sé fyrir hvítabirni en þeir eru útbreiddir með ströndum og á hafís allt umhverfis norðurheimskautið.[1] Suðurmörk útbreiðslu þeirra ráðast af því hversu langt vetrarísinn nær. Þar sem ekki er stöðugur hafís, til dæmis umhverfis Ísland, geta hvítabirnir ekki búið þó þeir rambi...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju er Írland kölluð Græna eyjan?

Írland er kölluð “Græna eyjan” vegna þess að 4/5 af nýtanlegu landi hennar eru beitilönd með grænu, ilmandi grasi. Írland er næststærsta eyja Bretlandseyja og er láglent með miklu mýrlendi, heiðum og vötnum. Eyjan er þó girt með vogskorinni og fjöllóttri strönd að vestanverðu. Á Írlandi er temprað úthafsloft...

Fleiri niðurstöður