Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 964 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fara húsflugur að því að lifa veturinn af?

Húsflugur lifa sem lirfur innandyra yfir veturinn, undir gólflistum, í sprungum og á milli gólffjala. Lirfur geta líka lifað inni í skápum og annars staðar þar sem þær ná í fæðu, til dæmis brauðmylsnu eða annað sem fellur til við venjuleg heimilisstörf. Einnig lifa lirfurnar í útihúsum þar sem hlýtt er yfir vetur...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna eru Sunnlendingar svona linmæltir?

Eftir því sem ég best veit hefur ekki verið kannað hvers vegna sú þróun varð að bera fram lokhljóðin p, t, k í innstöðu á eftir löngu sérhljóði, sem á norðanverðu landinu eru fráblásin harðhljóð, sem órödduð linhljóð [b, d, g] annars staðar. Harðmælisframburðurinn er talinn eldri í málinu, en linmælið hefur só...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu fljótir eru íslenskir spörfuglar að koma upp ungum?

Spurningin í heild hljóðaði svo:Þann 29. maí sá ég fleygan auðnutittlingsunga í Elliðaárdalnum og svolítið seinna fleygan staraunga. Eru spörfuglar svona fljótir að koma upp ungum?Í flestum bókum sem fjalla um íslenska fugla er því haldið fram að fyrstu ungar starans (Sturnus vulgaris) verði fleygir um miðjan júní...

category-iconHeimspeki

Hvenær varð grísk heimspeki til?

Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann....

category-iconLögfræði

Má ég nota ljóðlínuna „krummi svaf í klettagjá...“ í minni listsköpun?

Öll spurningin hljóðaði svona:Má nota íslenskar þjóðsögur og vísur sem hluta í myndverki? Eða er það varið höfundarrétti? Og ef það má nota það, eru þá reglur um hvort nota má bara hluta? Mig langar að nota til dæmis setninguna “krummi svaf í klettagjá, kaldri vetrarnóttu á” en ekkert meir af þeirri vísu. Má það? ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað skiptast indóevrópsk tungumál í marga flokka?

Vaninn er að skipta indóevrópskum málum í tvo yfirflokka, svokölluð kentum-mál og satem-mál, en þessum flokkum aftur í alls ellefu undirflokka. Kentum og satem draga nafn af því hvort orðið 'hundrað' hafði lokhljóðið c (k) í framstöðu, sbr. latínu centum 'hundrað' eða önghljóðið s, sbr. indversku satám 'hundrað'. ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver eru helstu og elstu handrit Heródótosar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Það virðist afskaplega erfitt að finna áreiðanlegar upplýsingar og nýtanlegar heimildir á veraldarvefnum um tilurð og aldur handrita sagnaritara eins og Heródótosar. Spurning mín er því sú. Hver eru helstu og elstu handrit af "Herodotus Histories" og aldursgrei...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er genastjórnun?

Orðið genastjórnun gæti átt við stjórn gena á eiginleikum eða einkennum lífvera. Hvernig stjórna gen til dæmis því að sumir menn eru brúneygðir en aðrir bláeygðir og sumir svarthærðir en aðrir rauðhærðir? Genastjórnun gæti líka átt við stjórnun á starfsemi einstakra gena eða genahópa. Miklar rannsóknir hafa fa...

category-iconEfnafræði

Hversu mikla orku þarf til að rafgreina vetni úr vatni? Við hvaða straum næst besta nýtnin?

Við rafgreiningu á vatni er rafstraumi hleypt frá straumgjafa eða spennugjafa gegnum vatn. Þetta má gera með þeim hætti sem sýnt er á meðfylgjandi mynd, þar sem rafleiðslur eru tengdar frá skautum rafhlöðu eða rafhlaða í rafskaut í vatni. Þá leiðir rafstraumur frá skautunum í gegnum vatnið. Afleiðing þessa er sú a...

category-iconHugvísindi

Var Kleópatra til? Ef svo er, hvar hvílir hún?

Vissulega var Kleópatra til og margar heimildir eru til um hina einu sönnu Kleópötru (þá sjöundu í röð egypskra drottninga sem báru það nafn). Sagnfræðingar deila nokkuð um áreiðanleika þessara heimilda og ýmsar þeirra hafa á sér þjóðsagnakenndan blæ. Listamenn hafa sótt sér efnivið í þann arf, þeirra á meðal Will...

category-iconBókmenntir og listir

Hver orti elstu rímurnar?

Í Flateyjarbók, sem var rituð að mestu árið 1387, er að finna elsta varðveitta rímnatextann. Það er Ólafs ríma Haraldssonar eftir Einar Gilsson lögmann á Norður- og Vesturlandi. Þar sem uppskriftin er elst varðveittra rímnatexta hefur hún verið notuð sem viðmið í umræðunni um aldur rímna enda ljóst að hún muni sjá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Nú orðið er stafurinn y ekki borinn fram 'uj' eins og forðum. Hví ekki að taka hann úr íslensku eins og með z í denn?

Á áttunda áratugnum var sett á laggirnar nefnd sem fara átti yfir íslenskar stafsetningarreglur og gera tillögur til breytinga. Ein þeirra, sem nefndin varð sammála um, var að fella stafinn z niður og skrifa í hans stað s. Þá var einnig rætt um y, ý og hvort fella skyldi þá stafi niður og rita í staðinn i, í. Ekki...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefur einhver fíll verið með tvo rana?

Höfundar þessa svars fundu engar greinar, hvorki í bókum né á Netinu, þar sem getið er um fíl sem fæðst hafi með tvo rana. Engar minjar hafa fundist heldur um forsögulega fíla með tvo rana. Hér verður ekki þó fullyrt að slík vansköpun hafi aldrei komið fram í náttúrunni eða muni ekki gera það. Nóg er af dæmum um u...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Ef maður ropar ekki, rekur maður þá meira við?

Líklega er réttast að svara þessari spurningu með því að svo þarf ekki að vera. Loft sem fer út úr líkamanum sem ropi kemur í flestum tilfellum úr maga eða vélinda og er upphaflega loft sem maður hefur gleypt. Loft sem kemur út um hinn endann myndast oftast í ristlinum þegar bakteríur sem búa þar brjóta ni...

category-iconHugvísindi

Hvers konar úln er í úlnliði?

Orðið úln virðist ekki koma fyrir eitt sér, aðeins í samsetningunni úlnliður og öðrum samsetningum með því orði eins og úlnliðsbrot. Ýmsar hliðarmyndir og framburðarmyndir eru til eins og úlliður, ungliður, únliður og úlfliður sem skýrast af því að menn hafa ekki fyllilega skilið orðhlutann úln. Ásgeir Blönda...

Fleiri niðurstöður