Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 663 svör fundust

category-iconMannfræði

Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn?

Spyrjandi á væntanlega við hvenær menn fóru að notfæra sér eldinn. Frá örófi alda hefur mannkynið þekkt eldinn. Eldgos hafa kveikt í hlutum, skógareldar hafa geisað, eldingar kveikt í trjám og runnum og jafnvel orðið fólki að bana. Allt þetta hefur manneskjan séð og reynt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsvið...

category-iconTrúarbrögð

Hver er meginuppistaðan í kenningum Vísindakirkjunnar?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Þórólfs Sveinssonar og Gríms Garðarssonar: Hvers konar starf fer fram innan Vísindakirkjunnar?Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Scientology og verða henni gerð skil í þessu svari. Hin ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er sorg?

Hugtakið sorg er skilgreint sem viðbrögð við missi. Venjulega er átt við missi ástvinar en annar missir getur einnig valdið sorg. Sorgin og sorgarferlið er tilfinningaleg tenging og úrvinnsla á því sem gerðist. Að syrgja tekur tíma og orku en hefur þann tilgang að viðurkenna missinn, aðlagast og endurskilgreina ti...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans?

Í stuttu máli má segja að skynjun fólks á hraða tímans sé mjög breytileg, bæði eftir aldri, virkni og öðrum aðstæðum. Við vitum til dæmis að til er aldrað fólk sem er ekki síður frískt og nýtur lífsins en þeir sem yngri eru. En hjá hverjum og einum verða þó ákveðnar aldurstengdar breytingar sem hægja á hreyfingum ...

category-iconFornleifafræði

Hver er elsta rúnarista sem hefur fundist á Íslandi?

Elst er án efa spýtubrot úr ýviði, sem fannst í byrjun árs 2010 við fornleifarannsóknir á Alþingisreitnum, í viðarsýnum úr IV. og elsta fasanum, sem er frá tímabilinu 871–1226 á svæði C. Spýtan fannst neðarlega í mýrarefju þar sem mikið var af náttúrulegum og unnum viði. Undir þessum sýnum í mýrarefjunni voru ekki...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur?

Í ársbyrjun 2019 eru 180 ár liðin frá því að ný aðferð við að taka ljósmyndir var kynnt fyrir meðlimum frönsku vísindaakademíunnar. Sú aðferð var kennd við Louis-Jacques-Mandé Daguerre (1787-1851) og byggði á því að málmplata var gerð ljósnæm með því að bera á hana joðblöndu. Mynd var síðan tekin á plötuna og hún ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsta þekkta heimild um galdrastafi á Íslandi?

Íslensk hefð galdrabóka, sem á alþjóðmálum kallast grimoires, hófst snemma á svonefndri lærdómsöld (1550–1750), sem þrátt fyrir nafnið var engan veginn laus við hjátrú. Fyrir miðja 16. öld urðu siðaskipti í landinu og tók lútherstrú við af kaþólsku. Ísland var þá hluti af danska konungsríkinu. Ströng opinber viðmi...

category-iconHeimspeki

Ef ég skipti tvisvar um skaft og einu sinni um haus á hamri, verður útkoman þá sami hamar og ég byrjaði með?

Svarið er örugglega að eftir að hafa skipt bæði um haus og skaft þá sitji maður uppi með nýjan hamar. En hvað ef við skiptum bara um skaft? Eða bara um haus? Þá vandast málið og svarið liggur alls ekki í augum uppi. Það sem meira er: Engin rannsókn á þessum hlutum getur svarað spurningunni um það hvenær við höfum ...

category-iconHeimspeki

Hvað er smættarkenning?

Smættun (e. reduction) er þegar hugtak eða kenning er skýrð eða skilgreind með öðru hugtaki eða kenningu sem er talin liggja henni til grundvallar. Tæmandi grein er gerð fyrir lögmálum á einu sviði með lögmálum á öðru sviði eða ákveðnum hlut eða fyrirbæri lýst sem fyrirbæri á öðru sviði. Dæmi um setningar sem fela...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna geta fuglar setið á háspennuvír án þess að fá raflost?

Um háspennulínur flæðir gífurlegur rafstraumur með hárri spennu eins og nafnið gefur til kynna. Þetta þýðir meðal annars að spennumunur frá línunum til jarðar er mikill og því leitar rafstraumurinn niður í jörð ef mögulegt er. Manneskja sem snertir háspennulínu stendur að öllum líkindum á jörðinni eða öðr...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getur maður vakað lengi samfleytt?

Samkvæmt því sem næst verður komist er viðurkennt met í vöku án aðstoðar lyfja 264 klukkutímar eða 11 sólahringar. Þetta gerðist árið 1964 og þar átti í hlut 17 ára gamall bandarískur piltur að nafni Randy Gardner. Þessi langa vaka var í tengslum við vísindaverkefni sem hann vann að en hann vildi slá fyrra heimsme...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör nóvembermánaðar 2018?

Í nóvembermánuði 2018 voru birt 56 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir lásu svar við spurningunni Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur? Svör um striga...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?

Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver eru einkenni hryggdýra og hvert er elsta þekkta hryggdýrið?

Hryggdýr (Vertebrate) er undirfylking svonefndra seildýra (Cordata). Seildýr eru fjölbreytilegur hópur dýra en helsta sameiginlega einkennið er hryggstrengur eða seil, með baklægum holum taugastreng og fleiri fósturfræðilegum einkennum. Baklægi taugastrengurinn er til staðar á fullorðinsstigi meðal hryggdýra en ke...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsta ljósmynd af íslensku landslagi sem varðveist hefur?

Frakkar og Englendingar voru leiðandi í ljósmyndun á frumskeiði hennar um miðja 19. öld og það þarf því ekki að koma á óvart að þeir urðu fyrstir til að taka landslagsmyndir á Íslandi. Fáeinar þessara mynda hafa varðveist en aðrar þekkjum við aðeins af frásögnum í dagbókum, ferðabókum eða öðrum rituðum heimildum.[...

Fleiri niðurstöður