Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 112 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hver fann upp tónlistina?

Enginn veit hver fann upp tónlistina, en víst er að hún hefur verið með mönnunum ótrúlega lengi. Sumir halda því meira að segja fram að tónlist sé ekki bundin við nútímamanninn Homo sapiens sapiens heldur hafi hún einnig verið til hjá öðrum tegundum manna. Í því samhengi er oft talað um svokallaða Neanderdalsflaut...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér hvað spunatala er?

Spuni (e. spin) er grundvallareiginleiki allra einda sem byggja upp kraftsvið. Hann er einnig grundvallareiginleiki öreinda sem allt efni í alheiminum er sett saman úr, en það eru eindir á borð við ljóseindir, róteindir eða atómkjarnar. Spunatala er tala sem ákvarðar stærð og stefnu viðkomandi spunaeiginleika. ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvers konar stjórnmálaflokkur er SWAPO í Namibíu?

Upprunalega spurningin var: Hvernig og hvar flokkast SWAPO-flokkurinn í Namibíu? Er hann vinstri flokkur eða er hann hægri flokkur eða er hann eitthvað annað? Skammstöfunin SWAPO stendur fyrir 'South West African People‘s Organization' en það er nafn á ráðandi stjórnmálaflokki í Namibíu. Upphaflega var SWAP...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru óseyrar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru óseyrar og hvar eru stærstu óseyrar í heimi? Óseyri er tungulaga setmyndun, gerð úr efni sem flust hefur til sjávar eða stöðuvatns með straumvatni og sest til við strönd, aðallega undir vatnsborðinu en að nokkru leyti ofan þess. Á mörgum erlendum tungum er orðið ...

category-iconLandafræði

Hvað er auðlind?

Íslenska orðið auðlind er tiltölulega gagnsætt og hlýtur að eiga að tákna eitthvað sem menn geta gert sér auð úr - auðsuppspretta eins og stundum er sagt. Í nútíma samfélagi þýðir þetta að menn geti nýtt sér fyrirbærið til arðbærrar framleiðslu eða starfsemi, þrátt fyrir að öflun þess kunni að kosta fé og fyrirhöf...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvar, hvenær og hvers vegna er Jörfagleði haldin?

Hin svokallaða Jörfagleði var vikivakadansleikur sem haldinn var árlega á jólum í Haukadal í Dalasýslu seint á 17. öld og snemma á 18. öld. (Um vikivakadansleiki þar sem fólk söng og dansaði og skemmti sér við ýmiss konar dulbúningsleiki eins og hestleik, Háa-Þóruleik og Þingálpnsleik sjá Jón Samsonarson, Kvæði og...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað framkallar fíkn hjá fólki í eiturlyf eða áfengi?

Ágæt skilgreining á fíkn er eftirfarandi:Ákveðin hegðun, til dæmis að drekka áfengi, verður einstaklingnum miklu mikilvægari en áður og mikilvægari en önnur hegðun sem áður skipti máli. Hegðun er haldið áfram þrátt fyrir að hún valdi einstaklingnum skaða. Það er ekki vitað fyrir víst af hverju sumir verða “fíklar...

category-iconHugvísindi

Hvar settust íslenskir vesturfarar aðallega að og af hverju?

Þegar Íslendingar byrjuðu að flykkjast vestur um haf voru kanadísk stjórnvöld nýlega farin að bjóða upp á ókeypis land til að lokka fólk til sín. Margar þjóðir Evrópu hófu vesturferðir mun fyrr en þá þótti best að setjast að í Bandaríkjunum. Þær héldu því áfram að leggja leið sína þangað enda var auðveldara að set...

category-iconHeimspeki

Er siðferðilega réttlætanlegt að eyða 190.000 kr. í iPhone 5?

Þessi spurning snýst bæði um siðferðislega og efnahagslega þætti en stjórnmál ganga einmitt út á samspil þeirra. Stjórnmál fjalla að miklu leyti um samband okkar við aðra og það kerfi sem stýrir þeim samskiptum. Hins vegar er hér verið að spyrja um hvort ákvörðun einstaklings um kaup á tiltekinni vöru séu réttmæt....

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna var lýðveldi ekki stofnað fyrr á Íslandi?

Ísland varð lýðveldi 17. júní 1944. Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkisins er kjörinn en fær ekki embættið í arf líkt og tíðkast í konungsríkjum. Það að Ísland varð lýðveldi þýddi með öðrum orðum að kjörinn forseti varð þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs. Stofnun lýðveldisins markaði mikil tímamót í sögu Ísla...

category-iconHeimspeki

Hvað er sannleikur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er sannleikur? Er hann það sem gerðist, hvernig atburðurinn er túlkaður eða hvernig við munum hann?Þessa spurningu má orða á ofurlítið annan hátt en hér er gert: Er sönn lýsing á atburði sú lýsing sem lýsir atburðinum, túlkar hann, eða gerir grein fyrir því hvernig muna...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er G8-hópurinn, hvaða ríki eru í honum og hvert er hlutverk þessa hóps?

G8-hópurinn (e. Group of Eight) er hópur átta stærstu iðnríkja heims; Bandaríkjanna, Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Japan, Bretlands, Kanada og Rússlands auk þess sem Evrópusambandið á fulltrúa í hópnum. Hópurinn er í raun óformlegt samstarf þessara þjóða á ýmsum sviðum sem er haldið gangandi með fundum ráðherra ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða tímatal notuðu menn fyrir Krists burð?

Ýmis tímatöl voru notuð áður en það tímatal sem nú er notað á Vesturlöndum og víðar var tekið upp. Raunar var ekki farið að miða við meint fæðingarár Jesú fyrr en á fyrri hluta 6. aldar. Það var Dionysius Exiguus sem gerði það árið 525 en hann vann þá að því að framlengja töflur yfir tímasetningu páskanna fyrir Jó...

category-iconHugvísindi

Hverjar voru meginástæður vesturferðanna?

Vesturferðir Íslendinga voru mestar á tímabilinu 1870-1914 þegar um 15.000 manns settust að í Norður-Ameríku. Þær voru hluti af stórfelldum þjóðflutningum sem áttu sér stað frá Evrópu til Ameríku en talið er að um 52 milljónir hafi flust yfir hafið frá 1846 til 1914. Ástæður vesturferða Evrópumanna voru margar, sv...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Peter Singer?

Heimspekingar skiptast í grófum dráttum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem skoða heimspekina fyrst og fremst út frá sögu hennar. Ástundun heimspekinnar verður þannig nokkurs konar ritskýring á verkum og hugmyndum annarra heimspekinga. Þegar best lætur minnir hún nokkuð á samræðu þar sem hugmyndir þróast í skoða...

Fleiri niðurstöður