Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 170 svör fundust
Hvernig er hægt "að verða fyrir barðinu á einhverjum" og hvaðan kemur það orðatiltæki?
Orðatiltækið að ‘verða fyrir barðinu á einhverjum’ virðist ekki gamalt í málinu ef marka má söfn Orðabókar Háskólans. Elstu dæmi eru frá fyrri hluta 20. aldar og er merkingin ‘verða fyrir reiði einhvers, fá að kenna á kröftum einhvers’. Orðið barð hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra, sem þekktist þegar í...
Hvað er hrafntinna, hvar finnst hún og í hvað hefur hún verið notuð?
Hrafntinna er svart eða dökklitað gler, yfirleitt með samsetningu rhýólíts (líparít, ljósgrýti) en gler er ókristallað fast efni. Berg og steindir eru yfirleitt því smákornóttari sem þau hafa storknað hraðar. Hrafntinna myndast þannig við frekar hraða kælingu kísilríkrar kviku með lágt gasinnihald. Algengast er...
Hvað merkir orðasambandið 'að vera ekki um hvítt að velkja'?
Spurt var um orðasambandið ekki er um hvítt að velkja, það er ekki hvítt að velkja og það er ekki um hvítt að velkja í útvarpsþáttum Orðabókar Háskólans fyrir nokkrum árum. Það virðist ekki mikið notað en þó bárust nokkur svör sem bentu til að notkunin væri ekki staðbundin. Sögðu svarendur það notað um eitthva...
Hvað þýðir orðið 'blákalt' og hvaðan kemur það?
Orðið blákalt þýðir eiginlega bara kalt en forliðurinn blá- er notaður í herðandi merkingu; það sem er ‘blákalt’ er ennþá kaldara en kalt. Aðrir litaforliðir eru til dæmis ‘svart-’ eins og í orðunum ‘svartnætti’ sem er dimm nótt og ‘svartamarkaður’ þar sem verslað er á ólöglegan hátt eða með óleyfilegar vörur....
Hverjir eru íslensku sauðalitirnir og hversu margir eru þeir?
Íslenskt sauðfé mun hafa komið til Íslands frá Noregi um landnám. Það er náskylt gamla norska stuttrófufénu sem var upprunalega hyrnt en er nú mikið til orðið kollótt vegna ræktunar á kollóttu umfram hyrnt á síðustu áratugum. Sumir af íslensku sauðalitunum finnast í norska stuttrófufénu en litum mun hafa fækkað þe...
Af hverju fæðast sumir rauðhærðir og aðrir ljóshærðir, skolhærðir eða dökkhærðir?
Það eru erfðir sem stýra háralit okkar. Nokkur gen hafa áhrif á húð- og háralit og genin geta komið saman á ýmsa vegu enda er háralitur manna mjög mismunandi. Það er litarefnið melanín sem gefur hárinu lit. Tvö afbrigði eru til af því, faeómelanín (gult, rautt) og eumelanín (dökkbrúnt, svart). Í dökku hári er a...
Af hverju er sandur dökkur á sumum stöðum en ljós á öðrum stöðum?
Mismunandi litir sands má rekja til uppruna hans og efnainnihalds. Í svari Sigurður Steinþórssonar við spurningunni Hvers vegna er fjörusandurinn mismunandi eftir því hvar hann er? kemur fram að í stórum dráttum megi flokka fjörusand við strendur Íslands í fjóra flokka eftir uppruna, það er:Sandur sem hafaldan mol...
Hver er munurinn á skinni og hörundi og hvernig getur manni runnið kalt vatn þar á milli?
Í fornu máli merkir orðið hörund ‘hold’ og er skýrt í orðabók Johans Fritzners, Ordbog over det gamle norske sprog, á þann hátt að átt sé við holdið, eða kjötið, sem liggur milli skinns og beina í mannslíkamanum (1891 II:192). Í nútímamáli merkir hörund ‘skinn, húð’, rétt eins og orðið skinn er notað um ‘húð, feld...
Laðast naut virkilega að rauðu, eru þau ekki litblind?
Jú, það er rétt að naut séu litblind. Þau sjá heiminn þó ekki bara í svart-hvítu, heldur geta þau greint á milli einhverra lita. Til dæmis sjá þau mun á gulum og bláum. Naut sjá hins vegar engan mun á rauðum og grænum lit, eins og menn sem þjást af vissri tegund litblindu. Margir hafa heyrt að nautum sé illa vi...
Hvað getur mannsaugað greint marga liti?
Við höfum birt svokallaðan litaþríhyrning í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað eru litir? Hann á í grundvallaratriðum að geta sýnt alla liti sem við skynjum, einkum þó með fyrirvara um gæði prentunar og slíkt. Á rönd þríhyrningsins eru svokallaðir fullmettaðir litir en þegar hvítt bætist við afme...
Í tölvuleiknum Half-Life er manni stjórnað gegnum tilraunastöð í Nýju-Mexíkó. Er hún virkilega til, þessi stöð?
Nei, hún er ekki til í venjulegum skilningi þeirra orða. Þessi stöð sem kölluð er Black Mesa (Svart borð) í PC-leiknum Half-Life, er ekki til. Í leiknum er augljóslega gefið í skyn að Black Mesa sé sams konar stöð og Area 51, en hér má finna svar Hrannars Baldurssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni E...
Af hverju er vatn glært?
Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur betur á hugtökunum glær og litlaus. Hlutir sem við sjáum í gegnum köllum við glæra eða gegnsæja. Vatn, gler og margar plasttegundir eru dæmi um gegnsæja hluti. Hlutir sem hafa engan lit köllum við litlausa. Rúður, plastpokar og mörg ílát úr plasti ...
Hvaða rannsóknir hefur Arngrímur Vídalín stundað?
Arngrímur Vídalín er íslensku- og bókmenntafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Síðustu ár hefur hann lagt höfuðáherslu á rannsóknir á afmennskun, það er hvernig samfélög búa sér til skrímsli úr þjóðfélagshópum sem það metur sem óæskilega. Doktorsritgerð hans um þetta efni einblíndi á slíka skrímslagerð í...
Af hverju eru spendýr ekki eins litskrúðug og margar aðrar dýrategundir?
Almennt er lítið um litadýrð meðal spendýra, til dæmis eru engin eiginleg græn spendýr til en sá litur finnst hins vegar víða meðal fugla, fiska, skriðdýra og skordýra, eins og fram kemur í svari við spurningunni Eru til græn spendýr? Liturinn á feldi spendýra ræðst af litarefninu melaníni. Það eru til tvö afb...
Gáta: Hversu djúpt í jörðu þarf ungi sæfarinn að grafa til að finna fjársjóðinn?
Verðlaunagáta Vísindavefsins á Vísindavöku 22.09.2006 Svartskeggur skipstjóri var einn alræmdasti sjóræningi í Karíbahafi. Hann þótti einkar óárennilegur, enda fullir tveir metrar á hæð með gróskumikið og svart skegg. Þegar hann dó skildi Svartskeggur eftir sig verðmætan fjársjóð sem sagt var að hann hefði grafið...