Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 938 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Get ég fengið fræðslu um fyrstu þátttöku íslenskra kvenna í stjórnmálum?

Giftar konur í Reykjavík fengu kosningarétt í bæjarstjórnarkosningum árið 1908 og buðu strax fram sérstakan kvennalista í kosningum í febrúar það ár. Listi kvennanna hlaut mjög góðar viðtökur og fjórar konur komust inn í bæjarstjórnina. Konur í Reykjavík buðu síðan fram sérstaka kvennalista allt fram til ársins 19...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hollt að stunda kynlíf?

Kynlíf er heilsusamlegt svo framarlega sem það byggist á eðlilegum samskiptum, er tilfinningalega gefandi, er innan þeirra marka sem einstaklingurinn setur sér og skaðar hann ekki á nokkurn hátt andlega né líkamlega. Að lifa heilbrigðu kynlífi felur í sér að einstaklingurinn finnur fyrir andlegri og líkamlegri ve...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver uppgötvaði frumuna?

Uppgötvanir í vísindum eru oftast ekki gerðar af einum manni eða eru einstakir atburðir heldur eru þær ferli sem taka mismunandi langan tíma. Þannig var það einnig um uppgötvun frumunnar. Hún tengist þróun smásjárinnar og framförum í smásjárrannsóknum. Eftir að tókst að búa til litvísar (akrómatískar) linsur í ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er Teboðshreyfing? Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum í fréttum að undanförnu.

Teboðshreyfingin (e. Tea Party Movement) er heiti á óformlegri grasrótarhreyfingu sem starfar yst á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hreyfingin er gjarnan tengd við Repúblikanaflokkinn þar sem meðlimir hennar hafa helst náð frama í bandarískum stjórnmálum. Hreyfingin á sér hvorki opinbera talsmenn né landsnefndi...

category-iconJarðvísindi

Hvenær gaus Hekla fyrst?

Ekki er vitað hvenær gos hófust í eldstöðvakerfi Heklu, en sögu þess má rekja aftur á ísöld sem móbergshryggi og fell.[1] Á fyrstu árþúsundum eftir ísöld runnu allmörg basalthraun fram á láglendið suðvestan Heklu. Víkingslækjarhraun komst þeirra lengst að jökulöldum Búðaraðar við Gunnarsholt og Ytri-Rangá við Geld...

category-iconSálfræði

Hverjar eru kenningar Eriks H. Eriksons í uppeldis- og sálfræði?

Erik H. Erikson fæddist árið 1902 og dó rúmlega níræður árið 1994. Hann setti fram kenningu um þroska fólks frá vöggu til grafar. Samkvæmt kenningu hans þarf fólk að takast á við ákveðin verkefni á hverju þroskaskeiði. Því betur sem það leysir verkefnin þeim mun betur gengur á næsta þroskaskeiði á eftir. Á hverju ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er spegill á litinn?

Speglun ljóss á fleti gerist með tvennum hætti; stefnubundin eða dreifð. Við stefnubundna speglun (e. spatial reflection) er stefnuhorn speglaðs geisla jafnstórt stefnuhorni innfallsgeisla, sjá mynd 1. Þessi eiginleiki gerir speglinum fært að mynda spegilmynd sem eins konar afrit af fyrirmyndinni. Speglaður ge...

category-iconHagfræði

Hver var David Ricardo og fyrir hvað er hann helst þekktur?

David Ricardo var hagfræðingur og kaupsýslumaður. Hann fæddist í Lundúnum vorið 1772 og dó haustið árið 1823 á sveitasetri sínu. Hann er talinn einn áhrifamestu klassísku hagfræðinganna, ásamt þeim Adam Smith, Thomas Malthus og John Stuart Mill.1 Ricardo var af gyðingaættum. Faðir hans, Abraham Ricardo, flutti...

category-iconHugvísindi

Börðust indjánar í Þrælastríðinu?

Já, þótt merkilegt megi teljast þá gerðu þeir það. Margar orsakir lágu þar að baki. Sumir þjóðflokkar, svo sem frumbyggjar á indjánasvæðunum í Oklahoma (e. the Indian territories), lentu bókstaflega á milli tveggja elda þegar Norður- og Suðurríkin vígbjuggust í kringum þá. Margir töldu að „stríð hvítu mannanna”...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er Loch Ness skrímslið til?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er búið að sanna með óyggjandi hætti að Loch Ness skrímslið sé ekki til? Skrímslið í Loch Ness er svonefnt duldýr (e. cryptid) af óþekktri tegund sem sagt er að búi í stöðuvatninu Ness við bæinn Inverness í Skotlandi. Jafnan er talið að Nessie, líkt og heimamenn kalla d...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða arnartegund er stærst?

Stærstur allra arna er stellars-örninn (Haliaeetus pelagicus, e. Steller's sea-eagle) sem stundum hefur verið kallaður risaörninn. Stærstu kvenfuglarnir vega um 9 kg en karlarnir eru nokkuð minni eins og tíðkast meðal ránfugla, eða um 6 kg. Vænghaf fuglanna er á bilinu 220-250 cm. Stellars-ernir finnast aðe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Felast verðmæti í hvalaskít og gætu Íslendingar selt skítinn?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan daginn, ég biðst fyrirfram afsökunar af undarlegu spurningunni sem fylgir en ég las áhugaverða grein í hollensku blaði um tvo stráka sem fundu hvalaskít og seldu hann í ilmvatnsiðnað. Það var talað um skít frá búrhvölum sem var notaður sem efni í ilmvatn. Ég er að s...

category-iconBókmenntir og listir

Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum?

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þjóðsögur eru yfirleitt ekki byggðar á sönnum atburðum, en engu að síður er hægt að lesa ýmislegt úr slíkum sögum um veruleikann. Þjóðsögum má skipta í ævintýri og sagnir. Ævintýri er löng formúlukennd frásögn sem oft er óbundin stað og tíma og gerist í ímynduðum ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?

Jesús kenndi lærisveinunum bænina Faðir vor, oft kölluð faðirvorið, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Flestir þekkja bænina á okkar ástkæra ylhýra tungumáli: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort dagle...

category-iconHeimspeki

Hver var Ágúst H. Bjarnason og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) var skipaður í embætti prófessors í heimspeki við stofnun Háskóla Íslands árið 1911 og gegndi því embætti í 34 ár. Embættið fól meðal annars í sér kennslu heimspekilegra forspjallsvísinda, sem þá var skyldugrein fyrir alla nemendur Háskólans. Þegar Ágúst lét af störfum árið 1945 var ...

Fleiri niðurstöður