Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 807 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Þórir Jónsson Hraundal stundað?
Þórir Jónsson Hraundal er lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þórir er stúdent frá MH, lauk BA-gráðu í almennum málvísindum frá Háskóla Íslands 1998, og lagði stund á semitísk mál við Háskólann í Salamanca á Spáni. Hann lauk M.Litt.-gráðu við Cambridge-háskóla 20...
Gæti ég fengið að vita það helsta um kolefni?
Kolefni kemur við sögu í öllu okkar daglega lífi. Fæðan sem við neytum inniheldur kolefni, flíspeysurnar okkar eru úr kolefni, við notum kolefni til að knýja bílana okkar, sumir skreyta sig með kolefni, við skrifum með kolefni, notum það til að grilla og það kemur mikið við sögu í hinum svokölluðu gróðurhúsaáhrifu...
Margir segja að ekkert sé ókeypis í heiminum, en er súrefni ekki örugglega ókeypis?
Frasinn „Það er ekki til neitt sem heitir ókeypis hádegisverður“ (e. There ain't no such thing as a free lunch) varð alþekktur í hinum vestræna heimi og víðar þegar samnefnd bók kom út eftir hagfræðinginn Milton Friedman árið 1975. Áður hafði frasinn verið vel kunnur í Bandaríkjunum. Merking frasans er sú að öl...
Getið þið sagt mér hvað faðir Jóns Sigurðsonar og móðir unnu við? Hvar fæddust þau?
Eins og fram kemur í svari Hallgríms Sveinssonar við spurningunni Hver var Jón Sigurðsson? voru foreldrar Jóns Sigurðssonar „forseta“ prestshjón á Hrafnseyri við Arnarfjörð, Þórdís Jónsdóttir húsfreyja og séra Sigurður Jónsson. Á Hrafnseyri fæddist Jón Sigurðsson 17. júní 1811. Lýsingu samtímamanns á þeim hjónum e...
Af hverju?
Þetta er afar mikilvæg spurning, kannski ein af þeim allra mikilvægustu í heiminum! Með henni spyrjum við um orsök en ekki eingöngu um staðreyndir. Hún er þess vegna lykillinn að því sem við köllum skilning og margir telja merkilegra fyrirbæri en þekkingu eða trú. Þannig fer þessi spurning nærri kjarna vísindanna ...
Hver var Gunnar sem majónesið er kennt við?
Gunnar sem Gunnars-majónes er kennt við, hét fullu nafni Gunnar Jónsson. Hann fæddist í Reykjavík 3. september 1920 og lést 6. júlí 1998. Gunnar var búfræðingur að mennt og lauk síðan prófi í viðskipta- og hagfræði frá háskólanum í Minneapolis í Bandaríkjunum. Eftir búfræðinámið á Hvanneyri rak hann meðal annars e...
Af hverju er Ísland í NATO?
Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt af stofnríkjum þess. Aðild Íslands að bandalaginu má einkum rekja til hernaðarlegs mikilvægis Íslands en landfræðileg lega þess var talin mundu henta vel til árása á Bandaríkin eða Sovétríkin ef til átaka kæmi milli þessara stórvelda. Þá ...
Hver var þáttur Steingríms Jónssonar í rafmagnssögu Íslands?
Segja má að Steingrímur Jónsson sé „stóri maðurinn“ í rafvæðingarsögu Íslands á tuttugustu öld. Hann kom til sögunnar um það leyti sem Íslendingar voru að stíga sín fyrstu meiri háttar skref við virkjun náttúruaflanna, vatnsorkunnar og jarðvarmans, en undir hans forystu voru stigin risaskref sem miðuðu að því að k...
Hver var Finnur Jónsson og hvert var framlag hans til norrænna fræða?
Finnur Jónsson prófessor var einn afkastamesti og virtasti fræðimaður á sviði norrænna fræða í upphafi 20. aldar, ekki síst sem útgefandi norrænna miðaldatexta en einnig ritaði hann merk yfirlitsrit um norrænar bókmenntir fyrri alda. Finnur Jónsson (1858-1934).Finnur Jónsson var fæddur á Akureyri 29. maí 1858. ...
Hvers son var Fjalla-Eyvindur og hvers dóttir var Halla?
Eyvindur og Halla voru bæði Jónsbörn. Eyvindur var fæddur árið 1714 í Reykjadalssókn í Árnessýslu. Faðir hans var Jón Jónsson bóndi í Hlíð í Hrunamannahreppi og móðir hans var Ragnheiður Eyvindsdóttir húsfreyja í Hlíð. Hægt er að leita frekari upplýsinga um foreldra Fjalla-Eyvindar í ættfræðigrunninum Íslend...
Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum og hver er saga þeirra? (Fann allt um 500, 1000, 2000, 5000 og 10000 kr. seðlana). Í byrjun árs 1981 varð gjaldmiðilsbreyting á Íslandi og nýir peningaseðlar voru gefnir út. Þetta voru 10, 50, 100 og 500 krónu seðlar. Af þeim er nú að...
Hvaðan er bæjarnafnið Svertingsstaðir upprunnið?
Tveir bæir á Íslandi eru með nafninu Svertingsstaðir, annars vegar bær í Ytri-Torfustaðahreppi í Vestur-Húnavatnssýslu og hins vegar í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Þeir koma ekki fyrir í Landnámabók en bær með því nafni er þar nefndur inn frá Fljótshlíð (= Svertingsvölustaðir) (350-351). Svertingsstaðir í Eyja...
Af hverju kemur svona lítill snjór á Íslandi?
Það eru sjálfsagt ekki allir sammála því að það snjói lítið á Íslandi þó að síðustu vetur hafi vissulega verið óvenju snjóléttir. Til að snjór verði til í háloftunum þarf bæði kulda og raka í loftinu. Einnig skiptir hitastig við jörðu máli þar sem það hefur áhrif á það hvort sá raki sem þéttist í háloftunum sem sn...
Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur?
Í ársbyrjun 2019 eru 180 ár liðin frá því að ný aðferð við að taka ljósmyndir var kynnt fyrir meðlimum frönsku vísindaakademíunnar. Sú aðferð var kennd við Louis-Jacques-Mandé Daguerre (1787-1851) og byggði á því að málmplata var gerð ljósnæm með því að bera á hana joðblöndu. Mynd var síðan tekin á plötuna og hún ...
Hvaðan kemur málshátturinn „Barn er fyrir böli nema drengur sé og sjálfur eigi“?
Algengasta mynd þessa málsháttar er „Böl er, ef barn dreymir, nema sveinbarn sé, og sjálfur eigi.“ Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er í Safni af íslenzkum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson tók saman og gaf út í Kaupmannahöfn 1830. Málshátturinn er einnig tekinn þannig upp í Íslenzku málsháttasafni Finns Jón...