Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 326 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Arngrímur Jónsson lærði?

Hér er ekki rakin saga Ítalíu eða Grikklands, heldur eyjarinnar Íslands, sem öldum saman hefur verið ókunn og fyrirlitin... Ég veit að sumum mun mislíka að ég nota orð og heiti eins og þjóðveldi (respublica), höfðingjaveldi (aristocratia)... um menn og samfélag af svo lágum stigum. Þó vitum vér að þvílík heiti haf...

category-iconHugvísindi

Hvað voru Ný félagsrit?

Tímaritið Ný félagsrit hóf göngu sína í Kaupmannahöfn árið 1841 og var gefið út af „nokkrum Íslendingum“. Í fyrstu forstöðunefnd félagsritanna voru Bjarni Sívertsen (1817-1844), Jón Hjaltalín (1807-1882), Jón Sigurðsson (1811-1879), Oddgeirr Stephensen (1812-1885) og Ólafur Pálsson (1814-1876), en í rauninni bar J...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir Þeista í nafninu Þeistareykir?

Í heild hljóðar spurningin svona:Langar að vita merkingu Þeist eða þeista en þar á ég við hvernig nafnið Þeistareykir er komið til. Nafnið er skrifað „þeistareykia land“ í máldaga Múlakirkju í Auðunarmáldögum 1318 (Ísl. fornbréfasafn II, 434) og er elsta dæmi um jörðina í heimildum. Nafnið er „Þeistar Reyker eð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða 'flanki' er á Flankastöðum?

Flankastaðir eru bær í Miðneshreppi í Gullbringusýslu. Þeir eru nefndir í skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270, skrifað "flankastader", en í afritum bæði "flangastader" og"flantastader". Bæjarnafnið er einnig ritað "flankastader" í skrá um hvalskipti á sama stað og frá sama tíma (Ísl. fornbréfasafn II:7...

category-iconHugvísindi

Hvað er gorgeir í máltækinu að vera haldinn gorgeir?

Ekkert bendir til að gorgeir sé upprunalega mannsnafn. Að minnsta kosti hefur enginn fundist með því nafn í heimildum, fornum eða nýrri. Orðið þekkist að minnsta kosti frá 17. öld og kemur fyrir í íslensk-latneskri orðabók Guðmundar Andréssonar sem kom út í Kaupmannahöfn 1683. Guðmundur skýrði merkinuna með la...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar verk er Vídalínspostilla?

Fyrsta verkið sem kom út eftir Jón biskup Vídalín er oftast kallað Sjöorðabókin og var prentað á Hólum 1716. Þetta rit naut talsverðra vinsælda eins og sjá má af því að það var prentað aftur og aftur. Á sama tíma mun Jón hafa unnið að stærra verki, Húspostillunni, sem hann er frægastur fyrir og hefur seinna gengið...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?

Mógrafir, það er grafir sem myndast við mógröft, eru meðal algengustu fornleifa á Íslandi og sjást oft í mýrlendi. Úr þeim fékkst mór sem var mikilvægt eldsneyti hér á landi allt fram á 20. öld. Grafirnar láta oft lítið yfir sér en eru stórmerkilegar heimildir um eldsneytisnotkun Íslendinga áður fyrr. Flestar mógr...

category-iconVeðurfræði

Af hverju er veðrið í Skandinavíu öðruvísi en á Íslandi?

Upprunalega spurningin var: Af hverju er mildara veður á Íslandi heldur en í Skandinavíu þrátt fyrir að vera bæði undir áhrifum Golfstraumsins? Í þröngri merkingu nær hugtakið „Skandinavía“ aðeins til Noregs og Svíþjóðar, hér að neðan er rýmri merking notuð, látin ná til „Norðurlanda“ án Íslands, Færeyja og Græ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Jakob Benediktsson og hvert var framlag hans til fræðanna?

Jakob Benediktsson, eða Sigurður Jakob eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði 20. júlí árið 1907. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Sigurðardóttir (1878-1974) og Benedikt Sigurðsson, bóndi og söðlasmiður á Fjalli í Sæmundarhlíð (1865-1943). Jakob Benediktsson (1907-1999).Af...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er nostalgía?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað merkir orðið nostalgía og í hvaða samhengi er það notað? Hvaðan er orðið nostalgía upphaflega komið og er til íslenskt orð yfir fyrirbærið? Aðrir spyrjendur eru: Viðar Valdimarsson, Ilmur Gísladóttir og Marteinn Marteinsson. Orðið nostalgía er aðkomuorð í íslensku annað ...

category-iconHugvísindi

Hvenær kemur orðið prjón og sögnin að prjóna fyrst fyrir í íslensku máli eða riti?

Orðið prjón og sögnin að prjóna koma hvorki fyrir sem flettur í fornmálsorðabók Johans Fritzner né í seðlasafni Stofnunar Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn með orðum úr fornu óbundnu máli. Elstu dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um sögnina að prjóna eru frá síðari hluta 16. aldar en dæmin um prjón eru eitthvað yngr...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað var hægt að læra 1918 og hvers konar skólar voru á Íslandi þá?

Allt síðan á 18. öld hafði verið fræðsluskylda á Íslandi, foreldrar verið ábyrgir fyrir því að börn lærðu að lesa og skrifa og fræddust um meginatriði kristindóms. Seint á 19. öld bættist við krafa um reikningskunnáttu. Á 19. öld var líka tekið að stofna barnaskóla á einstökum þéttbýlisstöðum. En í sveitum voru ví...

category-iconHugvísindi

Hvað var tímaritið Eimreiðin gefið út lengi og um hvað fjallaði það?

Tímaritið Eimreiðin kom út í Kaupmannahöfn 1895-1918 og síðan í Reykjavík frá 1918-1975. Valtýr Guðmundsson (1860-1928) stofnaði tímaritið og ritstýrði því til 1918. Í Eimreiðinni voru birtar sögur, ljóð, greinar um bókmenntir og ýmis málefni. Í fyrsta tölublaði Eimreiðarinnar er meðal annars kvæðið „Braut...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið doðrantur sem stundum er notað um þykkar bækur?

Orðið doðrant 'stór og þykk bók' þekkist í málinu allt frá 18. öld. Það kemur meðal annars fyrir í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík sem varðveitt er á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (AM 433 fol.). Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn frá 1734 og fram undir dánardægur Jóns 1779. Flettio...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig eiga menn undir högg að sækja?

Orðtakið að eiga undir högg að sækja kemur ekki fyrir í fornum textum. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í orðatakasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið var út í Kaupmannahöfn 1830. Í þessum bardaga eiga margir undir högg að sækja! Halldór Halldórsson, fyrrum prófessor við Háskóla Íslands, ræðir ...

Fleiri niðurstöður