Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 103 svör fundust
Af hverju kallast fræðigreinin sálfræði þessu nafni?
Sálfræði á sér langa sögu á Vesturlöndum en orðið sálfræði er þó ekki svo ýkja gamalt. Aristóteles skrifaði ritið Um sálina um 350 f.Kr. Sálfræðilegar athuganir er líka að finna í Biblíunni, bæði í Gamla og Nýja testamentinu (Macnamara, 1999) og í ritum Ágústínusar (til dæmis í Játningum hans frá um 400 e.Kr.). Þá...
Hvað eru hugvísindi?
Hugvísindi eru þær greinar fræða og vísinda sem fást við að skýra afurðir menningarinnar, greina þær og miðla þeim. Menning er hvers kyns viðleitni manna til að gæða lífið merkingu. Sú viðleitni er öðrum þræði í því fólgin að nema það sem fyrir ber í allri sinni dýpt og öllum sínum fjölskrúðugu myndum. Öll vísindi...
Hver var Maurice Merleau-Ponty og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Maurice Merleau-Ponty (1908–1961) telst í hópi merkustu heimspekinga Frakka á 20. öld. Hann átti ríkan þátt í því að kynna nýja strauma í þýskri heimspeki fyrir frönsku andans fólki, einkum þó fyrirbærafræði Edmunds Husserl (1859–1938). Heimspeki Merleau-Pontys var alla tíð undir miklum áhrifum frá Husserl en bar...
Getum við munað eftir einhverju sem gerðist í lífi okkar fyrir þriggja ára aldur?
Ólíklegt er að fullorðið fólk muni eftir atburðum sem gerðust fyrir þriggja eða fjögurra ára aldur. Þetta kallast bernskuóminni (e. infantile amnesia, childhood amnesia) og hefur lengi verið þekkt. Á seinni árum hafa bæði hugrænir sálfræðingar (e. cognitive psychologists) og hugfræðingar (e. cognitive scientis...
Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?
Upphaflega hljómaði spurningin svona: Oft hefur verið talað um fimm skynjanir okkar, þ.e. lykt, sjón o.s.frv. En er ekki hægt að tala um jafnvægisskynið sem sjötta skilningarvitið? Eins og spyrjandi bendir réttilega á er hefð fyrir því að tala um að menn hafi fimm skilningarvit, eða sjónskyn, heyrnarskyn, lykta...
Getur fólk sem missir útlim enn fundið fyrir honum þótt hann vanti?
Hægt er að finna fyrir útlim sem fólk hefur misst eða fæðst án og nefnist það að hafa vofuverk eða gerningaverk. Á ensku kallast útlimurinn sem er horfinn 'phantom limb' og á íslensku draugalimur. Draugalimur er nokkuð algengur þar sem um 70% fólks sem missir útlim finnur fyrir honum áfram. Algengast er að fólk fi...
Hvort notar maður frekar hægra eða vinstra heilahvelið við nótnalestur?
Spurningin var svona í heild: Þegar maður les nótur (ég spila t.d. á píanó og les nóturnar þegar ég spila) hvort skynjar maður þær með vinstra eða hægra heilahvelinu? Spurningin er væntanlega sprottin af því að lestur og önnur úrvinnsla tungumáls fer aðallega fram í vinstra heilahveli hjá flestu fólki en tónlist...
Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?
Við fyrstu sýn virðast heilahelmingarnir tveir, vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere), vera nákvæmlega eins. Við nánari athugun kemur þó í ljós að líffærafræðilegur munur er á þeim. Til dæmis er stærðarmunur á einstökum heilastöðvum, þótt hann sé reyndar nokkuð einstaklingsbundinn. Hægra heilahvelið er yfirle...
Hvaða rannsóknir hefur Elmar Geir Unnsteinsson stundað?
Elmar Geir Unnsteinsson er lektor í heimspeki við University College Dublin og fræðimaður við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa verið á sviði heimspeki tungumáls og málvísinda, heimspeki hugar og sögu heimspekinnar á tuttugustu öld. Elmar hefur sérstaklega fengist við spurningar um tengsl máls o...
Hvað getið þið sagt mér um Stephan G. Stephansson?
Ljóðskáldið Stephan G. Stephansson hét upphaflega Stefán Guðmundur Guðmundsson og fæddist árið 1853 á bænum Kirkjuhóli sem er rétt hjá Víðimýri í Skagafirði. Hann bjó við mikla fátækt og fluttist eftir fermingu norður í Þingeyjasýslu þar sem hann gerðist vinnumaður. Hann breytti nafni sínu þegar hann fluttist til ...
Hver var Ludwig Wittgenstein og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Ludwig Wittgenstein fæddist í Vínarborg þann 26. apríl 1889. Hann stundaði nám í vélaverkfræði en fékk áhuga á heimspekilegum undirstöðum stærðfræðinnar og hóf nám í rökfræði hjá Bertrand Russell við Cambridge-háskóla. Í fyrri heimsstyrjöldinni var hann í austurríska hernum en að stríði loknu gaf hann út bókina Tr...
Hvað er frelsi, hve frjáls getur maður verið?
Við segjum ýmist að athafnir séu frjálsar eða ófrjálsar, og tölum þá um athafnafrelsi eða að fólk sé frjálst eða ófrjálst, og tölum þá um persónufrelsi. Þetta tvennt þarf ekki að fara saman. Ófrjálsum manni, til dæmis þræli, getur verið frjálst að gera ýmislegt og frjálsum manni, til dæmis venjulegum íslenskum rík...
Er hægt að tala um frjálsan vilja?
Ég skil spurninguna svo að spyrjandi vilji fá að vita hvað meint sé með tali um frjálsan vilja og hvort slíkt tal sé ef til vill merkingarleysa. Venjulega er orðið frjáls (og nafnorðið frelsi) notað um menn sem ekki eru hindraðir í að fara sínu fram eða gera það sem þeir sjálfir vilja. Frelsi í hversdagslegum...
Hvað er sjónblekking?
Sjónblekking eða sjónvilla er skynvilla þar sem eitthvað sýnist öðruvísi en það er í raun. Sjónvillur byggjast á rangtúlkun sjónkerfisins á raunverulegum áreitum og eru því ólíkar ofsjónum þar sem fólk sér hluti sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Höfundur fjallar meira um ofsjónir og aðrar ofskynjanir í svari ...
Hver var Anaxagóras og hvað er merkilegt sem hann sagði eða gerði?
Anaxagóras (500 – 428 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Klazomenæ í Jóníu í Litlu-Asíu. Hann var auðugur maður en gaf ættingjum sínum eigur sínar og helgaði sig heimspekinni í staðinn. Um miðbik 5. aldar f. Kr. fluttist Anaxagóras til Aþenu þar sem hann bjó og starfaði í um tvo eða þrjá áratugi. Hann ...