Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 166 svör fundust
Hvað er hnjúkaþeyr?
Í stuttu máli er hnjúkaþeyr (einnig skrifað hnúkaþeyr) hlýr og þurr vindur sem blæs af fjöllum. Hnjúkaþeyr getur verið mjög hvass og hviðugjarn en þarf ekki að vera það. Á sumum stöðum í heiminum er hnjúkaþeyr svo algengur að honum hefur verið gefið sérstakt nafn. Í Ölpunum heitir hnjúkaþeyrinn Föhn, í Klettafj...
Hversu líklegt er að það verði hvít jól?
Það er ýmsan fróðleik að finna á heimasíðu Veðurstofunnar sem gaman er að skoða. Meðal annars má þar finna upplýsingar um snjóhulu og snjódýpt í Reykjavík kl. 9 að morgni 25. desember allt frá árinu 1921 til 2008. Á þessu tímabili var 37 sinnum alhvít jörð á jóladag í Reykjavík. Ef aðeins er horft á þessa tölf...
Hvernig myndast jöklar?
Jöklar eru myndaðir úr ís og er eitt megineinkenni þeirra að þeir skríða undan eigin þunga. Jöklar myndast þar sem meiri snjór safnast fyrir að vetri en sumarhlýindi ná að bræða þegar til lengdar lætur. Mörkin milli svæða þar sem snjór safnast og auðra svæða þar sem hann bráðnar og hverfur eru kölluð jöklunarm...
Er hvíthol til?
Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni "Hvað eru hvíthol?" segir: Hvíthol (e. white hole) eru algjörlega ímynduð fyrirbæri, það er reist á tilgátum, og líklegt er að þau séu ekki til í raun og veru. Samkvæmt kenningum eru hvíthol andstæður svarthola og senda frá sér agnir í stað þess að gleypa þær eins og...
Hvað mundi gerast ef klukka væri ekki til?
Klukkur hafa alls ekki alltaf verið til. Áður en þær komu til sögu höfðu menn samt ýmis ráð til að fylgjast nægilega vel með tímanum, miðað við þá lífshætti sem þá tíðkuðust. Það þarf til dæmis ekki klukku til að vakna þegar dagur er risinn eða fara að sofa þegar dimmir. Og ef sumarnóttin er björt má kannski bara ...
Af hverju snjóar?
Eins og kunnugt er snjóar þegar kalt er í veðri. En til þess að snjór verði til í háloftunum þarf annars vegar kulda og hins vegar raka. Hitastig niðri við jörð skiptir einnig máli. Úrkoma myndast við rakaþéttingu í skýjum en þegar neðar dregur fer það eftir hitastigi hvort úrkoman falli í formi rigningar, slyddu ...
Af hverju er snjórinn hvítur?
Sýnilegt ljós spannar öldulengdarbilið 400 - 700 nanometrar (nm: nanómetri er einn milljónasti hluti úr millimetra). Geislun á stystu öldulengdunum skynjum við sem blátt ljós, þá tekur við grænt og gult og á þeim lengstu sem rautt ljós. Blöndu af geislun á öllum öldulengdum í álíka styrk skynjum við sem hvítt ljó...
Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?
Stærstu jöklar á Íslandi eru á miðju og sunnanverðu landinu vegna þess að þar fellur meiri snjór en nær að bráðna á sumrin. Rakir vindar á leið yfir Norður-Atlantshaf lyfta upp lofti á leið yfir Ísland. Loftið kólnar og rakinn í því þéttist og verður að vatnsdropum og ískristöllum sem falla til jarðar. Snjór fellu...
Hverjar yrðu afleiðingar hitafarslækkunar sem nemur 5°C á Íslandi?
Ef 5 gráðu hitafarslækkun skilaði sér jafnt á öllum árstímum og hitafall með hæð yrði ekki ólíkt því sem nú er mætti fá nokkra hugmynd um hvernig umhorfs væri á láglendi á Íslandi með því að líta til landsvæða sem eru í um 800 metra hæð yfir sjó. Í þeirri hæð er harla lítill gróður, snjór þekur jörð allan veturinn...
Er hægt að hugsa til enda að eitthvað sé endalaust?
Við skulum ganga að því sem vísu að eitthvað geti verið endalaust. Sem dæmi má nefna náttúrulegu tölurnar, það er að segja rununa:1, 2, 3, ...Að vísu getum við ekki skrifað þessa runu niður, vegna þess að við getum ekki skrifað niður nema endanlega mörg tákn, en það breytir því ekki að runan er til. Annað dæmi um ...
Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?
Við skulum fyrst athuga hvað ræður hvíta lit snjósins. Snjór er samsettur úr örsmáum ískristöllum. Þeir endurspegla með dreifðu endurkasti nær allt ljós sem á þá fellur. En endurkastið ræður einmitt lit snjósins. Snjórinn verður þannig hvítur vegna þess að hvíta ljósið er blanda af öllum litum litrófsins. Myndi sn...
Af hverju er snjórinn hvítur?
Þegar hvítt ljós, eins og sólarljósið, fellur á hlut drekkur hann í sig hluta ljóssins en endurkastar hinu og það er endurkastið sem ræður lit hlutarins. Til dæmis er grasið grænt vegna þess að það endurkastar græna hluta ljóssins en drekkur aðra hluta þess í sig. Snjórinn drekkur ekki í sig ljósið heldur endu...
Af hverju er jökull á Grænlandi?
Ísöld hófst fyrir um 2,7 milljón árum síðan, en þá hafði norðurhvel jarðar verið íslaust í meir en 500 milljón ár. Hvers vegna myndaðist þá þessi mikli jökull á Grænlandi? Var það eingöngu vegna þess að það tók að kólna, eða voru einhverjir aðrir þættir að verki? Það voru þrír þættir, sem virkuðu allir saman t...
Hvernig hefur hitastig á jörðinni breyst síðastliðin hundrað ár?
Loft og haf á jörðinni er nú um 1°C hlýrra en fyrir hundrað árum. Á sama tíma hefur hlýnað enn meira á Íslandi eða um 1,5°C. Helmingur hlýnunarinnar hefur orðið á síðastliðnum þrjátíu árum. Mörgæsir geta ekki flogið en synda vel og vilja frekar lifa á sjávardýrum í Suður-Íshafinu en mjólkurís. Heimskautasvæ...
Móðir mín sagði að nafn mitt, Hrafn, væri fengið úr orðatiltækinu 'Guð launar fyrir hrafninn'. Hver er merking þess?
Orðasambandið 'Guð launar/borgar fyrir hrafninn' er sagt um eða við þann sem gerir öðrum greiða, gerir eitthvað fyrir einhvern. Hrafnar hafa þann sið að halda þing á haustin, svokallað hrafnaþing, og skipta sér niður á bæi yfir veturinn, tveir og tveir saman. Þeir leita á náðir manna þegar hart er í ári og snj...