Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 125 svör fundust
Er það satt að maður veikist frekar í kulda en þegar heitt er?
Heilbrigt fólk sem klæðir sig vel er ekki í sérstakri hættu í köldu veðri. Undirstúka í heila stjórnar viðbrögðum við hitabreytingum og miðar að því að halda helstu líffærum gangandi. Aldur, líkamsástand og undirliggjandi sjúkdómar hafa áhrif á það hvernig fólk bregst við kulda. Helstu viðbrögð líkamans við kulda ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Þórarinn Guðjónsson rannsakað?
Þórarinn Guðjónsson er prófessor í vefjafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Þórarins fjalla um stofnfrumur og hlutverk þeirra í vefja- og líffæramyndun og tengsl stofnfruma við sjúkdóma á borð við krabbamein og bandvefsmyndun. Áherslur Þórarins eru fyrst og fremst á vefjastofnfrumur í brjóstkirtli og ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jóhanna Einarsdóttir rannsakað?
Jóhanna Einarsdóttir er prófessor í menntunarfræðum ungra barna og forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Jóhanna er brautryðjandi í rannsóknum á menntunarfræðum ungra barna á Íslandi. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að samfellu í námi barna, gildum í leikskólastarfi og sjónarmiðum barna. Ranns...
Hvað hefur vísindamaðurinn Martha Ásdís Hjálmarsdóttir rannsakað?
Martha Á. Hjálmarsdóttir er lektor og námsbrautarstjóri í námsbraut í lífeindafræði við Háskóla Íslands og fræðslustjóri á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Martha lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, prófi í lífeindafræði frá Tækniskóla Íslands og BS-prófi frá sama skóla strax og nám í lífeind...
Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jakobsson rannsakað?
Páll Jakobsson er prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur verið viðriðinn fjölmörg rannsóknarverkefni sem flest snúa að svokölluðum gammablossum, en þeir eru björtustu og orkumestu sprengingar í alheimi, tengdar þyngdarhruni massamestu stjarnanna og eru blossarnir sýnilegir úr órafjarlægð. Ein...
Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Reynisdóttir rannsakað?
Inga Reynisdóttir starfar á meinafræðideild Landspítala þar sem hún er ábyrgðarmaður skyldleikarannsókna og stundar jafnframt vísindarannsóknir á brjóstakrabbameini. Inga er einnig klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Vísindarannsóknir Ingu og samstarfaðila hennar beinast einkum að því að skilgre...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hrafn Loftsson rannsakað?
Hrafn Loftsson er dósent í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík (HR) og meðlimur í Gervigreindarsetri og Mál- og raddtæknistofu HR. Rannsóknir Hrafns eru á sviði máltækni sem er rannsóknar- og þróunarsvið hvers markmið er að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirr...
Hvað hefur vísindamaðurinn Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson rannsakað?
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson er lektor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði lífrænnar efnafræði og hafa aðallega tengst efnasmíðum fjölliða með áhugaverðum uppbyggingum sem og lyfjatengdri efnafræði. Þéttsetnar burstafjölliður hafa aðalkeðju með ágræddar hliðarkeðjur. ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ása L. Aradóttir rannsakað?
Ása L. Aradóttir er prófessor við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa flestar að landgræðslu og þá einkum leiðum til að endurheimta hnignandi og skemmd vistkerfi. Á síðari árum hefur hún einnig beint sjónum sínum að náttúru og líffræðilegri fjölbreytni í þéttbýli. End...
Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Melsted rannsakað?
Páll Melsted er prófessor í tölvunarfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Páls snúast um þróun aðferða á sviði lífupplýsingafræði, sér í lagi til að vinna úr miklu magni af raðgreiningargögnum. Með nýrri raðgreiningartækni er hægt að lesa mun meira af DNA-...
Hvað hefur vísindamaðurinn Snædís H. Björnsdóttir rannsakað?
Snædís H. Björnsdóttir er dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún stundar rannsóknir á sviði örverufræði og sameindalíffræði og hafa þær einkum beinst að örverum frá íslenskum jarðhitasvæðum. Örverur finnast nánast alls staðar á jörðinni, meðal annars í heitum, súrum og jafnvel sjóðandi h...
Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Marteinsdóttir rannsakað?
Bryndís Marteinsdóttir er verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Rannsóknir hennar eru á sviði plöntuvistfræði og snúa einkum að uppbyggingu plöntusamfélaga og áhrifum mismunandi þátta á þurrlendisvistkerfi. Bryndís hefur stundað rannsóknir í samstarfi við erlenda og innlenda vísindamenn. Hér má nefna rannsók...
Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór Björnsson rannsakað?
Halldór Björnsson er haf- og veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á sviði veðurfræði, veðurfarsfræði, haffræði, hafísfræði og loftslagskerfisfræði. Síðasttalda greinin skoðar samspil ólíkra þátta loftslagskerfisins, svo sem hafs, hafíss og lofthjúps og hefur Halldór beitt aðferðum ...
Hvaða rannsóknir hefur Ásta Bryndís Schram stundað?
Ásta Bryndís Schram er lektor og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands auk þess sem hún starfar við kennsluráðgjöf hjá Kennslumiðstöð. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum er áhugahvöt (e. motivation), sjálfsmynd (e. identity), samsömun (e. identification), og samspil þessara þátta við k...
Hvernig mynduðust Vatnsdalshólar?
Í byrjun síðustu aldar kom Þorvaldur Thoroddsen fram með hugmyndir um myndun Vatnsdalshóla, yst í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Taldi hann að hólarnir væru af jökulrænum uppruna og hefðu myndast við það að skriða féll á jökul sem svo bar efnið fram og myndaði jökulgarða þar sem nú eru Vatnsdalshólar. Á fj...