Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Ásta Bryndís Schram stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ásta Bryndís Schram er lektor og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands auk þess sem hún starfar við kennsluráðgjöf hjá Kennslumiðstöð. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum er áhugahvöt (e. motivation), sjálfsmynd (e. identity), samsömun (e. identification), og samspil þessara þátta við kennsluaðferðir. Rannsóknir á aðferðum er snerta uppbyggingu stuðnings við kennsluþróun og starfsþróun kennara eru henni einnig hugleiknar.

Rannsóknir Ástu og samstarfsmanna hennar hafa sýnt að það skiptir miklu máli að ákveðnir þættir séu til staðar í kennsluumhverfinu til að efla virkni og áhugahvöt nemenda. Ásta er í samstarfi við prófessor í Virginia Tech, Bandaríkjunum, sem hefur hannað líkan sem byggir á fimm þáttum sem hafa sterk tengsl við áhugahvöt, nefnilega valdefling (e. empowerment), gagnsemi (e. usefulness), góður árangur (e. success), áhugi (e. interest), og umhyggja (e. caring). Þau hafa ásamt samstarfsfólki sínu sýnt fram á að séu þessir þættir til staðar, þá er áhugahvöt nemenda sterk. Ásta skoðar nú áhugahvöt, námsupplifun, og námsástundun nemenda í deildum HVS.

Meginviðfangsefni Ástu í rannsóknum er áhugahvöt (e. motivation), sjálfsmynd (e. identity), samsömun (e. identification), og samspil þessara þátta við kennsluaðferðir.

Auk þessara rannsókna er Ásta aðalleiðbeinandi doktorsnema í verkefni er snýr að starfsþróun kennara, meðal annars þörf þeirra á frekari þjálfun á ákveðnum sviðum, notkun þeirra á hvetjandi kennsluaðferðum og trú þeirra á að þær skili árangri, áhugahvöt kennara og samsömun þeirra að kennarastarfinu. Einnig hafa tengsl kennara við viðkomandi deild og tegund endurgjafar til kennara verið til rannsóknar. Niðurstöður fastráðinna kennara og stundakennara hafa verið bornar saman og eru niðurstöður ákaflega áhugaverðar.

Ásta hefur skoðað kosti blandaðrar aðferðafræði (e. mixed methods) og skrifað greinar þar að lútandi. Hún hefur auk þess skrifað fjölda greina með samstarfsfólki sínu um þau málefni sem hér hefur verið minnst á, meðal annars fyrir The International Journal of Science Education, Medical Education og BMC Education. Heimasíðu Ástu má finna hér.

Ásta lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978 og BS-námi frá Háskólanum í Oregon árið 1981. Hún lauk námi til kennsluréttinda frá Háskólanum á Aukreyri árið 2002 og kenndi áfram um nokkurra ára skeið við grunn- og framhaldsskóla ýmsar námsgreinar, meðal annars félagsgreinar, tungumál og tónlist, en Ásta hafði stundað tónlistarnám með öðru námi og ávallt verið virk í kórsöng. Árið 2007 lauk Ásta meistaraprófi í stjórnun menntastofnana frá Háskólanum á Akureyri og starfaði í framhaldi af því sem aðstoðarskólastjóri. Síðan lá leið hennar til Virginu í Bandaríkjunum, en þar lauk hún doktorsprófi í námssálarfræði (e. Educational Psychology) frá Virginia Polytechnic Institute and State University (Virgina Tech) árið 2015. Í byrjun árs 2016 var Ásta ráðin sem lektor og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið HÍ og hefur starfað þar síðan.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

27.1.2020

Síðast uppfært

30.1.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ásta Bryndís Schram stundað?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78474.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2020, 27. janúar). Hvaða rannsóknir hefur Ásta Bryndís Schram stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78474

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ásta Bryndís Schram stundað?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78474>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ásta Bryndís Schram stundað?
Ásta Bryndís Schram er lektor og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands auk þess sem hún starfar við kennsluráðgjöf hjá Kennslumiðstöð. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum er áhugahvöt (e. motivation), sjálfsmynd (e. identity), samsömun (e. identification), og samspil þessara þátta við kennsluaðferðir. Rannsóknir á aðferðum er snerta uppbyggingu stuðnings við kennsluþróun og starfsþróun kennara eru henni einnig hugleiknar.

Rannsóknir Ástu og samstarfsmanna hennar hafa sýnt að það skiptir miklu máli að ákveðnir þættir séu til staðar í kennsluumhverfinu til að efla virkni og áhugahvöt nemenda. Ásta er í samstarfi við prófessor í Virginia Tech, Bandaríkjunum, sem hefur hannað líkan sem byggir á fimm þáttum sem hafa sterk tengsl við áhugahvöt, nefnilega valdefling (e. empowerment), gagnsemi (e. usefulness), góður árangur (e. success), áhugi (e. interest), og umhyggja (e. caring). Þau hafa ásamt samstarfsfólki sínu sýnt fram á að séu þessir þættir til staðar, þá er áhugahvöt nemenda sterk. Ásta skoðar nú áhugahvöt, námsupplifun, og námsástundun nemenda í deildum HVS.

Meginviðfangsefni Ástu í rannsóknum er áhugahvöt (e. motivation), sjálfsmynd (e. identity), samsömun (e. identification), og samspil þessara þátta við kennsluaðferðir.

Auk þessara rannsókna er Ásta aðalleiðbeinandi doktorsnema í verkefni er snýr að starfsþróun kennara, meðal annars þörf þeirra á frekari þjálfun á ákveðnum sviðum, notkun þeirra á hvetjandi kennsluaðferðum og trú þeirra á að þær skili árangri, áhugahvöt kennara og samsömun þeirra að kennarastarfinu. Einnig hafa tengsl kennara við viðkomandi deild og tegund endurgjafar til kennara verið til rannsóknar. Niðurstöður fastráðinna kennara og stundakennara hafa verið bornar saman og eru niðurstöður ákaflega áhugaverðar.

Ásta hefur skoðað kosti blandaðrar aðferðafræði (e. mixed methods) og skrifað greinar þar að lútandi. Hún hefur auk þess skrifað fjölda greina með samstarfsfólki sínu um þau málefni sem hér hefur verið minnst á, meðal annars fyrir The International Journal of Science Education, Medical Education og BMC Education. Heimasíðu Ástu má finna hér.

Ásta lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978 og BS-námi frá Háskólanum í Oregon árið 1981. Hún lauk námi til kennsluréttinda frá Háskólanum á Aukreyri árið 2002 og kenndi áfram um nokkurra ára skeið við grunn- og framhaldsskóla ýmsar námsgreinar, meðal annars félagsgreinar, tungumál og tónlist, en Ásta hafði stundað tónlistarnám með öðru námi og ávallt verið virk í kórsöng. Árið 2007 lauk Ásta meistaraprófi í stjórnun menntastofnana frá Háskólanum á Akureyri og starfaði í framhaldi af því sem aðstoðarskólastjóri. Síðan lá leið hennar til Virginu í Bandaríkjunum, en þar lauk hún doktorsprófi í námssálarfræði (e. Educational Psychology) frá Virginia Polytechnic Institute and State University (Virgina Tech) árið 2015. Í byrjun árs 2016 var Ásta ráðin sem lektor og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið HÍ og hefur starfað þar síðan.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.
...