Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2934 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast jökulár og af hverju eru þær svona á litinn?

Jökulár eiga upptök sín í jöklum, eins og nafnið bendir til, og oftast má líta á þessar ár sem framlengingu skriðjökla sem frá meginjöklum falla. Jöklarnir eru eins konar forðabúr fyrir vatn – þegar veðurfar er kalt safna þeir vatni í formi íss, en við hlýnandi veðurfar rýrna þeir; meiri ís bráðnar á sumri en svar...

category-iconHugvísindi

Er munur á orðunum sólhvörf og sólstöður eða merkja þau það sama?

Kvenkynsorðið sólstöður þekkist þegar í fornu máli og sama er að segja um hvorugkynsorðið sólhvörf í sömu merkingu. Í ritinu Stjórn, gamalli biblíuþýðingu frá 14. öld, segir til dæmis um sólstöður: sólin gengr þann tíma upp ok aukast hennar gangr eptir þá sólstöðuna sem á vetrinn verðr, en þeir sem Arabiam byggja...

category-iconDagatal íslenskra vísindamanna

Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður H. Þorvaldsdóttir stundað?

Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, var sagn- og kynjafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni og sérfræðingur hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Hún vann að fjölbreyttum rannsóknarverkefnum, sem flest snérust með einum eða öðrum hætti um jafnrétti í víðum skilningi, kynjaða menningu og ky...

category-iconStærðfræði

Hver eru elstu handrit að Frumþáttum Evklíðs og hefur verkið varðveist í heild sinni í upprunalegri mynd?

Elstu handritin sem geyma rit Evklíðs, Frumþætti (Elementa, Σστοιχεῖα) á frummálinu, það er að segja á forngrísku, eru frá 9. og 10. öld. Það eru handritin Codex Bodleianus Doruillianus X (oft táknað með bókstafnum B) sem er frá 9. öld og síðan Codex Vaticanus Graecus ...

category-iconHugvísindi

Hverjir eru 10 merkilegustu atburðir Íslandssögunnar á 20. öld?

Á Vísindavefnum er svar mitt við spurningu um hvaða ár var merkilegast í sögu Íslands. Þar reyni ég að útskýra hvers vegna spurningum um hvað var merkilegt í sögunni verður ekki svarað á einfaldan vísindalegan hátt. Þar kemur til mat hvers og eins á því hvað sé merkilegt í mannlífinu yfirleitt. Þeir sem meta efnah...

category-iconBókmenntir og listir

Voru einhverjar konur að semja tónlist á 17. öld?

Það þótti sæma konum fyrr á öldum að kunna sitthvað fyrir sér í tónlist, en ætíð innan ákveðinna marka. Í karllægum heimi fengu þær yfirleitt litla hvatningu til tónsmíða eða annarra skapandi starfa. Þó tókst nokkrum ítölskum kventónskáldum að sinna hugðarefnum sínum á fyrri hluta 17. aldar og nutu þær virðingar f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er minnsta dýr Íslands?

Ég geri ráð fyrir að hér sé átt við spendýr. Á Íslandi var aðeins eitt landspendýr þegar menn námu hér land fyrir rúmum 1100 árum. Það var tófan (Alopex lagopus). Talið er að strax á fyrstu áratugum Íslandsbyggðar hafi tvær tegundir nagdýra borist hingað með mönnum frá Noregi og/eða skosku eyjunum. Þetta voru haga...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er fiskeldi?

Fiskeldi, stundum kallað sjávardýraeldi er hvers kyns ræktun á sjávar og ferskvatns dýrum. Ræktun sjávardýra á borð við karpa á sér mjög langa sögu. Forn kínversk handrit sem talin hafa verið skrifuð á 5 öld f.Kr. sýna fram á að Kínverjar hafi ræktað vatnakarpa víða við austurströnd Kína. Mun eldri heimildir e...

category-iconVísindi almennt

Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla og langar til að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall?

Sæl, nemendur í Hólabrekkuskóla. Langlífi hefur löngum heillað mannfólkið og þá einkum ástæður þess. Hægt er að lesa meira um það í svarinu Hvers vegna geta sumir reykt tóbak í 70-80 ár án þess að það hafi sýnileg áhrif til heilsubrests á þá? Þegar þetta er skrifað er bandaríska konan Besse Cooper elsta nú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir mánaðarheitið mörsugur?

Mörsugur er þriðji mánuður vetrar samkvæmt gömlu misseratali. Hann hefst miðvikudaginn í níundu viku vetrar á tímabilinu 21.-27. desember. Honum líkur á miðnætti fimmtudaginn í þrettándu viku vetrar á tímabilinu 19.-26. janúar. Þá tekur þorrinn við. Mánaðarheitið mörsugur er nefnt í svokallaðri Bókarbót sem er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er harðbakki þegar í harðbakkann slær?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er bókstaflega merking harðbakkans sem stundum slær í? (Þegar í harðbakkann slær). Nafnorðið harðbakki er notað um dimman skýjabakka sem bendir til að illviðri sé í nánd. Orðið virðist þó fyrst og fremst notað í sambandinu þegar (eða ef) í harðbakkann slær ‘þegar ...

category-iconBókmenntir og listir

Finnast þjóðsögur í öllum löndum?

Til að svara þessari spurningu verður eiginlega að byrja á því að skilgreina hvað þjóðsaga er. Reyndar ber spurningin með sér að sú sem spyr viti hvað þjóðsögur eru en best er að vera viss um að spyrjandinn, sú sem svarar og þau sem lesa svarið séu öll að tala um sama hlutinn. Innan hugtaksins þjóðsögur má seg...

category-iconLandafræði

Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010?

Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni í framtíðinni. Slíkar spár eru nauðsynlegar til dæmis til þess að í tíma sé hægt að leita lausna við þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun, svo sem nýtingu...

category-iconLandafræði

Hvað getið þið sagt mér um Jan Mayen?

Jan Mayen er lítil eyja um 600 km norðaustur af Íslandi, 500 km austur af Grænlandi og um 1000 km í vestur frá Noregi. Eyjan er aflöng, um 55 km löng frá suðvestri til norðausturs og er flatarmál hennar um 373 km2. Jan Mayen skiptist í tvennt og eru hlutarnir tengdir saman með mjóu eiði. Norðaustur hlutinn kallast...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver voru áhrif hvalveiða á íslenskt samfélag á 19. öld?

Hvalveiðar voru stundaðar frá Íslandi frá því á miðöldum, og á 17. öld sóttu útlendingar mikið til veiða hér, einkum Baskar frá Spáni og Frakkar. Eftir það dró smám saman úr þessum veiðum, og fram eftir 19. öld var sáralítið um hvalveiði, aðeins nýttir hvalir sem rak stundum á land. En á síðustu áratugum aldarinna...

Fleiri niðurstöður