Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 142 svör fundust
Hvar finn ég ljóð eða aðra texta á esperantó til að lesa?
Pólski augnlæknirinn Ludwik Lejzer Zamenhof (1859-1917) bjó til tungumálið esperantó árið 1887. Það átti að verða hlutlaust alþjóðamál sem þjóðir heims gætu sameinast um að nota í samskiptum. Hægt er að lesa meira um esperantó í svari Steinþórs Sigurðssonar við spurningunni Hvenær var esperanto búið til og hvað er...
Hvernig í ósköpunum hefur Mongólía getað haldið landamærum í öll þessi ár á móti Rússlandi í norðri og Kína í suðri?
Hér er átt við það landsvæði sem myndar nú ríkið Mongólíu. En Mongólíu er – og einkum var – að finna á miklu stærra svæði. Núverandi Mongólía hét í upphafi Ytri Mongólía. Hún kom undir vernd Rússakeisara seint á 19. öld. Fyrir sunnan og austan Ytri Mongólíu er Innri Mongólía sem hélt áfram að njóta verndar keisara...
Hver er útgefandi bókarinnar Róbinson Krúsó?
Fáar bækur hafa verið gefnar út oftar en sagan af Róbinson Krúsó eftir Englendinginn Daniel Defoe (1660-1731). Ein heimild telur að við lok 19. aldar, tæpum 200 árum eftir að sagan kom fyrst út, hafi verið til rúmlega 700 útgáfur af Róbinson Krúsó. Síðan þá hafa margfalt fleiri útgáfur af bókinni komið út og ómögu...
Af hverju er mæðradagur til?
Hinn alþjóðlegi mæðradagur er upprunninn í Bandaríkjunum snemma á 20. öld. Bandarísk kona sem hét Anna M. Jarvis missti móður sína 9. maí árið 1905. Hún minntist hennar á næstu árum og skrifaði þúsundir bréfa til áhrifamanna í Bandaríkjunum árið 1908, þar sem hún hvatti til þess að annar sunnudagur í maí yrði helg...
Hvenær lauk fyrri heimsstyröldinni?
Heimsstyrjöldinni fyrri lauk formlega þegar vopnahlé tók gildi á vesturvígstöðvunum kl. 11:00 mánudagsmorguninn 11. nóvember 1918. Fulltrúar Þýskalands höfðu undirritað vopnahlésskilmála bandamanna í járnbrautarvagni í Compiégne-skógi í Norður-Frakklandi klukkan 5:10 að morgni þessa dags. Talið er að nær þrjú þúsu...
Hver var fyrsti forseti Íslands?
Fyrsti forseti lýðveldisins var Sveinn Björnsson (1881-1952), sem var kjörinn 17. júní 1944 og sat til dánardægurs 1952. Annar forseti Íslands var Ásgeir Ásgeirsson (1894-1972) sem sat í 16 ár, frá 1952—1968. Sveinn Björnsson var fyrsti forseti lýðveldisins. Árið 1968 varð Kristján Eldjárn forseti (1917-...
Hver fann upp rennilásinn og hvernig verkar hann?
Árið 1891 fann Whitcomp L. Judson upp fyrstu gerðina af rennilás og var hann kallaður Clasp locker. En árið 1913 fann Gideon Sundback hins vegar upp rennilásinn eins og við þekkjum hann og fékk á honum einkaleyfi 1917. Hann var kallaður separable fastener. Seinna ákvað fyrirtækið Goodrich Co. að prófa rennilásinn...
Hver er opinber skilgreining á líftækni?
Athugasemd ritstjórnar: OECD hefur nú samþykkt tölfræðilega skilgreiningu á líftækni. Nánar má lesa um skilgreininguna á heimasíðu OECD. Ekki mun vera til nein opinber skilgreining á orðinu líftækni en viss hugtök sem tengjast líftækninni hafa þó verið skilgreind í lögum um erfðabreyttar lífverur frá árinu ...
Hvað eru náttúruhamfarir?
Í mæltu máli eru náttúruhamfarir óviðráðanlegir stóratburðir í náttúrunni, helst þeir sem valda tjóni eða mannsköðum. Samkvæmt Orðabók Háskólans kemur orðið fyrst fyrir snemma á 20. öld, hjá rithöfundinum Guðmundi Kamban. Eitt dæmi um orðið í Orðabókinni er: „Hlutverk Almennu deildarinnar er að bæta meiri háttar t...
Hvað getur þú sagt mér um Álandseyjar?
Álandseyjar samanstanda af um það bil 6.700 eyjum og skerjum í hafinu á milli Finnlands og Svíþjóðar, á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns. Um það bil 60 eyjar eru í byggð. Stærstu eyjarnar eru Fasta Áland, Föglö, Degerö, Vårdö, Kumlinge og Kökar. Álandseyjar eru sjálfstjórnarsvæði innan Finnlands. Það þýðir ...
Hvaðan er íshokkí upprunnið?
Löngum var talið að íshokkí (eða ísknattleikur) hefði þróast úr ensku hokkí og svonefndum lacrosse-knattleik indíana, og að breskir hermenn hefðu breitt það út um Kanada um miðja 19. öld. En nýlegar rannsóknir benda til þess að upprunann megi rekja til eldri knattleiks sem Micmac-indíanar stunduðu snemma á 19. öld...
Hvað er verkfall og hver er saga verkfallsréttar í heiminum?
Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Hvenær fóru Íslendingar fyrst í verkfall? Og hvenær fóru opinberir starfsmenn fyrst í verkfall? Hvenær urðu verkföll fyrst lögleg og með hvaða hætti? Hvað er verkfall? Hver er munurinn á verkfalli og verkbanni? Verkfall eða vinnustöðvun verður þega...
Er það rétt að allir forsetar Bandaríkjanna sem hafa verið kjörnir á ártali sem endar á núll hafa látist í embætti?
Af átta forsetum Bandaríkjanna sem látist hafa í embætti tók meirihluti þeirra við embættinu á ártali sem endar á núlli. Hins vegar flækir það málið aðeins að sumir þeirra gegndu forsetaembættinu í meira en eitt kjörtímabil og létust á því kjörtímabili sem byrjaði ekki á ártali sem endar á núlli. Fimm forsetann...
Hver voru helstu málin í verkalýðsbaráttu á Íslandi 1918?
Árið 1918, þegar Ísland varð fullvalda, var íslensk verkalýðshreyfing enn ung að árum. Fyrstu verkalýðsfélögin voru stofnuð undir lok 19. aldar en sum þeirra entust stutt. Önnur komu þó í kjölfarið og smám saman efldist hreyfingin. Tveimur árum fyrir fullveldið var Alþýðusamband Íslands stofnað af nokkrum félögum ...
Hvað getur þú sagt mér um finnsku borgarastyrjöldina 1918?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918? þá var mjög viðkvæmt ástand í Finnlandi í byrjun árs 1918. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Efnahagsástand var erfitt, fyrri heimsstyrjöldin hafði klippt á viðskiptasambönd Finnlands til vesturs og rússneska bylting...