Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3143 svör fundust
Hvað er átt við með leiðni í ám?
Með leiðni er hér átt við rafleiðni, það er að segja mælikvarða á það hversu vel efni leiðir rafstraum. Leiðni efnis má til dæmis finna með því að setja tvö rafskaut í efnið með tiltekinni fjarlægð, hafa tiltekna spennu milli þeirra og mæla strauminn. Leiðni vatns segir til um styrk uppleystra rafhlaðinna efna ...
Eru líkur á að eldgos eða jarðhræringar valdi stórtjóni á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum?
Byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er að segja svæði sem afmarkast af Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ, er öll utan eiginlegra eldgosasvæða. Hins vegar er stutt í þessi svæði og eru þau helstu Bláfjöll-Hengill og svo Trölladyngja-Brennisteinsfjöll. Síðustu eldgos á þessum svæðum urðu á tímabili...
Af hverju þykja tölurnar 7, 9 og 13 sérstaklega kynngimagnaðar?
Sumar tölur þykja sérstaklega magnaðar. Tölurnar þrjár, sjö, níu og þrettán, eru sérstaklega magnaðar tölur í þjóðtrúnni og því ekki tilviljun að þær eru til að mynda þuldar upp þegar bankað er í við. Lesa má meira um þennan sið í svari sama höfundar við spurningunni Hvaðan kemur hjátrúin að banka í við? Í r...
Hvað er sólin stór?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Jóhanns Páls: Hvert er rúmmál sólarinnar? Sólin okkar er mjög dæmigerð stjarna að stærð og gerð, og er hún eins og aðrar stjörnur gríðarstór. Massi hennar er næstum þúsund sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, tungla, smástirna, halastjarna og annar...
Hver var Pandóra, og hver er sagan á bak við öskjuna hennar?
Samkvæmt grískri goðafræði var Pandóra fyrsta konan á jörðinni. Guðirnir höfðu falið bræðrunum Epimeþeifi (nafnið þýðir eftirsjá) og Prómeþeifi (“forsjálni”) að fylla jörðina lífi. Epimeþeifur byrjaði á að skapa dýrin og gaf þeim ýmsa eiginleika, styrk, hraða og klókindi, og feld og fjaðrir til að verja sig með...
Hvað deyja margir Íslendingar árlega?
Árið 2008 dóu 1.987 Íslendingar en undanfarin tíu ára hafa um 1.900 Íslendingar dáið á ári hverju. Árið 2008 fæddust hér á landi 4.835 einstaklingar svo það ár fjölgaði Íslendingum um 2.848. Fjölgun af þessu tagi sem tengist ekki fólksflutningum er kölluð náttúruleg fjölgun. Árið 2008 fæddust 2.470 drengir og 2...
Af hverju er Satúrnus með hringi?
Hér er einnig svarað spurningu Bjarna Gunnarssonar:Hvað eru "hringir Satúrnusar" og hvað er svona merkilegt við þá?Hringir Satúrnusar eru vitaskuld helsta einkenni þessarar mikilfenglegu reikistjörnu. Þeir sáust fyrst árið 1610 þegar ítalski stjörnufræðingurinn Galíleó beindi sjónauka sínum í átt að reikistjörnunn...
Hvað er rafmagn?
Margir spyrjendur hafa sent okkur þessa spurningu eða eitthvað henni líkt. Eðlilegt er að fólk velti þessu fyrir sér þar sem rafmagn (e. electricity) er annars vegar svo algengt og mikilvægt í lífi okkar en hins vegar hálfpartinn ósýnilegt og ekki algengt í náttúrunni. Þannig er það líklega torskildara fyrir flest...
Hvað verða þrestir gamlir?
Skógarþrösturinn, sem heitir Turdus iliacus á latínu, verpir í Norður-Evrópu og Síberíu, og er einnig nokkuð algengur á Íslandi. Hér á landi er hann að mestu leyti farfugl og fer til vetrarheimkynna í Vestur-Evrópu. Hann er um 21 cm á lengd. Áreiðanlegar heimildir segja til um að hámarksaldur starra sé 20 ár o...
Hvaða ár dó Jesús?
Jesús fæddist á tímabilinu um 4 fyrir Krist til 6 eftir Krist. Vegna lítilla heimilda og breytinga á tímatali getum við ekki sagt nákvæmar til um þennan atburð. Þar sem hann var 33 ára þegar hann dó hefur hann því verið krossfestur á árabilinu 29-39 e.Kr....
Hver var Marie-Sophie Germain og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?
Marie-Sophie Germain fæddist í París 1. apríl 1776. Hún var ein þriggja dætra velstæðra hjóna, Ambroise-Francois og Marie Germain. Faðir hennar var silkikaupmaður, áhrifamaður í stjórnmálum og síðar bankastjóri í Frakklandsbanka. Heimilið stóð opið þeim sem aðhylltust þjóðfélagsbreytingar í frjálsræðisátt, svo ung...
Hvað eru margar sekúndur í einum sólarhring og í einu ári? Hvað eru margar klukkustundir í einu ári?
Hver mínúta er 60 sekúndur og hver klukkustund 60 mínútur. Klukkustund er því 60 * 60 = 3.600 sekúndur. Sólarhringur er 24 klukkustundir eða 24*3600 = 86.400 sekúndur. Við getum svo haldið áfram að reikna: Í hverri viku eru 7*86.400 = 604.800 sekúndur. Fjögurra vikna gamalt barn hefur því lifað í 2.41...
Hvað er sjóbirtingur?
Sjóbirtingur er urriði (Salmo trutta) sem líkt og laxinn dvelst fyrstu ár ævi sinnar í fersku vatni en gengur síðan til sjávar. Venjulega eru slíkir urriðar orðnir 2-5 ára gamlir þegar þeir yfirgefa uppeldisstöðvar sínar og fara á haf út. Það gerist langoftast á vorin. Sjóbirtingar eru algengastir við vestu...
Hvað er grunnstingull í ám og hvernig myndast hann?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Í Mývatnssveit er talað um að eftir virkjun Laxár myndist ekki grunnstingull í henni. Hvað er og hvernig myndast svonefndur grunnstingull í ám? Sigurjón Rist vatnamælingamaður lýsti þessu svo:Frá náttúrunnar hendi fer rennsli úr Mývatni um grunnan flóa, sem heitir Breiða,...
Getið þið sagt mér allt um ána Níl?
Áin Níl er talin lengsta á í heimi. Hún er 6.690 km á lengd. Áin er í raun tvær ár sem sameinast; Bláa Níl og Hvíta Níl. Hvíta Níl á upptök sín á vatnasvæðinu mikla fyrir vestan Kenía. Stærsta uppsprettan er í Rúanda. Bláa Níl á upptök sín í Tanavatni í Eþíópíu og sameinast Hvítu Níl rétt hjá Kartúm, höfuðborg Súd...