Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 406 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ekki réttara að segja „Haga seglum eftir vindi” en „Aka seglum eftir vindi”?

Ekki er hægt að segja að önnur mynd orðatiltækisins sé réttari en hin. Í eldri myndinni er talað um að menn „aki seglum eftir vindi” en í nútímamáli er venjan að „haga seglum eftir vindi”. Menn verða svo sjálfir að gera upp við sig hvora myndina þeir nota. Merking orðatiltækisins er „að haga sér eftir aðstæðum"...

category-iconHugvísindi

Hvað réðu Rómverjar yfir mörgum löndum þegar veldi þeirra var mest?

Rómaveldi var stærst snemma á annarri öld eftir Krist. Þá tilheyrði stærstur hluti Vestur-Evrópu eins og við þekkjum hana í dag veldi Rómverja, auk landsvæða í Litlu-Asíu og Norður-Afríku. Þetta sést best á korti. Kort af Rómaveldi.Smellið til að skoða stærri útgáfu. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvenær...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju fer Plútó aðra leið, er hún í öðru sólkerfi?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconHugvísindi

Út á hvað gekk „hvíta stríðið“ í Reykjavík?

„Hvíta stríðið“ er nafn sem notað er yfir óeirðir sem áttu sér stað í Reykjavík í nóvember árið 1921 fyrir framan hús jafnaðarmannsins Ólafs Friðrikssonar. Forsaga málsins er að þegar Ólafur kom heim af alþjóðaþingi kommúnista, Komintern, árið 1921 hafði hann með sér 14 ára dreng að nafni Natan Friedman. Drengurin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr er þyngst og hvað er það þungt?

Steypireyðurin (Balaenoptera musculus) eða bláhvalur er stærsta skepna sem lifir á jörðinni. Sú lengsta steypireyður sem veiðst hefur var kýr sem mældist 33,58 m að lengd. Kelfd hvalkýr getur orðið allt að 200 tonn. Það jafngildir þyngd 35 afríkufíla (en afríkufíllinn er stærsta núlifandi landdýr). Hún getu...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið nefnt mér einhver dýr sem byrja á bókstafnum i í íslensku?

Já, það getum við gert. Hér eru nokkur: Iðormar er einn hópur flatorma sem lifa í lækjum, ám, sjó og vötnum. Iðormar eru, ólíkt flestum dýrum, bara með eitt op á meltingarveginum. Yfirleitt nærast iðormar á rotnandi leifum jurta og dýra. Ef engan mat er að finna nærast þeir á sjálfum sér, eða þeim líffærum sem ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvert er elsta dýr í heimi?

Kúskel (Arctica islandica) telst langlífasta dýrið sem vitað er um. Árið 1982 fannst eintak úr Mið-Atlantshafi með 220 hringjum sem taldir eru árhringir – sé það satt var skelin 220 ára gömul. Eitt langlífasta spendýrið er maðurinn Shigechiyo Izumi frá Japan, f. 29. júní 1865 en staðfest er að hann náði 120 ára...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvar vex lambagras?

Lambagras (Silene acaulis) vex um allt Ísland, bæði á hálendi og láglendi. Kjörlendi þess eru melar, valllendi og klettar. Lambagras er afar harðger jurt og er meðal einkennisjurta íslenskrar flóru. Lambagras (Silene acaulis) Lambagras vex víða á norðurhveli jarðar. Í Norður-Ameríku vex það í nyrstu héruðum Ban...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er hættulegasti fiskur í sjónum?

Örðugt er að segja hvaða fiskar eru hættulegastir enda er hætta ávallt afar aðstæðubundin. Eitruðustu fiskar heims eru hins vegar af ættkvísl steinfiska. Tvær tegundir, sem er að finna í Indlands- og Kyrrahafi, og nefnast hryllisteinn (Synanceja horrida) og vörtusteinn (Synanceja verrucosa), hafa stærsta ei...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað hét fyrsta bók Þórbergs Þórðarsonar og hvaða ár kom hún út?

Fyrstu bækur Þórbergs Þórðarsonar voru ljóðakverin Hálfir skósólar sem kom út árið 1915, og Spaks manns spjarir (1917). Þau voru sameinuð og aukið við þau í bókinni Hvítum hröfnum sem gefin var út árið 1922. Árið 1924 kom út bók Þórbergs Bréf til Láru sem markaði ekki aðeins tímamót í ævi Þórbergs, heldur einni...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort eru geisladiskar lesnir ofan frá eða neðan í geislaspilurum?

Geisladiskar eru lesnir neðan frá í geislaspilurum. Þannig er rangt að tala um að setja geisladisk undir geislann, rétt eins og talað er um að láta hljómplötu undir nálina. Réttara er að segjast setja diskinn yfir geislann. Annar munur á geisladiskum og hljómplötum er sá að geisladiskar eru lesnir frá miðju ...

category-iconEfnafræði

Hvað er talkúm?

Talkúm og talk Talkúm er malað talk, sem er afar lin (með hörku 1) hvít eða grænleit steintegund. Talkúm er meðal annars notað í andlits- og húðpúður og krít. Efnaformúla þess er Mg3Si4O10(OH)2 (vatnað magnesíumsílíkat). Talk er notað í ýmiss konar iðnaði, við framleiðslu á flísum, borðbúnaði og öðrum kerami...

category-iconLandafræði

Er Dettifoss vatnsmesti foss Evrópu?

Vatnsmesti foss Evrópu telst vera Rheinfalle í Sviss og hvorki Dettifoss né aðrir fossar á Íslandi komast nærri honum í vatnsmagni. Dettifoss er aflmesti foss Íslands en sá vatnsmesti er Urriðafoss. Vatnsmesta á landsins er hins vegar Ölfusá. Á heimasíðu Orkustofnunar er hægt að skoða niðurstöður vatnamælinga á...

category-iconLangholtsskóli

Hvar og hvenær varð kúngfú til?

Kúngfú er forn kínversk bardagalist sem líkist karate en byggir meira á höggum með höndum en spörkum. Af heimildum að dæma má rekja uppruna hennar að minnsta kosti aftur til tíma Zhou-keisaraættarinnar sem var við völd frá 1111 til 255 f. Krist að okkar tímatali. Í kúngfú eru fimm grunnspor. Hinar fjölmargu hre...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er örgjörvi og hvað gerir hann í tölvum?

Örgjörvi (e. processor/CPU) er hjarta tölvunnar. Kannski er réttara að segja að örgvörvinn sé heili tölvunnar, því hann stýrir öllu því sem tölvan gerir. Örgjörvinn „skilur“ ákveðið safn skipana. Skipanirnar eru í minni tölvunnar og örgjörvinn les þær hverja af annari og framkvæmir þær. Þetta eru gjarnan mjög ...

Fleiri niðurstöður