Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 341 svör fundust
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í september 2014?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör septembermánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Hversu margir væru Íslendingar ef allar þessar hamfarir hefðu ekki gengið yfir okkur frá landnámi? Eru Lakagígar enn virkir og gætu önnur móðuharðindi dunið yfir okkur? Af hverju er Evrópusambandið að...
Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni?
Tvennt er það sem ræður tilurð hinna ýmsu tegunda storkubergs: efnasamsetning kvikunnar sem bergið storknar úr og aðstæður við storknunina — hröð storknun eða hæg, við yfirborð, í vatni eða djúpt í iðrum jarðar. Efnafræðilega einkennast íslenskar bergtegundir af því að landið er „heitur reitur“ í miðju úthafi. Ann...
Hvaðan kemur þulan ,,köttur út í mýri ... úti er ævintýri" og til hvers er hún notuð?
Einn þeirra kveðlinga sem oft eru notaðir sem eftirmáli í lok ævintýra hljóðar svona:Köttur úti í mýri setti upp á sér stýri úti er ævintýriLokaþulur við íslensk ævintýri eru fjölbreytilegar og oft koma sömu hendingarnar fyrir í mismunandi samböndum, þar á meðal þessar. Dæmi um slíkar þulur má finna í þjóðsagnas...
Hver voru vinsælustu svör júnímánaðar 2018?
Í júnímánuði 2018 voru birt 58 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Þrjú af mest lesnu svörum júnímánaðar koma úr flokki sem helgaður er 100 ára afmæli fullveldis á Íslandi. Það e...
Hvað eru margar blómategundir til á jörðinni?
Langflestar jurtir jarðar tilheyra fylkingu blómplantna (angiosperm) eða dulfrævinga. Blómplöntur hafa lokað eggleg og mynda fræ og aldin. Áætlað er að tegundir blómplantna séu í kringum 250 þúsund. Blómplöntur finnast á ótrúlega fjölbreytilegu búsvæði á þurrlendi jarðar en flestar tegundir finnast í regnskógu...
Hvert var verðmæti eins sterlingspunds árið 1932?
Verðlag í Bretlandi er nú, í maí 2002, fjörutíu sinnum hærra en það var árið 1932 ef miðað er við hækkun vísitölu neysluverðs þar í landi. Fyrir eitt sterlingspund árið 1932 var því hægt að kaupa álíka mikið og fyrir 40 sterlingspund nú. Rétt er að hafa í huga að slíkur samanburður er af ýmsum ástæðum mjög erf...
Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi? Samanber þessa grein: Isoleret folk i Sverige brugte runer helt op i 1900-tallet | Videnskab.dk. Rúnaletur var notað á Íslandi eiginlega alveg fram á 20. öldina en við lok 19. aldar var farið að birta greinar um rúnir ...
Hvað er húspostilla og hvernig fóru húslestrar fram?
Húspostillan er bókmenntategund sem telja má eitt einkenni á kristindómi mótmælenda. Eins og fleiri uppbyggileg rit var hún ætluð til upplestrar á heimilum. Húslestrar tíðkuðust hér á landi fram á 20. öld og eru til margar lýsingar á því hvernig þeir fóru fram. Á helgidögum og hátíðum var lesið úr húspostillu og f...
Eru sendingar í gömlu þjóðsögunum draugar eða djöflar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er að vinna í verkefni sem tengist gömlum þjóðsögum. Mig vantar samt góða heimild um sendingar í þjóðsögum og er að spá hvort að þig getið hjálpað mér með það. Spurning mín til ykkar er: Hvað eru sendingar, hvort eru þær draugar eða djöflar? Hugtakið sending er í þjó...
Hver er gjaldmiðillinn í Albaníu?
Gjaldmiðill Albaníu nefnist lek. Þegar þetta er skrifað, í mars 2005, kostar eitt lek 70 aura íslenska.Hundrað albönsk lek eða sjötíu íslenskar krónur. Frekara lesefni á Vísindavefnum:Hvað eru til margir gjaldmiðlar? eftir Gylfa Magnússon Hvaða gjaldmiðill er verðminnstur? eftir Gylfa Magnússon Hvers vegna er...
Hvenær komst orðið ungabarn inn í íslenskt mál og hver ber ábyrgð á því að það sé talið rétt mál?
Orðið ungabarn kemur fyrst fyrir í þekktu ritmáli í ritsafni Jóns Árnasonar, Íslenskar þjóðsögur og æfintýri I-II, frá árunum 1862—1864. Ungbarn er skráð í Orðabók Háskólans allt frá miðri 16. öld (fyrsta heimild Lúkasarguðspjall í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, 18:15) en gæti sjálfsagt verið enn eldra, ...
Hvað heitir egypski gjaldmiðillinn?
Gjaldmiðill Egyptalands er kallaður pund og skiptist hvert pund í 100 pjöstrur. Þegar þetta er skrifað, 20. júlí 2001, fást um 25 krónur íslenskar fyrir hvert egypskt pund. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hver er algengasti gjaldmiðill heims? eftir Gylfa Magnússon Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins...
Hafa allar íslenskar reglugerðir við lög verið teknar saman og gefnar út, almenningi til upplýsingar?
Það er gömul og rík regla í lýðræðisríkjum að öll lög skuli birta og við Íslendingar erum fylgjum henni sem aðrir. Reglur um slíka birtingu má rekja til laga Grágásar. Í 27. gr. stjórnarskrárinnar er svohljóðandi ákvæði: „Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum.“ Vafamál getur ...
Nú orðið er stafurinn y ekki borinn fram 'uj' eins og forðum. Hví ekki að taka hann úr íslensku eins og með z í denn?
Á áttunda áratugnum var sett á laggirnar nefnd sem fara átti yfir íslenskar stafsetningarreglur og gera tillögur til breytinga. Ein þeirra, sem nefndin varð sammála um, var að fella stafinn z niður og skrifa í hans stað s. Þá var einnig rætt um y, ý og hvort fella skyldi þá stafi niður og rita í staðinn i, í. Ekki...
Hvað er eitt mexíkóskt pesó margar krónur?
Gjaldmiðill Mexíkó heitir nú formlega nuevo peso en er yfirleitt bara kallaður peso, eða pesó, á íslensku. Nafnið er ýmist notað í hvorugkyni eða karlkyni. Þegar þetta er skrifað, 19. mars 2001, fást um 9,20 íslenskar krónur fyrir hvert pesó. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvaða gjaldmiðill er verðminn...