Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin að melda og hvað merkir hún?

Sögnin að melda er tökuorð í íslensku og fengin að láni úr dönsku þar sem melde merkir að ‘tilkynna, gera viðvart um e-ð’. Í íslensku hefur sögnin verið notuð að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld, aðallega þó í talmáli. Elsta dæmið í söfnum Orðabókar Háskólans er frá 1815. Það sama gildir um nafnorðið melding...

category-iconHugvísindi

Hvað heitir bókstafurinn "œ" á íslensku og hvernig er hljóðið borið fram?

Þessi bókstafur er oftast nefndur o-e límingur vegna þess að hann er settur saman ("límdur saman") úr bókstöfunum o og e. Hann var einstaka sinnum notaður í elstu íslensku handritunum á tólftu og fram á þrettándu öld en í íslensku nú á dögum sést hann fyrst og fremst í prentuðum útgáfum fornra texta, einkum ritum ...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir orðið gimpi?

Orðið gimpi getur merkt ‘þéttir og grófir knipplingar’ og er þá dregið af sögninni að gimpa sem notuð er um að hekla á alveg sérstakan hátt (= gimba). Það er þá tökuorð úr gamalli dönsku gimpe ‘hekla banddregla’. En -gimpi kemur einnig fyrir sem síðari liður í samsetningunni himpingimpi, einnig ritað himpigimpi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heita hillur „hillur” en ekki „ujkur”?

Þegar orð eru búin til eru oftast notaðir til þess orðstofnar sem fyrir eru í málinu. Þeir eru ýmist teknir beint án hljóðbreytinga eða orðin eru mynduð með hjálp þeirra möguleika, sem málið ræður yfir, til dæmis hljóðvarpi. Orðið hilla er eitt slíkra orða. Orð sömu eða svipaðrar merkingar eru til í grannmálunu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er til stórt Ð?

Spurningin er sjálfsagt til komin af því að bókstafurinn ð kemur aldrei fyrir í upphafi orða og þarafleiðandi hvorki í upphafi setninga né fremst í sérnöfnum þar sem við höfum hástafi (stóra stafi). Í venjulegum texta eins og þessum hér er þess vegna engin þörf á stóru Ð. Hins vegar kemur oft fyrir að við skrif...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í svari á vefnum vefnum við spurningunni Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna? er ekkert getið hvers vegna. Sem sagt engin rök fyrir þessari ótrúlegu aðgerð, en hins vegar ýmislegt tínt til sem rökstyður það að hafa þá inni. Þess vegna er spurt: ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur nafnorðið og sagnorðið græja?

Nafnorðið græja ‘tól, tæki’, sem reyndar er einkum notað í fleirtölu græjur, getur hvort heldur sem er hafa borist í íslenskt mál úr norsku grejer eða úr dönsku grejer. Bæði í dönsku og norsku er orðið leitt af sögninni greje ‘lagfæra, koma í kring’. Hún er fengin að láni í dönsku úr norsku. Í báðum málum er nafno...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig á að beygja heiti bókstafanna í eintölu og fleirtölu?

Ef þörf er á að beygja bókstafina eru þeir allir auðbeygðir nema helst a-ið. Ef stafirnir d og f eru teknir sem dæmi beygjast þeir á eftirfarandi hátt í eintölu og fleirtölu: FallEintalaFleirtala Nf.dédé Þf.dédé Þgf.déidéum Ef.désdéa FallEintalaFleirtala Nf.effeff Þf.effeff Þgf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið veislubarn sem ég sá á islendingabok.is?

Í gögnum Orðabókar Háskólans fundust ekki örugg dæmi um veislubarn. Aftur á móti er í fornu máli til orðið veislumaður og er ein merking þess ‘sá sem er á framfæri annars’ (Fritzner 901). Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld finnast bæði orðin veislukarl og veislukona. Skýringar eru á ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða 'bí' er átt við hjá manni sem er bísperrtur?

Lýsingarorðið bísperrtur 'sperrtur, keikur, státinn, hress' er fengið að láni úr dönsku á 19. öld, bespærret 'spenntur aftur'. Í dönsku er orðið myndað með forskeytinu be-, sem fengið er að láni úr lágþýsku eða háþýsku, og sögninni spærre 'spenna, loka', eiginlega 'spenntur aftur'. Í eldri íslensku barst forsk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið í "trássi" við eitthvað?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðið í "trássi" við eitthvað og er einhver skyldleiki milli þessa orðs og enska orðsins TRESpassing? Orðið tráss ‘þrái, þrjóska’, sem dæmi eru um í málinu allt frá 16. öld, er að öllum líkindum tökuorð úr gamalli dönsku trotz, tratz, en í nútímadönsku er orðið trods...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig er hægt að útskýra hvað fólst í Vernerslögmálinu sem málfræðingurinn Karl Adolf Verner vakti athygli á 1875?

Athugasemd ritstjórnar: Ýmis sértákn sem eiga að vera í þessu svari skila sér ekki á html-sniði. Til þess að lesa svarið með réttum táknum er hægt að skoða pdf-útgáfu svarsins. Vernerslögmálið er kennt við Danann Karl Adolf Verner (1846–1896) sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Það er í raun framhald ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er afbragð vont bragð?

Hvorugkynsorðið afbragð er í Íslenskri orðabók Eddu (2002:8) sagt hafa merkinguna ‘ágæti, prýðilegur maður eða hlutur’. Í Íslenskri orðsifjabók stendur: h. 'e-ð frábært'... Leitt af so. *ab-bregðan eða bregða af, sbr. afbrugðinn 'frábrugðinn, ólíkur'... Ekkert er minnst á vont bragð af mat en sú merking er þó ti...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um uppruna, aldur og merkingu orðsins „tarot” og hvernig það tengist Tarotspilum?

Uppruni tarot-spila er óviss. Þau eru ýmist rakin til Arabíuskagans, Indlands eða Kína. Til Ítalíu bárust þau á 14. öld og þaðan um Evrópu. Þau voru á ítölsku kölluð tarocco, í fleirtölu tarocchi, en frá fleirtölunni er myndin tarot runnin. Tarocco á ítölsku virðist aðeins vera nafnið á spilinu eins og hjá okkur. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju notum við Norðmenn en ekki Normenn um fólk frá Noregi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvers vegna íslenska orðið yfir fólk frá Noregi ritað með ð-i, Norðmaður, en ekki Normaður. Hvaðan kemur ð-ið? Skýringin á Noregur í Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, sem aðgengileg er nú á málið.is hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er...

Fleiri niðurstöður