Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 849 svör fundust
Hvað merkir seil sem stundum kemur fyrir í örnefnum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Heil og sæl . Hvað er seil? Sem heit á stað á jörð eða örnefni? T.d. Miklavatnsseil eða -seilar, Hreiðurseil, Fremri- og Heimri-Hnúkaseil, Mógrafarseil. Veit Vísindavefurinn það? Nafnið Seil er rangur ritháttur fyrir Seyl en orðið seyl merkir ‚vætusvæði í mýri‘, eða ‚foræði, ...
Hvers vegna heitir allt „Sindra“ á Hornafirði?
Við þessari einföldu spurningu er til einfalt svar. Það er vegna Ungmennafélagsins Sindra. Sindri var stofnaður árið 1934 á Höfn í Hornafirði og hefur síðan þá verið miðpunktur í félagsstarfi og íþróttalífi bæjarins. Sindrabragginn eða Bíóbragginn hýsti fyrstu félagsaðstöðuna sem tekin var í notkun 1944 og ger...
Hvers vegna heitir Apavatn í Árnessýslu þessu nafni?
Þrátt fyrir margvíslegar hugmyndir og kenningar um tilurð nafnsins þykir líklegast að vatnið dragi nafn sitt af leðju eða leir, af orðinu ap, í fleirtölu öp, Apavatn. Líklegt er að jörðin Apavatn hafi byggst þegar á landnámsöld. Sighvatur Þórðarson skáld var fóstraður þar en hann var fæddur um 995. Til ...
Bjó Coca-Cola-fyrirtækið bandaríska jólasveinninn til?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Fann Coca-Cola-fólkið upp bandaríska jólasveininn - þann sem er alltaf kátur og gengur í rauða og hvíta búningnum?Samkvæmt áreiðanlegustu heimildum mun þetta ekki vera rétt, þótt vissulega gangi þessi saga fjöllum hærra. Þó er í þessu það sannleikskorn að auglýsingaherferðir Co...
Hver er meginmunurinn á hugtökunum verund og engu?
Hugtökin verund (e. being) og neind (e. nothingness) eru ein og sér svo almenns eðlis að þau koma fyrir með einum og öðrum hætti í vel flestum verkum heimspekisögunnar. Þá tengjast þessi andstæðu hugtök öðrum aldagömlum hugtökum eins og sýnd/reynd, satt/ósatt og rétt/rangt. Nú orðið er talað um sérstaka grein heim...
Hvar er hægt að finna sögu landnámsmannsins Atla grauts?
Frá Atla graut, eða Graut-Atla eins og hann er oftast kallaður, er sagt í Landnámabók. Þar kemur fram að bræðurnir Ketill og Graut-Atli, synir Þóris þiðranda, hafi farið úr Veradal í Noregi til Íslands og numið land í Fljótsdal. „Graut-Atli nam ina eystri strönd Lagarfljóts allt á milli Giljár og Vallaness fyrir v...
Hvað eru völvur?
Völva er norrænt nafn á spákonu sem um leið gat verið göldrótt. Slíkar kvenverur þekkjast víða í heimi undir ýmsum heitum. Kunnastar eru hinar grísku sibyllur sem áttu að vera fylltar af andagift Appollons. Heiti þeirra hefur verið þýtt sem völvur á íslensku. Helsti munur á nornum og völvum er sá að nornir eru tal...
Hvað er vitað um örnefnið Meradalir á Reykjanesskaga?
Í landi Hrauns austan við Grindavík, í fjalllendinu austan við hina heimsfrægu Geldingadali, er djúp dalkvos sem ber heitið Meradalir. Þegar þetta er ritað er hraun tekið að renna þangað eftir að nýjar gossprungur mynduðust norðaustan við Geldingadali. Hvorugir dalanna eru raunar miklir dalir eins og heitið gæti b...
Eru sjávarskrímsli til?
Allt frá fyrstu tíð virðist mannskepnan hafa óttast hið óþekkta og fyllt upp í eyður þekkingar sinnar með ímyndunaraflinu. Stærstu ósvöruðu spurningar nútímans leynast í óravíddum geimsins og alheimsins og fjöldamörg dæmi úr vísindaskáldsögum bera ímyndunarafli okkar fagurt vitni. Fyrr á öldum var himinninn meira ...
Er vitað eftir hvaða leiðum nafn Geysis rataði sem samnafn inn í ensku, og þar með í ýmis önnur erlend tungumál?
Líklegast er að orðið geyser hafi borist í ensku með enskum ferðamönnum fyrr á öldum. Ef slegið er upp í Oxford English Dictionary má sjá að elsta dæmi, sem nefnt er (1763), er fengið úr enskri lýsingu á Geysi í Haukadal. Í næsta dæmi, sem er úr ferðabók Uno von Troils frá 1780, er orðið geyser notað sem samheiti ...
Hvað þýðir nafnið Esja?
Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi. Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var k...
Hvað eru "íslandít" og "Iceland spar"?
"Íslandít" er bergtegund, járnríkt andesít. Nafnið bjó til breski jarðfræðingurinn Ian Carmichael, sem síðar varð prófessor í Berkeley í Kaliforníu, þegar hann vann að doktorsritgerð sinni um tertíeru Þingmúla-eldstöðina í Skriðdal kringum 1960. Í bergsyrpum megineldstöðva meginlandanna er algengast að styrkur jár...
Hver fann upp rennilásinn og hvernig verkar hann?
Árið 1891 fann Whitcomp L. Judson upp fyrstu gerðina af rennilás og var hann kallaður Clasp locker. En árið 1913 fann Gideon Sundback hins vegar upp rennilásinn eins og við þekkjum hann og fékk á honum einkaleyfi 1917. Hann var kallaður separable fastener. Seinna ákvað fyrirtækið Goodrich Co. að prófa rennilásinn...
Fyrir hvað stendur J. í Homer J. Simpson?
Samkvæmt viðtali við skapara Simpsons-teiknimyndanna, Matt Groening, stendur J-ið fyrir millinafnið Jay. Þetta kemur fram í þættinum „D'oh-in' in the Wind“ í 10. seríu þáttanna (og ber númerið AABF02) þar sem Homer grefur upp hippafortíð móður sinnar. Brandarinn felst í því að á ensku heitir stafurinn „j“ einfaldl...
Hvaða upplýsingar eru skráðar um mig og mína tölvu þegar ég heimsæki Vísindavefinn?
Spyrjandi bætir við:Hvernig vitið þið til dæmis hversu margir nota Windows stýrikerfi?Líklegt er að spyrjandi hafi lesið svar við spurningunni Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag? Þar kemur fram að starfsmenn Vísindavefsins hafa meðal annars aðgang að upplýsingum um það hvaða stýrikerfi gestir nota. Þessar ...