Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig er efnahagur, menning og landslag á Fídjieyjum?
Til Fídjieyja teljast um 800 eyjar og sker. Þær liggja í Suður-Kyrrahafi um 3100 kílómetrum norðaustur af Sydney í Ástralíu. Stærstu eyjarnar heita Viti Levu og Vanua Levu. Landnám á eyjunum hófst fyrir um 3500 árum síðan og í dag er búið á meira en 100 eyjum. Talið er að fyrstu íbúarnir hafi komið frá Melanesíu s...
Af hverju tölum við um Peking en ekki Beijing?
Beijing, eða Peking, er höfuðborg Kína. Þó nöfnin tvö hljómi ólíkt á íslensku, þá eru þau bæði nálgun á sama mandarínska heitinu. Munurinn felst eingöngu í mismunandi aðferð til að rita mandarínsku með latnesku stafrófi. Nafnið Peking er um 400 ára gamalt og kemur frá evrópskum trúboðum og kaupmönnum sem voru v...
Er gott eða slæmt að vera forvitinn?
Forvitni er tilfinning sem er náttúrulegur grundvöllur þekkingarleitar. Hún er sú þrá að vilja vita nýja hluti að baki vísindalegri uppgötvun og könnun heimsins; forvitnar manneskjur leita að ævintýrum og framandi tækifærum til að gera sér lífið áhugaverðara. Forvitni er, í sinni hreinustu mynd, mannleg tilhneigin...
Hvaðan kemur nafn dymbilviku?
Síðasta vikan fyrir páska hefur í tímans rás gengið undir ýmsum nöfnum. Þar á meðal eru dymbildagar, dymbildagavika, dymbildægur, dymbilvika, efsta vika, helga vika, helgu dagar, kyrravika, píningarvika og páskavika. Orðið dymbildagar finnst í rituðu máli frá því laust eftir 1300, en getur að sjálfsögðu verið m...
Hvað getið þið sagt mér um fútúrisma?
Fútúrismi er hreyfing í bókmenntum og listum sem kom fram snemma á 20. öld. Fútúrisminn tengdist sérstaklega listalífi á Ítalíu og í Rússlandi. Hér verður fjallað um ítalska fútúrismann en um þann rússneska er hægt að lesa meira í svari sama höfundar við spurningunni Hvað var rússneski fútúrisminn? Í byrjun 20...
Hver er skilgreining ykkar á hugtakinu „náttúruréttur“?
Náttúruréttur er sú hugsun að þau gæði sem hafa náttúrulegt aðdráttarafl fyrir alla menn eigi að vera siðferðilegur grundvöllur þeirra laga sem yfirvöld setja. Svokölluð „náttúrulög“ eru þau boð eða fyrirmæli sem skynsemi okkar telur að sýni þessum gæðum rétta virðingu. Mannlegar athafnir eru dæmdar siðferðilega ...
Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?
Rússar og Tsjetsjenar hafa löngum eldað grátt silfur saman. Áhrifa Rússa fer að gæta í norðurhluta Kákasus á tímum Péturs mikla um og eftir 1700. Á sléttunum norðan við Tsjetsjeníu á bökkum árinnar Terek réðu ríkjum svonefndir Terekkósakkar, sem komið höfðu þangað úr ýmsum áttum á tvö hundruð árum þar á undan. Hóf...
Hver er elsta þekkta heimild um galdrastafi á Íslandi?
Íslensk hefð galdrabóka, sem á alþjóðmálum kallast grimoires, hófst snemma á svonefndri lærdómsöld (1550–1750), sem þrátt fyrir nafnið var engan veginn laus við hjátrú. Fyrir miðja 16. öld urðu siðaskipti í landinu og tók lútherstrú við af kaþólsku. Ísland var þá hluti af danska konungsríkinu. Ströng opinber viðmi...
Hvað er það helst sem getur spillt neysluvatninu og hvernig komum við í veg fyrir að það gerist?
Á Íslandi er mestallt neysluvatn grunnvatn. Vatnsbólin eru ýmist náttúruleg uppspretta eða borað hefur verið eftir vatninu. Vatnið er síðan flutt í lokuðu kerfi frá vatnsbóli til krana neytenda. Það er ýmislegt sem getur spillt neysluvatni eða rýrt gæði þess. Yfirborðsvatn getur komist í vatnsbólið sé frágan...
Má flytja apa til Íslands? Ef svo er, hvar sækir maður um leyfi?
Um innflutning á dýrum gilda lög nr. 54/1990. Í 1. gr. er skilgreining á orðinu dýr en hún er svo hljóðandi:Dýr: Öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr, hryggleysingjar og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.Svo stendur í 2. gr. þessara laga skýrum stöfum:Óheimilt er að flytja til landsins hvers k...
Hvaða tungumál eru töluð í Kanada?
Í Kanada eru tvö opinber tungumál, enska og franska. Það þýðir meðal annars að þessi tvö tungumál eiga að vera jafn rétthá í stjórnsýslu landsins og að þegnarnir eigi að geta átt samskipti við stjórnvöld og stofnanir á hvoru tungumálinu sem er. Kanadíska hagstofan (Statistics Canada) birtir niðurstöður mannta...
Hvaðan kemur orðatiltækið að hvetja menn lögeggjan?
Orðasambandið að eggja e-n lögeggjan kemur þegar fyrir í fornu máli. Merkingin var að 'hvetja e-n mjög til að gera e-ð en fara þó að lögum'. Þekktasta dæmið mun vera úr Njáls sögu (98. kafla). "Eggjar móðir vor oss nú lögeggjan," sagði Skarphéðinn Njálsson þegar Bergþóra móðir hans hvatti hann til að fara að lögum...
Er hægt að skipta um kennitölu?
Í stuttu máli, nei. Kennitala er 10 tölustafa auðkennisnúmer sem við notum til að auðkenna okkur í viðskiptum og samskiptum við hvert annað. Hver kennitala er því einstök. Þegar einstaklingi hefur verið úthlutuð kennitala fylgir hún honum um alla ævi. Undantekning á þessu getur verið ef einstaklingurinn hefu...
Hvað er mp3?
the Moving Pictures Expert Group. MP3 er notað til að þjappa hljóði á tölvutæku formi svo það taki minna stafrænt geymslupláss. Um þjöppun er hægt að lesa nánar í svari Hjálmtýs Hafsteinssonvar við spurningunni Tapa lög eða önnur gögn gæðum við að geymast á hörðum disk eða við flutning milli tölva?. MP3 var ...
Getið þið útskýrt þessa skrýtnu titla háskólakennara: Lektor, dósent, aðjúnkt og svo framvegis?
Aðrir spyrjendur eru: Þorsteinn Briem, Róbert Már, Dagur Halldórsson, Guðmundur Jóhannsson, Hafdís Þorgilsdóttir, Magnús Torfi, Sverrir Þorvaldsson, Eva Thoroddsen, Dagur Halldórsson og Guðrún Guðmundsdóttir. Í reglum Háskóla Íslands segir að kennarar háskólans séu „prófessorar, dósentar, lektorar, þar á meðal...