Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 407 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er skilgreiningin á dvergi og eru til íslensk heiti yfir dwarf, midget og pygmy?

Dvergur er oftast skilgreindur sem einstaklingur sem er lægri en 147 cm á fullorðinsaldri. Ensku orðin "dwarf", "midget" og "pygmy" eru öll þýdd með íslenska orðinu dvergur. Til eru orðin skógardvergur og dvergsvertingi yfir þá sem nefnast pygmy á ensku og einnig er orðið íslenskað sem pygmýi. Brjóskkyrkingur e...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna stíflast nefið þegar maður fær kvef?

Kvef er bráðsmitandi, hvimleiður en meinlaus veirusjúkdómur sem veldur bólgum og óþægindum í öndunarfærum og í sumum tilfellum einnig í afholum nefs, miðeyra og augum. Einkenni kvefs eru nefrennsli og stíflað nef, særindi í hálsi, hósti og hnerri. Stundum getur þreyta, máttleysi og höfuðverkur fylgt kvefi. Ef hiti...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Huntingtonssjúkdómur og hvernig lýsir hann sér?

Huntingtonssjúkdómur er ættgengur sjúkdómur þar sem heilafrumur hrörna smám saman. Honum var fyrst lýst 1872 af bandaríska lækninum George Huntington. Það sem veldur sjúkdómnum er ríkjandi galli á litningi númer fjögur. Þar er CAG-basaþrenndin endurtekin 36-120 sinnum í DNA-inu í staðinn fyrir 10-35 sinnum. Eftir ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getur þú sagt mér um sjúkdóminn PKU?

PKU er arfgengur sjúkdómur. Hann stafar af víkjandi stökkbreyttu geni sem þýðir að barn þarf að erfa genið frá báðum foreldrum sínum til að sjúkdómurinn komi fram. Stökkbreytingin í geninu veldur því að það vantar ensím í lifur sem brýtur niður amínósýruna fenýlalanín. Þessi amínósýra er í öllum prótínum og sumum ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig og hvenær varð veirufræði til?

Forsenda þess að veirufræðin yrði til var uppgötvun fyrstu veiranna. Þá sögu er hægt að rekja til síðari hluta 19. aldar. Þá uppgötvaðist með tilraunum að sjúkdómur sem herjaði á lauf tóbaksjurtarinnar smitaðist þrátt fyrir að smitvaldurinn hefði farið í gegnum örsíur úr postulíni. Örsíurnar voru það fínar að ekki...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er helst vitað um svartadauða á Íslandi?

Hér er að finna svör við fjölmörgum spurningum sem Vísindavefnum hafa borist um svartadauða, meðal annars:Hvenær kom svartidauði til Íslands? Hvernig smitaðist veikin? Hversu margir voru Íslendingar fyrir og eftir svartadauða? Hversu hratt gekk svartidauði yfir í heiminum og á Íslandi? Farsóttin sem síðar var k...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn avascular necrosis eða blóðþurrðardrep?

Avascular necrosis (AVN), eða blóðþurrðardrep, er vefjadrep vegna ófullnægjandi blóðrennslis til beina. Vegna truflunar á blóðflæði verður frumudauði í beinvef sem leiðir til beineyðingar, sársauka og skertrar hreyfigetu liða. Algengast er að sjúkdómurinn komi fram í endum langra beina svo sem lærleggs (lat. femur...

category-iconHugvísindi

Hverjir ástunda vúdú og hvaða hlutir eru notaðir við trúarathafnir?

Vúdú (voodoo, vodou, voudou) er algengasta heitið á trúarbrögðum sem mikill meirihluti íbúa á Haítí aðhyllist að einhverju marki. Hlutfallið er 80-90% samkvæmt sumum heimildum. Haítímenn sem hafa sest að í Norður-Ameríku og afkomendur þeirra ástunda einnig vúdú. Sumir fræðimenn meta það svo að vúdú hafi hnignað á ...

category-iconHugvísindi

Hvaða þátt átti íslensk tunga í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga?

Þegar Íslendingar mynduðu sjálfstætt samfélag á miðöldum, það sem þeir kalla nú þjóðveldi, höfðu þeir ekki sérstakt tungumál. Sjálfir töldu þeir að tunga Norðurlandabúa (að frátöldum Finnum og Sömum) væri ein og kölluðu hana ýmist norrænu eða danska tungu. Á þessu svæði voru auðvitað talaðar margar ólíkar mállýsku...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig er það með Gabríel, er hann fallinn engill eða einn af englum Guðs?

Nei, Gabríel er ekki fallinn engill, heldur engill miskunnarinnar og aðalsendiboði almættisins. Hann er jafnframt oft talinn foringi erkienglanna. Heilög ritning segir ekki beinum orðum að Gabríel sé erkiengill, en það er hins vegar fullyrt í Enoksbók. Í hinni trúarlegu arfleifð er honum oft ruglað saman við M...

category-iconSálfræði

Af hverju er svona mikill munur á útliti og persónuleika fólks?

Hægt er að skilja þessa spurningu þannig að lesandi vilji vita hvers vegna tiltekið útlit og persónuleiki fari ekki saman. Hér verður aftur á móti gert ráð fyrir að spurt sé um hvers vegna munur sé á milli manna í útliti og persónueinkennum, það er af hverju það eru ekki allir eins. Spurningin um hvað ráði því ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er bæjarnafnið Roðgúll dregið?

Í Árnessýslubindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (II, bls. 65) eru taldar upp hjáleigur í Stokkseyrarhreppi. Ein hjáleiga Stokkseyrarjarðar er Vatnsdalur, „áður kallað Roðgúll“. „Landskuld xx álnir í landaurum ut supra og að auk fyrir fjörubrúkun skilur landsdrottinn iij alin í sölvum, hefur nú ei go...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?

Skjaldkirtillinn getur stækkað ef hann starfar of mikið en einnig ef hann starfar of lítið. Einnig er til skjaldkirtilsstækkun án þess að starfsemi kirtilsins sé óeðlileg og er það til dæmis nokkuð algengt hjá fólki sem á heima fjarri sjó og skortir þess vegna joð. Við getum ekki án skjaldkirtilsins verið, þannig ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað orsakar beinþynningu?

Beinþynning er sjúkdómur sem hrjáir einkum konur (um 80% eru konur). Beinmassi kvenna nær hámarki nálægt 30-35 ára aldri, fer hægt minnkandi eftir það en nálægt tíðahvörfum verður hreinlega hrun á beinum sumra kvenna sem geta tapað 20-30% beinmassans á örfáum árum. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar með ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vöðvaslensfár?

Vöðvaslensfár (myasthenia gravis) einkennist af mikilli vöðvaþreytu. Þetta er sjúkdómur sem auðveldlega gleymist, þar sem hann er tiltölulega sjaldgæfur og sjúkdómsmyndin oft óljós. Greiningin dregst því stundum, jafnvel árum saman. Þetta er sjálfnæmissjúkdómur, þar sem ónæmisþol líkamans raskast og ónæmiskerfið r...

Fleiri niðurstöður