Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 916 svör fundust
Af hverju er gróður í Surtsey?
Surtsey myndaðist í gosi sem hófst í nóvember 1963. Við gosið hlóðst upp eyja sem í upphafi var algerlega gróðurlaus. En fljótlega eftir að hún myndaðist urðu menn varir við að fræ og aðrir plöntuhlutar bárust þangað, en plöntur hafa ýmsa möguleika á að dreifa sér til nýrra staða. Surtsey séð úr lofti. Horft er ...
Af hverju hafa Danir verið kallaðir Baunar?
Hér er einnig svarað spurningu Jóns Viðars Baldurssonar og Arnars Skjaldarsonar, sama efnis. Ekki er alveg ljóst hvers vegna Íslendingar völdu niðrunarorðin Bauni eða Baunverjar um Dani en helst er sú notkun tengd innflutningi á baunum til landsins frá Danmörku. Til dæmis tengir Ásgeir Blöndal Magnússon saman b...
Hvað er fóvella, sem Fóvelluvötn á Sandskeiði draga nafn sitt af?
Fóvella er gamalt orð yfir fugl sem nú til dags er kallaður hávella (Clangula hyemalis). Hávellan er af andaætt og verpir á Íslandi. Einnig eru til orðmyndirnar fóella og fóerla. Í seinni myndinni er liðurinn -erla ummótaður til samræmis við fuglsheitið erla. Heimildir: Íslensk orðabók, 3. útg., ritst...
Hvert er algengasta orðið í íslenskri tungu?
Samkvæmt Íslenskri orðtíðnibók eru tíu algengustu orðin í íslensku þessi:ogvera (so.)aðíáþaðhannégsemhafa Hægt er að lesa meira um tíðni orða og bókstafa í svari við spurningunni Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli? Eins eigum við svar við spurningunni Hvaða orð er oftast notað í heiminum? og svo væri gagnl...
Hve margir Íslendingar dóu í seinni heimsstyrjöldinni?
Hér er gert ráð fyrir að spurt sé um fjölda þeirra Íslendinga sem létust af orsökum sem tengja má stríðinu og veru hersins hér á landi en ekki heildarfjölda þeirra sem létust á þeim árum sem stríðið stóð yfir. Vitað er með vissu um 159 Íslendinga sem létu lífið vegna ófriðarins með einum eða öðrum hætti. Af þe...
Hverjir áttu mestan þátt í söfnun þjóðsagna á Íslandi?
Líta má á þetta svar sem framhald af svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru þjóðsögur og hverjir söfnuðu þeim fyrst hér á landi? Gagnlegt gæti verið fyrir lesendur að kynna sér það áður en lengra er haldið. Söfnun þjóðfræða á 19. öldMeð rómantík 19. aldar verður skráning þjóðlegs fróðleiks úr munnlegri gey...
Hverjir hafa verið fánaberar Íslands á Ólympíuleikum?
Setningarathöfn Ólympíuleika er mikið sjónarspil. Hluti af athöfninni felst í að þátttakendur ganga fylktu liði inn á leikvanginn undir fána sinnar þjóðar. Hver þjóð velur fánabera sem gengur fremstur í flokki. Grikkir ganga fyrstir inn á leikvanginn, sem forfeður nútímaólympíuleikana, en þar á eftir ganga aðrar þ...
Hvað er kertalogi?
Kertalogi er til kominn við það að vaxið í kertinu brennur. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem eru táknaðar með O2(g), þar sem bókstafurinn g táknar að efnið er í gasham.Sameindirnar í vaxinu má rita sem CnHm þar sem...
Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin?
Reykjavíkurgrágrýtið svonefnda þekur mikinn hluta Reykjavíkursvæðisins, frá Mosfellsdal í norðri og suður fyrir Hafnarfjörð. Aldur þess er óviss, en sennilega er að minnsta kosti yngsti hluti þess frá upphafi síðasta hlýskeiðs fyrir um 120.000 árum. Eitt sinn var talið að Reykjavíkurgrágrýtið hefði komið ú...
Hvenær varð 1. janúar upphafsdagur ársins á Íslandi?
Eins og spurningin gefur til kynna hefur árið ekki alltaf hafist á sama degi. Til forna var ýmist miðað við vorjafndægur (þegar dagurinn verður lengri en nóttin, 19.-21. mars), haustjafndægur (þegar nóttin verður lengri en dagurinn, 21.-24. september) eða vetrarsólstöður (þegar nóttin er lengst, 20.-23. desember)....
Hvað getið þið sagt mér um ryklýs?
Ryklýs (Psocoptera) eru smávaxin skordýr um það bil 1-10 mm á lengd, ljósleit með mjúkan líkama. Bæði þekkjast vængjaðar og vænglausar tegundir. Fálmarar þeirra eru langir og margliða og hjá sumum tegundum hefur myndast sérstakur bitmunnur. Latneska heitið Psocoptera er komið úr grísku og dregið af orðunum psoc...
Hver var gyðingurinn gangandi?
Sagan um gyðinginn gangandi er gömul flökkusögn af ætt helgisagna. Hana má finna víða í þjóðsagnasöfnum, einkum í Evrópu. Sagan segir frá gyðingi sem nefndur er Assverus eða Buttadaeus og uppi á var á dögum Krists. Hlutverk hans og samskipti við frelsarann eru nokkuð misjöfn eftir gerðum sögunnar. Í íslenskri ...
Hvað er víkjandi lán?
Víkjandi lán mæta afgangi ef fyrirtæki geta ekki greitt öllum sem eiga kröfu á þau. Þau eru því áhættusamari fyrir lánveitendur en önnur lán og að öðru jöfnu þarf að greiða hærri vexti af víkjandi lánum en öðrum. Almennt gildir um flest fyrirtæki að þau skulda mörgum aðilum. Ef allt gengur að óskum stendur tilt...
Hvert var verðmæti eins sterlingspunds árið 1932?
Verðlag í Bretlandi er nú, í maí 2002, fjörutíu sinnum hærra en það var árið 1932 ef miðað er við hækkun vísitölu neysluverðs þar í landi. Fyrir eitt sterlingspund árið 1932 var því hægt að kaupa álíka mikið og fyrir 40 sterlingspund nú. Rétt er að hafa í huga að slíkur samanburður er af ýmsum ástæðum mjög erf...
Hvaðan kemur nafngiftin Bíldudalur?
Nafnið Bíldudalur er ekki til í fornritum en Bíldudalseyri er þekkt úr Grímsstaðannál um atburði árið 1579 (Annálar 1400-1800 III:463-464. Reykjavík 1933). Orðið bílda getur merkt ‘drafna í andliti’ og eins ‘ær með andlitsdröfnu’ og er til sem ærnafn en ekki er líklegt að það hafi gefið dalnum nafnið. Bíld...