Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 374 svör fundust
Hvað eru sólgos og segulstormur?
Annað slagið birtast sólblettir á sólinni. Sólblettir eru virk svæði á sólinni þar sem segulsviðið er mjög sterkt og sýnast þeir dökkir því þeir eru svalari en aðliggjandi svæði. Fyrir kemur að orka hleðst upp í nánd við sólblettina. Þegar hún losnar skyndilega úr læðingi verður til sólblossi (sólgos). Sólblossi s...
Hvernig er hægt að kenna lýðræði í skólum? Geta skólar verið lýðræðislegir?
Stutta svarið við fyrri spurningunni gæti verið: Skólar geta kennt lýðræði með því að vera lýðræðislegir. Í skólasamhengi er ýmist litið á lýðræði sem markmið – skólinn á að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi – eða sem einkenni á starfsháttum skólans – daglegt starf á að mótast af „lýðræðislegu s...
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á börn og geta hættulegir fylgikvillar komið fram?
Þegar nýr heimsfaraldur skellur á er forgangsatriði að átta sig á hvaða einstaklingsbundnu þættir hafa áhrif á alvarleika sjúkdómsins. Sá einstaklingsbundni þáttur sem virðist skipta mestu máli í COVID-19 er aldur: með hækkandi aldri eykst hættan á alvarlegum veikindum og dauðsföllum. Hins vegar ber að undirstrik...
Er hægt að nota vetnisperoxíð til tannhvíttunar?
Vetnisperoxíð (e. hydrogen peroxide) er vökvi með efnaformúluna H2O2. Efnið er aðeins þykkara en vatn og örlítið bláleitt á hreinu formi en litlaust þegar það er blandað vatni. Vetnisperoxíð er til ýmissa hluta nytsamlegt, það er meðal annars notað sem sótthreinsir, til að hreinsa drykkjarvatn, aflita hár og efni ...
Af hverju gýs ekki við Svartsengi þar sem kvikan safnast fyrir og landrisið er mest?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu stórt er svæðið við Svartsengi sem er að rísa og hníga á víxl? Af hverju kemur ekki kvika upp þar? Land rís nú við Svartsengi í níunda sinn síðan 2020. Flest bendir til þess að risið stafi af söfnun kviku á um 4-5 km dýpi og virðist safnstaðurinn vera sá sami í ...
Hvað er orðið innviðir gamalt og hvernig hefur merking þess breyst í málinu?
Orðið innviðir heyrist og sést mjög oft um þessar mundir. Þetta er ekki nýtt orð – það kemur fyrir þegar í fornu máli og er þá eingöngu notað í bókstaflegri merkingu um tréverk í skipi, annað en ytra byrði. Síðar er einnig farið að nota orðið um hús – „Kirkjan að ytri súð og innviðum mjög lasleg og ágengileg“ segi...
Er rétt að loðfílar hafi verið erfðafræðilega úrkynjaðir og var útdauði þeirra óhjákvæmilegur?
Loðfílar (Mammuthus primigenius) eru eitt frægasta dæmið um útdauða tegund. Þeir eru skyldir afríkufílnum (Loxodonta africana africana) og áttu tegundirnar sameiginlegan forföður fyrir um 6,2–17,4 milljón árum*. Vísindamenn hafa náð heillegu erfðaefni úr loðfílshræjum sem varðveist hafa í sífreranum. Með nútímatæk...
Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?
Bóluefni eru dauðir eða veiklaðir skaðlausir sýklar, bakteríur, veirur, sveppir eða sníkjudýr, eða einstakar sýklasameindir, sem vekja ónæmissvar hjá þeim sem eru bólusettir og geta verndað þá gegn sjúkdómum sem sýklarnir valda annars. Ónæmissvarið sem myndast gegn bóluefninu getur verndað okkur gegn sjúkdómi þega...
Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Guðlaugar Björnsdóttur Hvers vegna lækkar líkamshiti hjá sumu fólki þegar það veikist?Uppruni varmaorkunnar í líkama okkar liggur í fæðunni. Líkaminn myndar varma við efnahvörf, það er þegar hann er að brjóta niður sykur, fitu og prótein sem fengin eru úr fæðunni sem við b...
Hvernig er bjór búinn til?
Bjór hefur fylgt mannkyninu að minnsta kosti frá tímum faraóanna. Á þessum tíma hafa margar og ólíkar bjórtegundir verið bruggaðar, allt frá hunangsmiði víkinganna til reykbjórsins frá Bamberg í Bæjaralandi. Bruggferlið er í aðalatriðum það sama fyrir flestar bjórtegundir. Meginhráefnin eru malt, vatn og ger. H...
Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann?
Súkkulaði er gert úr kakóbaunum sem vaxa í fræpokum á kakótrénu, Theobroma cacao, en gríska orðið „theobroma“ má útleggja sem „fæða guðanna“. Súkkulaði hefur verið til í þúsundir ára, en áður fyrr var þess einkum neytt í fljótandi formi súkkulaðidrykkjar. Það var ekki fyrr en um miðja nítjándu öld, þegar tókst að ...
Hvað er drómasýki?
Drómasýki (e. narcolepsy, einnig kölluð Gélineau-Redlich syndrome, Gélineau's disease, Gélineau's syndrome, hypnolepsy eða paroxymal sleep) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Svefnflog Eitt helsta einkenni drómasýki eru svefnflog (e. sleep attacks). Þegar drómasjúkt fólk fær svefn...
Er hægt að losna við frjókornaofnæmi?
Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum. Ástæðan er ofnæmi fyrir frjókornum frá gróðri. Einkennin koma yfirleitt fram á sama tíma á hverju ári og sumum reynist erfitt að greina milli svokallaðs sumarkvefs og frjóofnæmis. Margir þjást af ítrekuðu kvefi á hverju sumri áður en þeir á...
Hvernig myndast sýklalyfjaþol?
Sýklar eru meðhöndlaðir með margskonar lyfjum en stundum verða þeir þolnir. Einnig er talað um lyfjaónæma stofna baktería. Orsökin fyrir tilurð þeirra er sú að sýklalyf eru sterkur valkraftur, sem leiðir til breytinga á stofni sýklanna. Hér er að verki náttúrulegt val, sem Charles Darwin og Alfred Wallace uppgötvu...
Hver uppgötvaði stofnfrumur og hvenær voru þær fyrst notaðar til lækninga?
Orðið stofnfruma kemur fyrst fyrir í fræðitexta árið 1868 þegar þýski fósturfræðingurinn Ernst Haeckel (1834-1919) notaði orðið stamzelle um einfrumung sem síðar þróaðist yfir í fjölfrumulífveru, en í bók sinni velti Haeckel meðal annars fyrir sér frumulíffræðilegum grundvelli þróunarkenningar Darwins. Síðar notað...