Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 418 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er flóðmiga og er til einhver meðferð við henni?

Flóðmiga (diabetes insipidus) er sjúkdómur sem stafar af vanseyti á þvagtemprandi hormóni (ÞTH - e. ADH eða vasopressin). ÞTH er myndað í undirstúku heilans og er geymt í og seytt frá afturhluta heiladinguls. Seyti ÞTH fer eftir styrk natrínjóna og vatnsmagns í blóði en þetta tvennt helst í hendur. Ef natrínjónast...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er Marsjeppinn Curiosity stór og hvernig er hann knúinn áfram?

Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?

Snjógæs (Chen caerulescens) er norður-amerískur varpfugl sem verpir á freðmýrum álfunnar. Tegundin er hvít eins og nafnið ber með sér og greinist í tvær undirtegundir. Önnur þeirra nefnist C. c. caerulescens og er litlu minni en hin, um 63 til 78 cm löng og vegur á bilinu 2-3 kg. Hún verpir á svæði frá miðhluta no...

category-iconHugvísindi

Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?

Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis bo...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju höggva spætur í tré?

Spætur eru tiltölulega algengar í skóglendi og víðar í Evrasíu, Ameríku og Afríku en lifa ekki í Eyjaálfu og á Madagaskar. Spætutegundir eru mjög mismunandi að stærð, allt frá fuglum sem eru um 7 cm og vega örfá grömm upp í stóru gránuspætuna (Mulleripicus pulverulentus) sem finnst í regnskógum Suðaustur-Asíu o...

category-iconNæringarfræði

Hver borðaði fyrsta ísinn í heimi?

Ekki er hægt að svara þessari spurningu með því að benda á einhvern tiltekinn einstakling og segja að hann hafi óumdeilanlega verið fyrstur allra til að borða ís. Svarið fer líka eftir því hvernig við skilgreinum orðið ís. Flestir nota orðið um frystan mat úr mjólkurvörum (eða jurtafeiti) með sykri og bragðefnum í...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju nefndu íslenskir landnemar í Kanada byggð sína þar Gimli?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Byggð Nýja Íslands í Kanada var nefnd Gimli. Hver er uppruni og þýðing þess orð, þ.e. af hverju var þetta orð öðrum fremur talið tilvísun til heimahaganna á Íslandi? Þegar spáð er í landnám íslenskra innflytjenda í Manitóbafylki í Kanada árið 1875 og mögulegar ástæð...

category-iconLæknisfræði

Hvað er lotugræðgi og hvað orsakar hana?

Lotugræðgi er átröskun sem einkennist af óhóflegu áti fólks í endurteknum lotum. Að lokinni hverri lotu er reynt að "hreinsa" burt hitaeiningarnar sem neytt var, til dæmis með því að framkalla uppköst eða nota hægðarlosandi lyf. Í lotuáti borða sjúklingar óeðlilega mikið magn af hitaeiningaauðugum mat á skömmum tí...

category-iconHugvísindi

Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða?

Hundrað að fornu merkti 120. Upphaf orðsins er ekki yngra en frá 11. öld, sennilega eldra, og merkti fyrst 120 álnir vaðmáls þar sem hver alin skyldi vera af tilskilinni stærð og réttum gæðum. Eftir því sem tímar liðu urðu tengslin við vaðmálið ógleggri og virðast vera með öllu horfin á 17. öld. Bæði alin og hundr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er greifingi?

Greifingjar tilheyra ættinni Mustelidae og ættbálki rándýra (Carnivora). Þeir flokkast í átta tegundir sem greinast í sex ættkvíslir. Svonefndur hungangsgreifingi raðast í sérstaka undirætt sem er nefnd hunangsgreifingjaætt (Mellivoinae) en aðrir greifingjar tilheyra undirættinni Melinae. Tegundirnar eru ólíkar hv...

category-iconLögfræði

Hvaða lagaleg réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri?

Í heild sinni var spurningin svona: Hvaða lagalegu réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri, til dæmis í verslunarkjörnum eða öðrum fjölförnum stöðum á Íslandi? Í svarinu hér á eftir er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við rétt ljósmyndara til að taka myndir af einstaklingum en ekki bara byggingum, styttum eða s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Deyja hvítabirnir út ef ísinn á heimaslóðum þeirra bráðnar?

Lagnaðarísinn sem liggur við strandsvæði norðurhjarans yfir veturinn myndar kjöraðstæður fyrir hvítabjörninn (Ursus maritimus) til að afla sér fæðu. Þar geta þeir setið fyrir sel eða fundið kópaholur urtanna sem lifa á ísnum, en selir eru helsta fæða ísbjarna eins og fram kemur í svara sama höfundar við spurningun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fer jafnmikil orka í að hlaupa á hlaupabretti og utan dyra?

Það fer aðeins minni orka í að hlaupa á sama hraða á láréttu hlaupabretti heldur en utan dyra. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst loftmótstaðan. Þegar hlaupið er á bretti hreyfist það undir hlauparanum og hann hleypur í raun á staðnum. En hreyfing hlauparans 'miðað við brettið' er alveg eins og hreyfingin á...

category-iconVeðurfræði

Eru óveður algeng um páska (páskahret)?

Hret eru algeng síðla vetrar og á vorin, en þau lenda ekkert frekar á páskum en öðrum dögum á tímabilinu. Ekkert samband hefur fundist milli illviðra og tunglstöðu. Þar sem páskar falla á mismunandi tíma á ári hverju er hægt að tengja veðuratburði á nokkuð löngum tíma við þá. Af umræðu síðustu 40 til 50 ára er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Stunda dýr kynlíf sér til gamans og ánægju eða bara til að fjölga sér?

Lengi vel töldu menn að kynlíf dýra væri einungis tengt hormónastýrðri þörf til æxlunar. Með auknum rannsóknum á ýmsum þáttum í atferli dýra, meðal annars hegðun sem tengist kynlífi, hefur komið í ljós að kynhegðun dýra, og þá sérstaklega spendýra, er mjög fjölbreytileg. Sjálfsfróun og samkynhneigð þekkist til að ...

Fleiri niðurstöður