Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7163 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er langt til næstu stjörnu fyrir utan sólkerfið okkar og í hvaða sólkerfi er hún?

Sú stjarna sem er næst okkar sólkerfi er fjölstirnið Alfa í Mannfáknum en hún er í 4,3 ljósára fjarlægð frá jörðu og þó undarlegt virðist færist hún á 20-25 kílómetra á sekúndu hraða í átt til okkar. Eftir 2400 ár verður fjölstirnið þess vegna komið 0,2 ljósárum nær en það eru núna, þá verður það í 4,1 ljósára fja...

category-iconTölvunarfræði

Hver er munurinn á PCI-, PCI Express- og AGP-raufum?

Svonefndar PCI-, PCI Express- og AGP-raufar (e. slots) eru hraðvirk tengi á móðurborðum. Raufarnar eru notaðar til að bæta virkni við móðurborðið í tölvunni, til dæmis skjákort, netkort, diskastýringar, sjónvarpskort og hljóðkort. Helsti munurinn á þeim er aldur þeirra og samskiptahraðinn. PCI Express-, AGP- og...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað forðar geimferju frá loftsteinum á leið inn í gufuhvolf jarðar?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvers vegna rekast geimför aldrei á aðskotahluti út í geimnum? Er hægt að forðast það? (Þorvaldur Hermannsson)Stafar jörðinni hætta af svokölluðu geimrusli, og ef svo er, er hægt að eyða því? (Trausti Salvar)Er það rétt að á sporbaug um jörðu þjóti skrúfur og annað dras...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig stendur á því að spörfuglar fljúga ekki svo neinu nemi í aftakaveðrum?

Við erum ekki alveg viss, hvort spyrjandi átti við 'fljúga' eða 'fjúka'. Síðari spurningin, með 'fjúka', er einföld. Ef það er rétt að spörfuglar fjúki ekki í fárviðrum er það auðvitað vegna þess að þeir leita sér skjóls og halda sér í það sem þeir standa eða sitja á, en fuglsfætur eru vel lagaðir til þess eins og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðasambandsins 'að hlaupa af sér hornin', ég finn það hvergi á Google?

Orðasambandið að hlaupa af sér hornin í merkingunni ‘stillast, læra af reynslunni’ er erlent að uppruna. Í dönsku er sambandið løbe/rende hornene af sig og í þýsku sich dir Hörner ablaufen/abstoβen/abrennen. Líkingin er upprunalega sótt í dýraríkið. Ungir hirtir og hreindýrstarfar þóttu róast mikið þegar þeir...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að fá garnaflækju ef maður veltir sér niður langa brekku eða snýr sér mikið á skrifstofustól?

Garnaflækja er af ýmsum gerðum. Garnaflækja í miðgirni er algengust í nýburum sem hafa meðfæddan galla eftir snúningsvillu í myndun meltingarvegarins á fósturskeiði. Garnaflækja í hluta þarmanna (e. segmental volvulus) getur komið fyrir á hvaða aldri sem er, oftast hjá fólki sem hefur tilhneigingu til þessa vegna...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?

Mannsheilinn er geysilega flókið líffæri og ekki þekkt fullkomlega. Hins vegar hafa menn í aldanna rás lært mikið um starfsemi þessarar stjórnstöðvar mannslíkamans. Heilabörkurinn er sá hluti heilans sem er þróunarlega yngstur og þar liggja meðal annars stjórnstöðvar fyrir hreyfingar og skynjun. Heilabörkurinn lig...

category-iconVísindavefur

Af hverju eru orðin "getur ekki" og "mun aldrei" notuð svo títt á Vísindavefnum?

Spyrjandi bætir við:Ef haft er til hliðsjónar: "...maðurinn á ALDREI eftir að fljúga..."Þessi spurning kemur okkur óneitanlega á óvart því að hitt heyrist fullt eins oft að vísindin gefi ekki nógu afdráttarlaus svör og vísindamenn setji svör sín oft fram með miklum fyrirvörum. Ef fullyrðing spyrjanda væri rétt mæt...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna skelfur jörð á Ítalíu?

Í lok maí og byrjun júní 2012 gengu nokkrir jarðskjálftar yfir Ítalíu, sá stærsti af stærðinni 6,0. Kostuðu þeir yfir 20 mannslíf, nokkur hundruð manns slösuðust og margir misstu heimili sín. Flestum er enn í minni jarðskjálftinn undir borginni l´Aquila á Ítalíu árið 2009, er 150 manns fórust. Þrjú þúsund fórust e...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Edwin Hubble og hvernig breytti hann heimsmynd okkar?

Fáir vísindamenn tuttugustu aldar hafa haft jafnmikil áhrif á heimsmynd okkar og bandaríski stjarnvísindamaðurinn Edwin Powell Hubble (1889-1953). Hann sýndi fram á að alheimurinn er miklu stærri en menn höfðu áður talið. Og ekki nóg með það, heldur sýndi hann líka að heimurinn er stöðugt að þenjast út með ákveðnu...

category-iconStærðfræði

Hvar verð ég staddur ef ég ferðast með 50 km hraða á klukkustund í norðaustur í 110 daga?

Með þessum hraða fer spyrjandinn 1200 km á sólarhring og ef hann héldi því áfram í 110 daga yrðu úr því 132.000 km. Gallinn er hins vegar sá að hann kemst ekki svo langt með því að fara sífellt í norðaustur. Sá sem ferðast sífellt í sömu stefnu á jarðarkúlunni endar á öðrum hvorum pólnum nema þessi fasta stefn...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er langt til Mars?

Mars og jörðin eru bæði á braut kringum sólina svo að það getur verið misjafnlega langt hverju sinni á milli þessara reikistjarna. Pláneturnar fara á mismunandi hraða svo að á einum tíma geta þær verið sömu megin við sólina en hvor sínu megin á öðrum tíma. Þegar pláneturnar eru næst hvor annari eru um það bil 78.0...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna geta grjótskriður runnið upp í móti?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hver er skýringin á því að grjótskriður (rock avalance) renna oft langt fram og jafnvel upp í móti, samanber Steinholtshlaupið og Vatnsdalshóla?Framhlaup af þessu tagi eru „hamfara-atburðir“ þar sem geysileg orka leysist úr læðingi á örskömmum tíma. Menn eru ekki sammála um ein...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig geta fuglar flogið?

Þetta er góð og umhugsunarverð spurning sem varðar ýmsar greinar vísinda, til dæmis bæði eðlisfræði og líffræði. Hér verður reynt eftir föngum að fjalla um nokkrar hliðar hennar. Fleygir fuglar hafa vængi og fiður úr sérstöku efni sem er mjög létt í sér, hrindir frá sér vatni og veldur litlum núningi við loftið...

category-iconJarðvísindi

Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum um þverbrotabelti sunnanlands? Hvaða íbúðahverfi önnur á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum s.s. Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans? Stutta svarið við spurningunni er að engin íbúðahverfi á höfu...

Fleiri niðurstöður