Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 342 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum?

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“ og hefst hún á 4. sunnudegi fyrir jóladag. Þessi árstími var löngum - og er reyndar víða enn - kallaðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt. Aðventukransinn ...

category-iconSálfræði

Hvernig verkar þessi skynvilla?

Upphaflega var spurningin svona: Hæ. Meðfylgjandi "sjónhverfing" barst mér í tölvupósti fyrir stuttu. Getið þið útskýrt hvernig þetta virkar? Slakið á og horfið einbeitt í um 30 sekúndur á miðja myndina. Ekki hreyfa augun. Beinið svo sjónum ykkar að tómum vegg, helst ljósmáluðum. Þið munuð sjá ljóshring. Blikkið...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Masada?

Masada er fornt fjallavirki í Ísrael, nærri suðvesturströnd Dauðahafsins. Það var Heródes konungur í Júdeu, sá sem sagt er frá í frásögunum af fæðingu Jesú í Nýja Testamentinu, sem lét reisa virkið einhvern tímann um eða fyrir 30 f.Kr. Kletturinn sem virkið stendur á rís í um 400 metra hæð yfir Dauðahafinu og er e...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig verkar bandaríska skólakerfið og hvaða einkunnakerfi er notað?

Bandaríska skólakerfið er á margan hátt byggt öðru vísu upp en hið íslenska. Erfitt er að gera nákvæma grein fyrir því þar sem töluverður munur er á útfærslu milli mismunandi ríkja innan Bandaríkjanna. Þó má lýsa kerfinu í grófum dráttum miðað við það sem algengast er. Skólaganga í Bandaríkjunum hefst yfirleitt...

category-iconSálfræði

Af hverju er svona mikill munur á útliti og persónuleika fólks?

Hægt er að skilja þessa spurningu þannig að lesandi vilji vita hvers vegna tiltekið útlit og persónuleiki fari ekki saman. Hér verður aftur á móti gert ráð fyrir að spurt sé um hvers vegna munur sé á milli manna í útliti og persónueinkennum, það er af hverju það eru ekki allir eins. Spurningin um hvað ráði því ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig er best að svæfa börn?

Aðferðir til að svæfa börn geta verið bæði menningarbundnar og persónubundnar. Val á aðferð fer mikið eftir viðhorfum foreldra en einnig eftir aldri og persónugerð barnsins. Hér á eftir er stiklað á stóru varðandi nokkra þætti sem skipta máli þegar börn eru lögð til svefns. Börn fæðast með þann hæfileika að ge...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?

Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni kenninafnanna okkar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég er að reyna að finna hver uppruni kenninafnana okkar er. Sem sagt hver er ástæðan fyrir því að við berum föðurnafn okkar og svo dóttir eða sonur. Hvenær má sjá þau fyrst birtast í samfélaginu? Notkun föður- eða móðurnafna er liður í langri þróun nafnaforða evrópskra ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað var hægt að læra 1918 og hvers konar skólar voru á Íslandi þá?

Allt síðan á 18. öld hafði verið fræðsluskylda á Íslandi, foreldrar verið ábyrgir fyrir því að börn lærðu að lesa og skrifa og fræddust um meginatriði kristindóms. Seint á 19. öld bættist við krafa um reikningskunnáttu. Á 19. öld var líka tekið að stofna barnaskóla á einstökum þéttbýlisstöðum. En í sveitum voru ví...

category-iconLæknisfræði

Hvað var gert við geðsjúklinga á Íslandi fyrr á öldum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað var gert við geðsjúklinga (t.d. fólk með geðklofa) á Íslandi fyrr á öldum? Voru til einhvers konar hæli þar sem þeir voru „geymdir" eða voru þeir bara heima hjá fjölskyldum sínum? Geðsjúkt eða sinnisveikt fólk á Íslandi bjó við jafn misjöfn kjör og þau voru mörg fram til ...

category-iconHeimspeki

Eru til svör við öllu?

Þessa spurningu mætti skilja á tvo vegu, eftir því hvort áherslan er á "svör" eða á "öllu". Í fyrra tilfellinu er vandinn: "Hvað er svar?", en í því seinna er hann: "Ef við vitum hvað 'allt' er, og við vitum hvað telst fullnægjandi 'svar' við því, er þá til svar við hverju atriði úr þessu "öllu"?". Fyrst skulum...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hugsanlegt að hægt verði að stöðva öldrun algjörlega eða er það óraunsætt?

Þessari spurningu hefur Pálmi V. Jónsson þegar svarað á nokkuð ítarlegan hátt í svörum sínum við spurningunum Af hverju eldumst við? Hvers vegna er ekki hægt að stöðva öldrun í fólki? Þegar menn velta því fyrir sér hvort hægt sé að stöðva öldrun þá er vitaskuld ekki átt við það hvort eitthvað megi gera svo ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Gregor Mendel og fyrir hvað er hann frægur?

Johann Gregor Mendel er oft nefndur faðir erfðafræðinnar, en hann sýndi fyrstur manna fram á með tilraunum hvernig einkenni gætu erfst á milli kynslóða og setti fram kenninguna um erfðaefnið. Mendel fæddist 22. júlí árið 1822 í Heinzendorf í Moravíu, sem nú heitir Tékkland. Þetta svæði var þá hluti af austurrís...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan koma páskasiðirnir um kanínur, hænur, egg og annað slíkt?

Upphaflega voru spurningarnar þessar: Af hverju eru málshættir í páskaeggjum? (Þóra Björg) Hvernig tengjast hænur og hænuungar páskum? (Íris Björk) Hverjum datt fyrst í hug að búa til egg úr súkkulaði, fannst honum venjuleg egg ekki nógu góð? (Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, f. 1989) Hvaðan koma páskaungarnir ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Einar Ólaf Sveinsson og framlag hans til íslenskra fræða?

Einar Ólafur Sveinsson var meðal afkastamestu og virtustu fræðimanna á sviði íslenskra fræða um miðbik 20. aldar. Hann var þjóðkunnur maður á Íslandi fyrir ritstörf sín og lestur fornsagna í Ríkisútvarpinu, en flutti einnig fjölda fyrirlestra við háskóla víða um heim. Enn er mikið vitnað til verka hans meðal íslen...

Fleiri niðurstöður