Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 281 svör fundust
Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?
Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...
Hver var Jóhannes Kepler?
Þýski stjörnufræðingurinn Jóhannes Kepler fæddist í borginni Weil der Stadt skammt frá Stuttgart í Þýskalandi þann 27. desember árið 1571 klukkan 2:30 eftir hádegi eftir meðgöngu sem tók 224 daga, 9 klukkustundir og 53 mínútur samkvæmt útreikningum hans sjálfs. Ævi hans var sorgarsaga í öllu sem kallast ytri a...
Hver var Werner Heisenberg og hvert var hans framlag til vísindanna?
Þýski eðlisfræðingurinn Werner Heisenberg (f. 5.12. 1901 í Würzburg, d. 1.2. 1976 í München) var einn af brautryðjendum skammtafræðinnar og meðal fremstu vísindamanna á sinni tíð. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1932. Svonefnt óvissulögmál sem hann setti fram árið 1927 og við hann er kennt lýsir takm...
Hver er elsta þekkta heimild um galdrastafi á Íslandi?
Íslensk hefð galdrabóka, sem á alþjóðmálum kallast grimoires, hófst snemma á svonefndri lærdómsöld (1550–1750), sem þrátt fyrir nafnið var engan veginn laus við hjátrú. Fyrir miðja 16. öld urðu siðaskipti í landinu og tók lútherstrú við af kaþólsku. Ísland var þá hluti af danska konungsríkinu. Ströng opinber viðmi...
Hve margir Íslendingar dóu í seinni heimsstyrjöldinni?
Hér er gert ráð fyrir að spurt sé um fjölda þeirra Íslendinga sem létust af orsökum sem tengja má stríðinu og veru hersins hér á landi en ekki heildarfjölda þeirra sem létust á þeim árum sem stríðið stóð yfir. Vitað er með vissu um 159 Íslendinga sem létu lífið vegna ófriðarins með einum eða öðrum hætti. Af þe...
Ættu framhaldsnemar að læra siðfræði vísinda og rannsókna?
Hvers vegna ættu framhaldsnemar við Háskóla Íslands að læra undirstöðuatriði í siðfræði vísinda og rannsókna?[1] Þegar leitað er svara við þessari spurningu tel ég rétt að minna á meginmarkmið háskólamenntunar. Það er hlutverk menntunar að gera nemendum kleift að öðlast þekkingu í þeirri fræðigrein sem þeir hafa v...
Hvaða nöfn eru notuð á vindstigin og hver er saga íslenskra vindstigaheita?
Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluðum Beaufort-kvarða. Kvarðinn sá hefur lengst af verið 13 stiga, lægst núll, hæst 12. Við matið var notast við töflu sem ber áhrif vindsins saman við mæld...
Hvað hafa fundist mörg afbrigði af minkakórónuveiru sem smitað hefur fólk?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað hafa fundist (verið raðgreind) mörg afbrigði af minkakórónaveiru sem smitað hefur fólk og hversu mörg þeirra eru með breytingar sem valda breytingu á bindiprótíninu (e. spike protein)? Minkakórónuveira 1 Fyrir heimsfaraldur í mönnum af völdum veirunnar SARS-CoV-2 sem veldu...
Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?
Í þessu svari er aðallega fjallað um hátíðisdaga íslensku þjóðkirkjunnar en aðrar kirkjudeildir geta haft fleiri eða færri hátíðisdaga. Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu eða jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á ...
Hver er meginmunurinn á rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki?
Á tuttugustu öld urðu til tveir meginstraumar í vestrænni heimspeki, rökgreiningarheimspeki annars vegar og svokölluð meginlandsheimspeki hins vegar. Þessi skipting heimspekinnar á sér að vísu miklu lengri forsögu. En hún er einnig svolítið villandi. Munurinn á þessum meginstraumum innan heimspekinnar er ekki fyll...
Hvaða þekkingu höfðu íslenskir miðaldamenn á eldgosum og eldfjöllum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið vissu Íslendingar um eldgos og eldfjöll á árum áður? Höfðu þeir skilning á því hvað væri að eiga sér stað? Þá á ég til dæmis um næstu árhundruð eftir landnám. Í Landnámabók, sem tekin var saman af fróðum mönnum upp úr 1100, má finna 14 atriði sem fjalla u...