Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er himinninn blár?

Með þessu er einnig svarað spurningu Andrésar Magnússonar: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og svo framvegis. En hvernig stendur þá á því að tunglið er gult og jafnvel rauðleitt þegar það er lágt á himni?Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verkar spegill sem speglar á annarri hliðinni en er gegnsær hinum megin séð?

Spyrjandi vísar í upphaflegri spurningu í yfirheyrsluherbergi í bíómyndum. Spegillinn sem lýst er í spurningunni er aðeins til í skáldsögum og kvikmyndum. Hins vegar má ná fram svipuðum skynhrifum með því að nota flöt sem speglar ljósgeislum að hluta en hleypir hinu í gegn, og hafa rökkvað öðru megin flatar en ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvort snýst jörðin 15,00 eða 15,04 gráður á klukkustund?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Jörðin snýst 360 gráður á sólahring, þar af leiðandi 15 gráður á klst. Nú var ég að lesa í bók að jörðin snúist 15,04 gráður á klst. Ef það er rétt þá ætti hún að hafa farið einni gráðu lengra á 20 klst. og þar af leiðandi ætti 12 á hádegi að birtast okkur sem 12 á miðnætti e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er varmageislun gljáandi hluta minni en mattra hluta?

Styrkur varmageislunar frá fleti er nátengdur því hve mikið flöturinn gleypir í sig af áfallandi geislun, það er ísogs- eða gleypnieiginleikum flatarins. Við tölum um svarthlut þegar yfirborðið drekkur í sig alla geislun sem á það fellur og varmageislun frá svarthlut er einmitt sú kröftugasta sem nokkur hlutur nær...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður staða megintungla í sólkerfinu sérstök 5. maí næstkomandi? Hverjar verða afleiðingarnar?

Næsta föstudag, 5. maí árið 2000, verður staða reikistjarnanna þannig að allar björtustu reikistjörnurnar fimm utan jarðar, Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus verða samtímis nálægt samstöðu innbyrðis og um leið ekki fjarri ytri samstöðu við sól sem kallað er, það er að segja nærri því andstæðar jörðu miða...

category-iconHugvísindi

Hvaða mánaðar- og vikudaga, nákvæmlega, var Alþingi Íslendinga sett árin 999, 1000 og 1001?

Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða var ákveðið á Alþingi árið áður en kristni var lögtekin, „að menn skyldi svo koma til alþingis, er tíu vikur væri af sumri, en þangað til komu viku fyrr.“ Þetta kemur heim við lögbókina Grágás, sem var auðvitað skráð eftir að þessi breyting var gerð. Í Þingskapaþætti hennar segir: ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Á hvaða breiddargráðu er Ísland?

Nyrsti tangi Íslands er Rifstangi sem er á 66°32,3´ N (les: 66 gráðum og 32,3 mínútum norður eða norðlægrar breiddar). Syðsti tanginn er Kötlutangi á 63°23,6´ N. Allt "meginland" Íslands er sem sagt á milli þessara tveggja breiddarbauga. Hins vegar nær Kolbeinsey norður á 67°08,9´ og Surtsey suður á 63°17,7´. Alla...

category-iconStærðfræði

Hver er hæsta frumtalan?

Svarið er að hæsta frumtalan er ekki til og frumtölur eru óendanlega margar. Frumtölur eða prímtölur (prime numbers) eru tölur sem engar aðrar heilar tölur ganga upp í en 1 og talan sjálf. Þær er með öðrum orðum ekki hægt að skrifa sem margfeldi af tveimur eða fleiri öðrum tölum. Þannig eru bæði $2$ og $3$ fru...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða halastjarna er með lengstan hala?

Yfirleitt er í mesta lagi ein meiri háttar halastjarna sýnileg með berum augum frá jörðinni í einu. Lengdin á halanum breytist mjög með fjarlægð frá sól og er ekki endilega hin sama í hverri heimsókn halastjörnunnar eftir aðra. Þess vegna er lengd halans á halastjörnum ekki einkennisstærð sem hægt er að fletta upp...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er kertalogi?

Kertalogi er til kominn við það að vaxið í kertinu brennur. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem eru táknaðar með O2(g), þar sem bókstafurinn g táknar að efnið er í gasham.Sameindirnar í vaxinu má rita sem CnHm þar sem...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvers vegna sýnast gagnstæð dulstirni langt í burtu þótt þau hafi verið nálægt hvort öðru skömmu eftir Miklahvell þegar þau sendu ljós til mín?

Spyrjandi hafði upphaflega eftirfarandi orð um spurningu sína:Hvers vegna er það að að ég get horft á dulstirni sem eru í sitt hvora áttina frá jörðinni, það er að segja að jörðin og dulstirnin tvö mynda "beina" sjónlínu. Það sem ég á við er að þá erum við að horfa langt út í geim og að sama skapi langt aftur í tí...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvers vegna telja vísindamenn að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geim? - Er sá eiginleiki ekki ónothæfur ef fjarlægðin var ekki til staðar þá?

Vísindamenn telja ekki að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geiminn. Ástæðan er sú að fyrstu milljón árin var heimurinn ógegnsær og því verður aldrei hægt að sjá nær Miklahvelli en það. Sennilega er þó nær að gera ráð fyrir að ekki muni unnt í náinni framtíð að sjá miklu nær Miklah...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju kemur vetur?

Veturinn kemur af því að möndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar. Hins vegar vísar hann alltaf í sömu stefnu í geimnum. Þess vegna snýr norðurpóll og norðurhvel jarðar stundum frá sól, mest á vetrarsólhvörfum. Þá er vetur vegna þess að minna sólarljós fellur á hverja flatareiningu heldur en á su...

category-iconVísindi almennt

Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst afhent og hver fékk þau fyrst?

Svíinn Alfred Nobel, sem fann meðal annars upp dýnamitið, stofnaði til Nóbelsverðlaunanna í erfðaskrá sinni. Þau voru fyrst afhent árið 1901 í fjórum greinum, eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum. Sænska akademían úthlutar þeim. Einnig hafa frá upphafi verið veitt friðarverðlaun samkvæmt ákvörðun norsk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?

     Mynd 1: KertalogiKertalogi er til kominn vegna bruna kertavaxins í kertinu. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem og sameindir vaxins og mynda óstöðug lítil sameindabrot. Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem ...

Fleiri niðurstöður