Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5645 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvert er algengasta krabbameinið af völdum reykinga?

Árlega greinast á Íslandi rúmlega 80 karlar og 60 konur með krabbamein sem rekja má beint til reykinga þeirra. Þetta eru um 15% allra karla og 11% allra kvenna sem greinast með krabbamein árlega. Flestir þessara einstaklinga fá lungnakrabbamein, eða um 100 manns árlega. Til viðbótar greinast árlega um 16 einsta...

category-iconLögfræði

Er hægt að gefa líkama sinn til vísindarannsókna eftir dauðann?

Ekki er að finna nein ákvæði í lögum eða reglugerðum um heimild til að gefa líkama sinn til vísindarannsókna. Menn geta ánafnað líkama sinn, til dæmis til læknadeildar Háskóla Íslands, til rannsóknar og kennslu. Sá sem hefur áhuga á því gerir lögformlegan samning í votta viðurvist við Háskóla Íslands. Í samning...

category-iconLögfræði

Hvar kemur fyrst fyrir orðatiltækið 'með lögum skal land byggja'?

Orðatiltækið „með lögum skal land vort byggja“ var vel þekkt til forna um öll Norðurlönd. Það kemur fyrir í Jótalögum, Upplendinga- og Helsingjalögum og í Frostaþingslögum. Í íslenskum heimildum er orðatiltækið þekkt úr Njáls sögu með viðbótinni „...en með ólögum eyða“ sem einnig er í Frostaþingslögum. Í 70. k...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða fyrirbæri á himninum skín svona skært á kvöldin um þessar mundir?

Það er reikistjarnan Venus sem er bjartasta stjarnan á himninum á kvöldin frá janúar og fram í síðari hluta marsmánaðar vorið 2009. Sagt er að hún sé kvöldstjarna því hún er á lofti við sólarlag og sest nokkru síðar. Meira má lesa reikistjörnuna Venus í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Sést Venu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið vændi og hvað merkti það upprunalega?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er orðið vændi notað á íslensku um sölu á kynlífi? Og hvaðan kemur það? Vændi er í nútímamáli að bjóða kynlífsþjónustu gegn gjaldi. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:1155) merkti vændi í forníslensku vonsku eða illa hegðun og v...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig mun veiran sem veldur COVID-19 þróast?

Veirur eru breytilegar. Munur er á gerðum, að hluta til vegna erfða, og þær fjölga sér misjafnlega hratt. Af því leiðir að veirur munu þróast vegna náttúrulegs vals. Ef samkeppni er milli veiruagna, sem hlýtur óhjákvæmilega að vera því fjölgunargetan er gríðarlega mikil, þá munu þær aðlagast og öðlast eiginleika s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju bítur mýflugan?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju bítur mýbit (mýfluga), og af hverju stundum eða sumt? Er einhver viss árstími sem flugan bítur frekar? Eru fræðirit sem ég get flett upp í?Fyrst er rétt að gera grein fyrir hvaða flugur eru flokkaðar sem mýflugur. Mýflugur eru undirættbálkur (Nematocera) í ættbálki tv...

category-iconStærðfræði

Hvernig eru skekkjumörk í skoðanakönnunum reiknuð út?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hægt að finna skekkjumörk (t.d. hjá fylgi stjórnmálaflokka í könnunum)? Þegar við sjáum niðurstöður úr spurningakönnunum þar sem fylgi stjórnmálaflokka er metið, þá eru þær byggðar á svörum hóps fólks sem við köllum úrtak. En hvernig getur úrtak endurspeglað...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getur þú sagt mér um finnsku borgarastyrjöldina 1918?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918? þá var mjög viðkvæmt ástand í Finnlandi í byrjun árs 1918. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Efnahagsástand var erfitt, fyrri heimsstyrjöldin hafði klippt á viðskiptasambönd Finnlands til vesturs og rússneska bylting...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hve margar geta krabbameinsfrumur í blóði orðið? Fer það eftir aldri eða tegund krabbameins eða einhverju öðru?

Krabbameinsfrumur af ýmsum tegundum geta komist í blóð, borist með því og sest síðan að annars staðar í líkamanum og myndað meinvörp. Þegar þetta gerist eru aldrei nema fáar krabbameinsfrumur á ferðinni í blóðstraumnum. Einu illkynja frumurnar sem eru í verulegum fjölda í blóði eru þær sem eiga uppruna sinn í blóð...

category-iconJarðvísindi

Hverjar eru helstu gerðir eldstöðva?

Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands er að finna ágæta umfjöllun um flokkun íslenskra eldstöðva. Eldstöðvar eru þeir staðir á yfirborði jarðar þar sem bergkvika kemur upp og við endurtekin eldgos hlaðast þar upp eldfjöll. Þorleifur segir það einkum þrennt sem hafa þarf í huga við flokkun eldstöðva á...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort deyja menn „um“ eða „fyrir“ aldur fram?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja: „Hann (hún) lést fyrir aldur fram árið ... aðeins ... ára að aldri“ „Hann (hún) lést um aldur fram árið... aðeins ... ára að aldri“ Með ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið 1700 og súrkál?

Súrkál þekktist hér á landi að minnsta kosti frá lokum 17. aldar. Í ritinu Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur (1999:298–299) er kafli um súrkál og hvernig það var unnið. Samkvæmt því var oftast notað gulrófukál sem skorið var smátt og sett út í síað skyr eða stundum súrmjólk. Þótti þetta ágætis matur á ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin ,,að krepera“ og hvenær kom hún inn í málið?

Um sögnina krepera segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:504): krepera s. (nísl.) ‘dragast upp, sálast’. To. úr d. krepere í svipaðri merkingu. Orðið er ættað úr lat. crepāer ‘braka, skrölta’; merkingin ‘farast’ eða ‘deyja’ er af því runnin að so. var m.a. höfð í merk. ‘að rifna’ eð...

category-iconHugvísindi

Hvers konar skrum fara lýðskrumarar með?

Orðið lýður merkir ‘þjóð, fólk, almenningur’ og skrum merkir ‘ýkjufrásögn, raup’. Lýðskrum er þá skjall eða skrum sem einhver flytur í því formi sem hann telur að nái best eyrum fólksins. Orðið lýðskrumari er til í málinu að minnsta kosti frá því snemma á 20. öld. Það er oft notað um stjórnmálamann sem tekur a...

Fleiri niðurstöður