Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1379 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvar er borgin Bilbao?

Bilbao er stærsta borgin í Baskalandi á Norður-Spáni og stendur við mynni árinnar Nervión við Biscayaflóa. Íbúar borgarinnar sjálfrar eru á bilinu 350-360.000 en á Stór-Bilbao svæðinu öllu býr rúmlega 1 milljón manns. Bilbao er ein helsta hafnarborg Spánar og hefur verið svo lengi. Upphaf hennar má rekja til...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið "dandalast" komið í þeirri merkingu að vera með einhverjum?

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina að dandalast er úr orðabókarhandriti Hallgríms Schevings en það var skrifað niður um miðja 19. öld. Þar segir: "dandalast brúkað um að ríða hægt og hægt, stundum líka að gánga einsamall með útúrdúrum og seinlæti." Sennilega er þetta upphafleg merking orðsins en af yngri dæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Þinns má vera Barbie ef minns má vera Súpermann. Hvers konar orð eru þetta?

Eftir notkuninni að dæma eru þinns og minns ígildi eignarfornafna og koma í setningunni í stað þín og minn. Vel er þekkt í máli barna að tala um minn og þinn í leik: "Ef minn gerir þetta þá gerir þinn eitthvað annað." Þá er undanskilið til dæmis karl, Action Man, Súperman ("Ef minn karl gerir þetta..." og svo fram...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að segja 'bar beinin' eða 'beraði beinin' og hvers vegna?

Orðtakið bera beinin í merkingunni ‘deyja, ljúka lífi sínu’ er þekkt í fornu máli og hefur lifað allt fram á þennan dag. Af dæmum úr fornum textum er augljóst að um sterku sögnina bera er að ræða (bera – bar – bárum – borið). Í bókinni Íslenzkt orðtakasafn (1968:52) getur Halldór Halldórsson sér þess til að sö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er það kallað "að gefa selbita" þegar gefið er högg á kinn með vísifingri sem spyrnt er frá þumli?

Ólafur Davíðsson þjóðfræðingur flokkar leikinn "að gefa selbita" undir hrekkjabrögð og nánar undir fantabrögð (1887:167). Hann lýsir verknaðinum þannig:Selbiti eða sölbiti er fólginn í því að fremsti liðurinn á laungutaung eða vísifíngri er spentur við þumalfíngursgóminn; er honum svo kipt fram af gómnum á höndina...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er til annað sólkerfi?

Já, það er til annað sólkerfi og reyndar allnokkur sem menn vita um með fullri vissu. Skilgreiningin á sólkerfi er þessi: Sólstjarna með reikistjörnur eða annað af því tagi á braut í kringum sig. Fram til ársins 1990 var sólkerfið okkar það eina sem vitað var um með fullri vissu. Síðan þá hafa mörg önnur fun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er röst?

Rastir myndast þegar þungir sjávarfallastraumar mæta grynningum. Sjólag verður erfitt eða illfært í röstum einkum þegar vindalda er mikil og á móti straumnum. Hér við land er Reykjanesröstin, Húllið, vel þekkt en hún er milli Eldeyjar og Reykjaness. Á minni skipum getur þurft að sæta sjávarföllum til að kom...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er dám og að dáma og hvenær dámar manni og hvenær ekki?

Nafnorðið dámur merkir ‛lykt, keimur, þefur’. Sambandið að draga dám af einhverju eða einhverjum er notað um að verða fyrir áhrifum, mjög oft neikvæðum, eða líkjast einhverju eða einhverjum, samanber sambandið hver dregur dám af sínum sessunaut. Orðasambandið er þekkt frá því á 17. öld. Sögnin að dáma er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir: Margur verður af aurum api?

Margur verður af aurum api er ljóðlína í Hávamálum sem teljast eitt af Eddukvæðum. Þau voru skrifuð niður á 13. öld en höfðu lifað lengi í munnmælum. Fyrri hluti 75. erindis er þannig: Veita hinn er vætki veit, margur verður af aurum api. veit-a: veit ekki, -a er neitandi viðskeyti vætki: ekkert ap...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við gilli-gill þegar við kitlum lítil börn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju segjum við "gilli-gill" þegar við kitlum einhvern? Hefur það einhverja merkingu? Það er vel þekkt að orð eru löguð til þegar verið er að tala við lítil börn. Eitt dæmi er orðið snuð 'eins konar tútta’ sem breyttist í snudda og aftur í dudda, til dæmis ,,Hvar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Þanghaf og hvar er það?

Þanghafið nefnist einnig Sargassóhaf. Það dregur nafn sitt af lausu sargassóþangi sem flýtur um hafið í miklum breiðum. Þanghafið er hluti af Atlantshafi. Það er fyrir vestan Asoreyjar og nálægt Bermúda-eyjum, á mótum Golfstraumsins og Norðurmiðbaugsstraumsins. Hér sést Þanghafið á korti. Það voru líklega po...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja Hafnfirðingar „að ramba“ í staðinn fyrir „að vega salt“?

Snemma á níunda áratug síðustu aldar var spurst fyrir hjá Orðabók Háskólans hvort hún ætti dæmi um orðið rambelta notað um vegasalt. Í talmálssafni Orðabókarinnar voru fáein dæmi sem öll áttu rætur að rekja til Hafnarfjarðar. Ég spurðist því fyrir um orðið í útvarpsþætti Orðabókarinnar og fékk allnokkur svör, fles...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er maskínupappír og af hverju er hann kenndur við maskínu?

Farið var að auglýsa maskínupappír í blöðum undir lok 19. aldar. Í blöðunum Íslandi, Ísafold og Fjallkonunni í apríl 1899 er maskínupappírinn nefndur ásamt ýmsum öðrum varningi og virðist auglýsandinn hinn sami. Engin skýring er á því um hvaða pappír er að ræða og hefur það líklega ekki þótt nauðsynlegt. Pappírinn...

category-iconLæknisfræði

Hvað er ebóluveiran?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hver eru einkenni, útbreiðsla og möguleg lækning gegn Ebóluveirunni? Ebóluveiran tilheyrir svokölluðum þráðveirum (e. filoviruses) sem eru einþátta RNA-veirur sem minna í útliti á snúru eða reipi. Rafeindasmásjármynd af ebóluveiru. Veiran dregur nafn sitt af ánni Ebólu í Ko...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verka vefaukandi sterar?

Orðið sterar (e. steroids) er samheiti yfir fituleysanleg efni í líkamanum sem hafa flókna byggingu, grundvallaða á grind úr sautján kolefnisfrumeindum. Kólesteról telst til þessa efnaflokks og er til dæmis notað í líkamanum til að mynda sterahormón, þar á meðal kynhormón. Allir vefaukandi sterar (e. anabolic ste...

Fleiri niðurstöður