Af hverju segjum við "gilli-gill" þegar við kitlum einhvern? Hefur það einhverja merkingu?Það er vel þekkt að orð eru löguð til þegar verið er að tala við lítil börn. Eitt dæmi er orðið snuð 'eins konar tútta’ sem breyttist í snudda og aftur í dudda, til dæmis ,,Hvar er duddan þín?’ Gilli-gill er barnamál, sagt gælandi við lítil börn þegar verið er að kitla þau. Að baki liggur vafalaust sögnin að kitla. Upphaflega hefur þá verið sagt kitli-kitl sem síðar varð gilli-gill sem virkar enn meira gælandi. Mynd:
Útgáfudagur
25.2.2014
Spyrjandi
Guðlaug Agnes Kristjánsdóttir
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Af hverju segjum við gilli-gill þegar við kitlum lítil börn?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66432.
Guðrún Kvaran. (2014, 25. febrúar). Af hverju segjum við gilli-gill þegar við kitlum lítil börn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66432
Guðrún Kvaran. „Af hverju segjum við gilli-gill þegar við kitlum lítil börn?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66432>.