Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 370 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta anakondur étið menn í heilu lagi?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað vitið þið um anakondur? Anakondur tilheyra ætt kyrkislanga (boidae) en innan hennar eru einnig aðrar stórvaxnar slöngur svo sem pítuslöngur og bóa-kyrkislöngur. Tvær tegundir kyrkislanga ganga undir heitinu anakonda. Sú stærri er yfirleitt nefnd risa anakondan eða græna an...

category-iconFornleifafræði

Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða forngripasöfn?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða söfn sem innihalda forngripi? Getið þið sagt mér hvar á netinu ég get fundið egypska forngripi, eða bara einhverja forngripi (ekkert endilega egypska)? Söfn og forngripir á netinu Á netinu er að finna gríðarlegt...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur?

Nú á dögum er almennt talið að frummaðurinn sé upprunninn í Afríku fyrir um 150.000 árum. Þaðan breiddist mannkynið út í allar áttir á löngum tíma sem mælist í tugum árþúsunda. Fyrstu ummerkin um menn í Evrópu eru um 40 þúsund ára, og fyrir um það bil 15 þúsund árum fóru menn frá Asíu á landbrú til Alaska þar sem ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er hættulegasti fugl í heimi?

Að öllu jöfnu teljast fuglar ekki til hættulegustu hryggdýra jarðar. Hjákátlegt er að bera þá saman við til dæmis spendýr eða skriðdýr að þessu leyti; til dæmis er manntjón af völdum fugla fátítt. Fuglar hafa hvorki líkamsburði í líkingu við spendýr til að af þeim stafi mikil hætta né hafa þeir yfir að ráða öflugu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru til margar bananategundir í heiminum?

Bananaplöntur eru meðal elstu nytjaplantna. Fornleifafræðingar telja að uppruna bananaræktunar megi rekja allt að 10 þúsund ár aftur í tímann, til landa í Suðaustur-Asíu, eyja Indónesíu og Papúa Nýju-Gíneu. Þaðan bárust bananar smám saman til annarra landa. Talið er að bananar hafi mögulega verið komnir til Madaga...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um ástralskar eðlur?

Alls hafa fundist um 540 tegundir af eðlum á meginlandi Ástralíu. Mikill meirihluti þeirra tilheyrir fimm ættum en þær eru gekkóar (Gekkonidae), ormeðlur (Pygopodidae), drekar (Agamidae), skinkur (Scincidae) og frýnur (Varanidae). Gekkóar eru yfirleitt smáar og stóreygðar nætureðlur. Þær eru sérstaklega algenga...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðlaugur Jóhannesson rannsakað?

Guðlaugur Jóhannesson er fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og við Norrænu stofnunina í kennilegri eðlisfræði (NORDITA) í Stokkhólmi. Fræðasvið Guðlaugs er stjarneðlisfræði. Hann hefur unnið að margvíslegum verkefnum í tengslum við mælingar og túlkanir mælinga á háorku gammageislum og geimgeislum. ...

category-iconNæringarfræði

Hvað getið þið sagt mér almennt um sykur?

Ef spyrjandi á við þennan venjulega hvíta sykur sem við kaupum í næstu verslun og notum í matargerð og bakstri þá er hann tvísykra sem kallast súkrósi. Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Þeim er gjarnan skipt í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur eftir því úr hversu mörgum einingum sykran er gerð. ...

category-iconEfnafræði

Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur? (t.d.efnaeiginleikar og svo framvegis.) Frumefni (e. element eða chemical element) eru grunnefni heimsins sem allt annað efni er samsett úr. Alls eru 118 frumefni þekkt í dag; 94 þeirra (frumefni 1-94) ha...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verða hellar til?

Flestir náttúrlegir hellar heimsins hafa orðið til við það að roföfl af ýmsu tagi grófu holrúm í berg sem áður hafði myndast. Undantekningar eru hraunhellar á eldfjallasvæðum, til dæmis á Íslandi og Hawaii, sem verða til samtímis berginu sem þeir eru hluti af. Kalksteinshellar Lang-algengastir og frægastir eru...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?

Upphafleg spurning var:Bandarískar mælieiningar. Er einhver rökhugsun á bakvið Fahrenheitin (sbr. 0°C, frostmark, 0°K alkul og svo framvegis) eða er þetta bara einhver tilviljun eins og flestar aðrar mælieiningar Bandaríkjamanna? Hver eru líka hlutföll á milli þumlunga, tomma, yarda og fleiri eininga og á milli le...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er gervigreind?

Orðið gervigreind hefur verið notað á ýmsa vegu í tímans rás, en í daglegu tali nú á dögum er yfirleitt átt við það að tölva geti skynjað og skilið umhverfi sitt og síðan tekið eigin ákvarðanir á svipaðan hátt og manneskjur. Upphaf gervigreindar sem rannsóknarverkefnis má rekja til ráðstefnu sem haldin var í Banda...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna hafa Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á fyrri hluta 20. aldarinnar?

Spurningunni má svara á einfaldan hátt: Öllum er sama um Armena, nema Armenum sjálfum. Og þeir hafa ekki verið nógu áhrifamiklir til að fá ríkisstjórnir veraldar til að viðurkenna fjöldamorðin (þar sem spyrjandi talar um „þjóðir“ á hann áreiðanlega við ríki). Hitler hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Hver ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var hugsun George Orwells á bak við skáldsöguna Dýrabæ?

Enska rithöfundinum George Orwell (1903-1950, fæddur Eric Blair) var svo ákaflega uppsigað við óréttlæti heimsins að hann gerði skrif pólitískra ádeiluverka að hugsjón sinni. Fyrstu bækur hans frá fjórða áratug 20. aldar voru í samræmi við þá hugsjón. Bókin Down and Out in Paris and London (Utan garðs í París og ...

category-iconBókmenntir og listir

Hverjir hönnuðu nótnaskrift upphaflega og hvernig hefur hún breyst síðan?

Vitað er að Forn-Grikkir skráðu nótnaheiti með bókstöfum og almennt er talið að innan kirkjunnar hafi fyrstu tilraunir til að skrásetja tónlist hafist á 6. öld. Margs konar tilraunastarfsemi átti sér stað áður en það kerfi sem þekkist í dag mótaðist, en grunnurinn að því kom fram innan kirkjunnar á 9. öld. Ekki...

Fleiri niðurstöður