Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 769 svör fundust
Hvenær er orðið svo mikið drasl í herbergi að maður er í rauninni að taka til þegar maður sparkar í hluti?
Þessi spurning er ekki öll þar sem hún er séð, heldur má heimfæra hana upp á merkilegar og erfiðar ráðgátur í mannlegri hugsun. Undir býr í raun og veru önnur spurning, hvort við getum flokkað eða metið ástandið í herberginu og þannig sagt til um að eitt ástand feli í sér meiri „reglu“ eða „reiðu“ en annað. Samkvæ...
Skynjum við hlutina beint og milliliðalaust?
Upphaflegar spurningar voru: Davíð: Er til eitthvað sem heitir "bein skynjun"? Hvað varðar sjón sjáum við til dæmis bara endurkast ljóss. Anna: Hver er munurinn á beinskynjunarkenningum og tvenndarkenningum? Gunna heldur á epli og horfir á það. Þar sem Gunna hefur prýðilega sjón þá sér hún eplið, meðal anna...
Hver var Auguste Comte og hvert var hans framlag til heimspekinnar?
Það eru öruggar heimildir fyrir því að Isidore Auguste Marie François Xavier Comte fæddist í borginni Montpellier í Suður-Frakklandi. Hins vegar má deila um það hvort hann hafi fæðst þann 19. febrúar árið 1798, eða fyrsta dag mánaðarins pluviôse (sem þýðir rigningarsamur) árið 4. Reyndar vísa báðar dagsetningar ti...
Þegar mér er bumbult, er mér þá ult í bumbinu eða bult í umbinu?
Orðið bumbult í íslensku hefur lengi reynst mikill leyndardómur. Raunar er svo farið að skilningur okkar á eðli alheimsins veltur á þessu sérstaka orði. Rannsóknir á uppruna þess hafa því orðið grundvöllur mikilvægs samstarfs raun- og hugvísindafólks sem hefur þó á stundum verið stormasamt. Á einum tímapunkti ...
Er það rétt að trú sé einkenni heilaskaða eða stafi af heilasjúkdómi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað er hæft í þeirri staðhæfingu að trú sé bara einkenni heilaskaða sem fólk hefur orðið fyrir eða heilasjúkdóms? Spurt er í framhaldi af orðræðu sem átti sér stað á Netinu um trúfrelsi þar sem þessu var haldið fram. Viðkomandi lagði fram greinina Damaged brains escape...
Hvaða rannsóknir hefur Sigríður Þorgeirsdóttir stundað?
Sigríður Þorgeirsdóttir er fyrst kvenna til að gegna fastri stöðu í heimspeki við Háskóla Íslands. Heimspeki hennar hefur á margan hátt endurspeglað þessa staðreynd, en Sigríður hefur ötullega unnið að framgangi femínískrar heimspeki sem að hennar dómi er eitt helsta endurnýjunarafl heimspekinnar í samtímanum. ...
Hvaða orð önnur en „norðurljós“ hafa verið notuð um þetta fyrirbæri á íslensku?
Orðið norðurljós kemur fyrst fyrir í hinni norsku Konungs skuggsjá sem var skrifuð á bilinu 1250–60, en að auki er þar talað um „svipandi loga“, „eld“ og „geisla“: En sá hlutur er þú hefir oft eftir spurt, hvað vera mun það er Grænlendingar kalla norðurljós ... En þessi verður natúra og skipan á norðurljósi, að...
Hver var Jón Thoroddsen og hvað skrifaði hann?
Jón Thoroddsen er þekktastur fyrir skáldsögur sínar Pilt og stúlku og Mann og konu, auk þess sem mörg ljóða hans eru vel þekkt, ekki síst þau sem sonarsonur hans Emil Thoroddsen gerði lög við, svo sem „Búðarvísur“, „Vögguvísu“ (Litfríð og ljóshærð) og „Til skýsins“, að ógleymdum ættjarðarljóðum á borð við „Ísland“...
Af hverju er 1999 skrifað MCMXCIX en ekki MIM?
Eina reglan um ritun rómverskrar talna sem allir notendur þeirra mundu virða og skilja, er sú sem felur eingöngu í sér samlagningu talna sem fara lækkandi eftir röðinni. Samkvæmt henni er talan 1999 skrifuð semMDCCCCLXXXXVIIIISpyrjandi vísar hins vegar til reglunnar um frádrátt ef lægri tala kemur á undan hærri tö...
Mér var tjáð það að það að keyra bíl væru mannréttindi úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er þá hægt að taka ökuskírteini af mönnum?
Í 13. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um ferðafrelsi og þar segir:Frjálsir skulu menn vera ferða sinna og dvalar innan landamæra hvers ríkis. Rétt skal mönnum vera að fara af landi burt, hvort sem er af sínu landi eða öðru, og eiga afturkvæmt til heimalands síns. Eins og sjá má er ...
Af hverju er alltaf sami fjöldi gaseinda í einum lítra við sömu aðstæður, þó að eindirnar séu misstórar?
Spyrjandi bætir við:Maður kemur til dæmis ekki jafn mörgum litlum og stórum hlutum fyrir í herbergi.Þetta er afar eðlileg spurning og ber vitni um skarpskyggni spyrjanda. Því er einmitt títt haldið fram að sami fjöldi gaseinda fyrirfinnist í einum lítra við sömu aðstæður. Svarið við þessari spurningu er hins vegar...
Hvað gerir geislafræðingur?
Árið 2001 var tekið í notkun starfsheitið geislafræðingur og kom það í stað gamla starfsheitisins „röntgentæknir“. Þykir nýja starfsheitið lýsa starfinu betur þar sem notkun röntgengeisla skiptir ekki jafn miklu í starfi geislafræðinga og áður. Rannsóknaraðferðum geislafræðinga hefur fjölgað og tækni á borð við ó...
Gilda einhverjar reglur um tattóveringu þjóðfánans?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Gilda reglur um tattóveringu íslenska fánann? Eru jafn strangar reglur um skjaldarmerkið og fánann?Um meðferð íslenska þjóðfánans og skjaldarmerkisins gilda lög nr. 34/1944 um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Reglur um notkun skjaldamerkisins eru mun strangari en ...
Á fólk heima á suðurpólnum eða norðurpólnum?
Þegar talað er um suðurpólinn er misjafnt hvort átt er við syðsta punkt jarðarinnar eða Suðurskautslandið allt. Suðurpóllinn sjálfur (í fyrri skilningi orðsins) er ekki mannlaus því frá árinu 1957 hafa Bandaríkjamenn starfrækt þar rannsóknarstöð, Amundsen-Scott South Pole Station. Stöðin er mönnuð allt árið um kr...
Hvernig elta menn vísitölu?
Við rekstur vísitölusjóða er í grófum dráttum reynt að elta vísitölu, það er láta vægi bréfa í einstökum fyrirtækjum í sjóðnum vera sem líkast vægi bréfa í vísitölunni. Ef sjóður gæti endurspeglað vísitölu fullkomlega, það er vægi eigna í sjóðnum væri ætíð nákvæmlega það sama og í vísitölunni, og enginn kostnaður ...