Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4760 svör fundust
Hefur úrdráttur og útdráttur sömu merkingu?
Hugtökin útdráttur og úrdráttur hafa löngum vafist fyrir mönnum enda einungis einn stafur sem skilur orðin að og auðvelt að skilja þau bæði á sama hátt. Þau hafa hins vegar gjörólíka merkingu. Útdráttur felur í sér styttingu á texta þannig að aðalatriði eru dregin fram. Mikilvægt er að lykilsetningar upprunaleg...
Er hægt að gera sýnilega hluti ósýnilega?
Hlutir eru sýnilegir vegna þess að yfirborð þeirra víxlverkar við ljós á ákveðinn hátt og við nemum ljósið með augunum. Einfaldasta leiðin til að gera hlut ósýnilegan er þess vegna að hafa hann í algjöru myrkri. Einnig mætti til dæmis loka augunum, eða setja hlutinn inn í skáp. Líklega er þó ekki átt við það með ...
Hvað komast mörg eintök af Merkúríusi fyrir inni í jörðinni?
Í svari við spurningunni Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum? eftir Sævar Helga Bragason má sjá þvermál fyrir Merkúríus og jörðina. Af tölunum að dæma sjáum við að jörðin er stærri en Merkúríus þó að við getum ekki ályktað strax hve miklu stærri hún er. Áður en við lítum be...
Hver fann upp boltann sem menn nota í fótbolta og hvernig er hann búinn til?
Eins og með svo margt annað er ekki hægt að segja að einhver einn einstaklingur hafi fundið upp fótboltann, það er að segja boltann sjálfan en ekki leikinn. Einhvers konar fótbolti, leikur sem felst í því að tvö lið reyna að sparka, eða ýta á annan hátt, bolta í gagnstæð mörk, hefur verið leikinn öldum saman eins...
Hvað eru til margar tegundir af stofnfrumum?
Þrjú hugtök eru helst notuð til að skilja eðli og hæfni stofnfruma. Alhæfar (e. totipotent) frumur er hugtak sem einungis á við frjóvgað egg og fósturvísi stuttu eftir frjóvgun þar sem einungis frumufjölgun en engin frumusérhæfing hefur átt sér stað. Alhæfar stofnfrumur geta bæði gefið af sér frumur sem verða að f...
Af hverju er Dauðahafið svona salt?
Í mjög stuttu máli er ástæðan fyrir því hversu salt Dauðahafið er sú að ekki ríkir jafnvægi á milli innstreymis og „útstreymis“ uppleystra efna. Skoðum þetta aðeins nánar. Sólarlag við Dauðahafið. Skotinn James Hutton (1726-1797) hefur verið nefndur „faðir nútíma jarðfræði“ og telja sumir merkasta framlag h...
Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss?
Í hugum margra er skattkerfið einhverskonar völundarhús sem maður villist alltaf í og enginn getur komið vel út úr. Þetta er að sjálfsögðu ákveðinn misskilningur. Um skattalög og reglur er mjög formfastur rammi og er til dæmis fjallað um lögin og skilyrði þeirra í tveimur stjórnarskrárákvæðum (40. gr. og 77. gr.)....
Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann?
Þegar við tölum um hluti og segjum eitthvað um þá, til dæmis „þessi bíll þarna er Volvo“, þurfum við að vísa til þeirra. Þannig tengjum við orð okkar og hugsanir við raunveruleikann, og tryggjum að það sé þessi hlutur en ekki einhver annar sem verið er að tala um. Tungumálið hefur yfir ýmiss konar orðum að ráða...
Hvaðan kemur orðið 'fílapensill'?
Orðið fílapensill er tökuorð úr dönsku filipens. Það orð er aftur talið ummyndun úr lágþýsku fleirtölunni finnepins (et. finnepin) sem samsett er úr finne 'nabbi í húð' og pin 'pinni'. Orðið finne var einnig tekið upp í sænsku í þeirri merkingu. Bæði í þýsku og sænsku er Finne/finne nafn á þjóðinni sem byggir Finn...
Espresso, expresso, espressó, expressó eða þrýstikaffi, hvaða orð á eiginlega að nota á íslensku?
Heitið espresso á uppruna sinn á Ítalíu. Það merkir bókstaflega ‘það sem pressað er út’. Ítalska orðið er leitt af lýsingarhætti þátíðar í latínu, expressus (af sögninni exprimere ‘þrýsta út’). Það hefur borist um hinn vestræna heim í myndinni espresso. Þannig er það notað í Norðurlandamálum, þýsku og ensku svo dæ...
Af hverju springur ljósapera?
Í venjulegum ljósaperum er fínn þráður úr málmi sem hitnar og fer að glóa þegar rafstraumur er leiddur um hann. Við notkun eyðist vírinn smám saman þannig að hann verður grennri á einhverjum stöðum. Þetta endar þannig að málmþráðurinn fer í sundur á slíkum stöðum. Þegar vírinn fer í sundur getur hlaupið neisti ...
Ef lausnarhraði reikistjörnu er helmingi minni en á jörðinni, erum við þá helmingi léttari þar, eins og til dæmis á Merkúríusi?
Svarið er já, miðað við ákveðnar eðlilegar forsendur sem eru þó ekki settar fram í spurningunni. Við skiljum spurninguna þannig að átt sé við lausnarhraða frá yfirborði plánetu eða reikistjörnu. Slíkur lausnarhraði frá yfirborði hnattar ákvarðast af því að hreyfiorkan dugi til að koma hlutnum út úr þyngdarsviði...
Hvernig verður ölkelduvatn til?
Um ölkeldur á Íslandi er fjallað í grein eftir Stefán Arnórsson (Eldur er í Norðri, Reykjavík, Sögufélag 1982, bls. 401-407). Ölkelduvatn, sem getur verið ýmist kalt eða heitt, hefur verið skilgreint þannig að samanlagður styrkur karbónats (CO2 + HCO3- + CO3--) í því sé 1 gramm eða meira per lítra vatns. Fyrir hér...
Hvað eru glitský?
Vísindavefnum bárust nokkrar spurningar um glitský að morgni föstudagsins 18. febrúar 2005 eftir að slík fyrirbæri blöstu við augum í austurátt yfir Reykjavíkursvæðinu fyrir sólaruppkomu. Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig myndast glitský? (Kolbrún)Hvernig, hvenær og hvers vegna koma glitský...
Hvað er glerharpa?
Glerharpan er sérkennilegt hljóðfæri sem fundið var upp af vísinda- og stjórnmálamanninum Benjamin Franklin árið 1761. Glerharpan á rætur sínar að rekja alla leið til Asíu þar sem spilað var á bæði bolla og skálar úr málmi. Á 15. öld tóku Evrópumenn upp þennan sið, en notuðu fremur glerglös til að framkalla tón...