Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1573 svör fundust
Hvaða aðferðum er beitt til að finna aukastafi pí?
Talan $\pi$, pí, er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Hún er stundum nefnd fasti Arkímedesar. Arkímedes (272–212 f.Kr.) beitti nákvæmum útreikningum til að finna gildi $\pi$. Hann notaði nálgunaraðferð með því að finna ummál reglulegra marghyrninga með æ fleiri hornum þannig að lögun þeirra nálgaðist hri...
Um hvað fjallar Gaiakenningin?
James Lovelock. Gaiakenningin fjallar um Jörðina sem órofa, lifandi heild. Nánar tiltekið segir kenningin að lífið á Jörðinni sé ekki til komið af tilviljun einni (háðri heppilegri staðsetningu hnattarins í sólkerfinu) heldur stuðli lífmassinn allur að því, með virkum hætti, að hin heppilegu skilyrði til lífs á...
Hvaðan kom hafið?
Hafið er að langmestum hluta orðið til úr gosgufum sem losnað hafa í eldgosum á 4.500 milljón ára ævi jarðar. Dæmigerðar gosgufur, eins og þær sem losnuðu í Surtseyjargosinu, eru um 85% vatn. Í hraunkviku, sem kemur upp á yfirborðið, eru um 0,6% af vatni, og af þeim losna um 0,5% út í andrúmsloftið, þar sem vatnið...
Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?
Árið skiptist í árstíðir vegna möndulhalla jarðar. Án þessa halla væri enginn hitamunur á vetri og sumri. Auk þess væru dagur og nótt tólf tímar allt árið um kring alls staðar á jörðinni. Þegar norðurhvel jarðar hallar að sólinni þá er sumar þar en vetur á suðurhveli. Á sama hátt er sumar á suðurhveli þegar það ha...
Væri hægt að bjarga efnahag heimsbyggðarinnar með því að flytja loftstein úr gulli til jarðarinnar? - Myndband
Það sem er helst áhugavert við þetta frá sjónarhóli hagfræðinnar er sú einfalda staðreynd að það er engin þörf á öllu þessu gulli á jörðinni. Það er til meira en nóg af gulli og megnið af því sem hefur verið grafið úr jörðu er algjörlega gagnslaust, rykfellur bara í bankahvelfingum. Jörðin yrði því ekki í neinu...
Hvers vegna rignir þegar kaldir og heitir loftmassar mætast?
Það rignir ekki alltaf þegar kaldir og heitir loftmassar mætast. Aftur á móti gerist það mjög oft á Íslandi. Ástæðan er sú að hlýir loftmassar sem berast til Íslands koma að sjálfsögðu af hafi og draga til sín raka á leiðinni til landsins. Þegar hlýr og rakur loftmassinn mætir kaldari loftmassa er hann þvingaður t...
Hvað er vindur eða vindorka og hvernig verður vindurinn til?
Orka frá sólinni hitar andrúmsloftið ójafnt upp. Kalt loft inniheldur fleiri loftsameindir en heitt loft og er þar af leiðandi þyngra. Kalt loft fellur því í andrúmsloftinu og myndar háþrýstisvæði á meðan heita loftið rís og myndar lágþrýstisvæði. Loftið reynir að ná jafnvægi, þannig að loftsameindir hreyfast frá ...
Hvað er lífhvolf?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvað kallast þrjú meginsvæði (hvolf/hvel) jarðlífsins? Hugtakið lífhvolf er notað um svæðið á og við yfirborð jarðar þar sem líf getur þrifist. Hugtakið er líka hægt að nota um aðrar reikistjörnur og stundum er það haft um svæði sem hvorki er of nálægt sólstjörnu né...
Hvað er sólmyrkvi og hvað varir hann lengi?
Sólmyrkvar eiga sér stað þegar tungl er nýtt og gengur fyrir sólina og varpar skugga á takmarkað svæði á yfirborði jarðar. Þeir eiga sér ekki stað mánaðarlega því nýtt tungl er venjulega norðan eða sunnan við jarðbrautarsléttuna vegna halla tunglbrautarinnar. Frá jörðu séð er sýndarþvermál tunglsins næstum því...
Hversu hátt fyrir ofan jörðina eru skýin?
Skýin eru mismunandi hátt frá yfirborði jarðar. Hvernig þau líta út og hve hátt þau eru fer eftir því hve heitt var þegar þau mynduðust. Talið er að til séu um það bil 100 ólíkar tegundir skýja. Ský teygja sig yfirleitt hærra í hlýrri beltum jarðar. Ský er raki sem gufað hefur upp frá yfirborði jarðar og færst...
Hefur hreyfingarstefna áhrif á þyngd?
Svarið er nei, yfirleitt ekki, en samt í vissum skilningi já! Þyngd hlutar í bókstaflegum skilningi er heildarkrafturinn sem verkar á hann vegna annarra massa í kring. Þessi kraftur er eingöngu háður stað hlutarins en ekki hraða eða stefnu. Ef við erum í grennd við jörðina ræðst þyngd okkar þess vegna eingöngu ...
Er jörðin alltaf að færast nær sólu?
Í stuttu máli er svarið nei, jörðin er ekki alltaf að færast nær sólu. Aftur á móti er það svo að braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga en í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Hvað er langt á milli jarðar og sólar? stendur: Jörðin gengur eftir sporbau...
Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu?
Sérhver hlutur sem hefur massa verkar á aðra massa með þyngdarkrafti, sem er hins vegar mismikill eftir því hve mikill massi upphaflega hlutarins er og eftir því hversu langt við erum frá miðju hans. Þyngdarkraftur verkar því á tunglinu alveg eins og á jörðinni. Eini munurinn er sá að þyngdarkrafturinn á tiltekinn...
Hvað er Ísland stórt að flatarmáli og hvert er hlutfall þess af heildarflatarmáli jarðarinnar?
Ísland er 103.001 km2 (ferkílómetrar) að flatarmáli en jörðin er 510.072.000 km2 að flatarmáli. Meira má lesa um flatarmál og rúmmál jarðar í svari EDS við spurningunni Hvert er flatarmál og rúmmál jarðar? Þetta gerir það að verkum að flatarmál Íslands er einungis rúmlega 0,02% af heildarflatarmáli jarðarinnar. ...
Hvernig fjölga ánamaðkar sér?
Ánamaðkar fjölga sér með tvíkynja æxlun eins og mörg dýr gera. Hitt er merkilegra að hvert dýr er tvíkynja þannig að egg og sæði myndast í sama dýrinu. Yfirleitt makast ánamaðkar niðri í moldinni þannig að mökunarferlið er sjaldnast sýnilegt mönnum. Ein algeng tegund hérlendis, stóráni, heldur sig þó við yfirborði...