Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2082 svör fundust
Hvenær gaus Askja síðast?
Askja í Ódáðahrauni hefur ekkert gosið á þessari öld, en á 20. öld gaus hún alls átta sinnum. Síðasta gos varð árið 1961, en öll hin gosin urðu á þriðja áratugnum: 1921, 1922 (tvö gos), 1923, 1924, 1927 og 1929. Þessi gos voru öll frekar smávægileg, en 28. mars 1875 hófst aftur á móti mikið öskugos í Öskju sem hra...
Hvað er gagnrýnin hugsun? - Myndband
Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst...
Í fréttum heyrði ég sagt að geitungar bíti fólk, er það nokkuð rétt?
Þegar menn eða dýr bíta, þá gera þau það með munninum. Geitungar hafa brodd á afturendanum og er hann að uppruna varppípa. Þeir beita broddinum bæði til fæðuöflunar og til varnar. Það er því rétt að segja að þeir stingi andstæðing sinn en bíta hann ekki þar sem munnurinn kemur ekkert við sögu, eingöngu broddurinn ...
Hvers vegna ber síður nærfatnaður heitið föðurland?
Nafnorðið föðurland í merkingunni ‛síðar nærbuxur, einkum úr ull’ er sennilega ekki gamalt í málinu og enga skýringu hef ég fundið, enn sem komið er, á því hvers vegna þetta heiti festist við þær. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar og segja ekkert um upprunann. M...
Hvað er gorgeir í máltækinu að vera haldinn gorgeir?
Ekkert bendir til að gorgeir sé upprunalega mannsnafn. Að minnsta kosti hefur enginn fundist með því nafn í heimildum, fornum eða nýrri. Orðið þekkist að minnsta kosti frá 17. öld og kemur fyrir í íslensk-latneskri orðabók Guðmundar Andréssonar sem kom út í Kaupmannahöfn 1683. Guðmundur skýrði merkinuna með la...
Mundi gos í Eyjafjallajökli geta breytt Seljalandsfossi, árfarvegi eða útliti?
Hraunrennsli frá Eyjafjallajökli sem næði niður að Seljalandsfossi kæmi helst úr gossprungum vestan til á þessu eldstöðvakerfi, vestan jökulhettunnar, en þar hefur ekki gosið í mörg þúsund ár og engin merki eru um að kvika sé að leita þangað. Hraun úr gosi á þeim slóðum, ef til kæmi, gæti breytt árfarvegi og fossi...
Hver er uppruni orðsins heimskur?
Orðið heimskur ‛vitgrannur, fávís’ er náskylt orðunum heim ‛(í átt) til heimkynna’ og heima ‛heimkynni, heimili’ og ‛í heimkynnum sínum’. Orðið heimskur þekkist allt frá fornu máli. Ekki þótti það karlmannlegt að sitja alltaf heima og fara ekkert. Í Hávamálum stendur (5. erindi): Vits er...
Ef tvær stæður stefna á óendanlegt og maður deilir annarri í hina, er útkoman þá einn? Sem sagt er óendanlegt deilt með óendanlegu jafnt og einn?
Svarið er nei. Útkoman getur svo sem verið 1 en hún getur líka verið margt annað, bæði einhver tiltekin tala og líka 0 eða óendanlegt. Þetta fer eftir því hverjar stæðurnar eru og hvernig þær stefna á óendanlegt hvor um sig. Ef við vitum ekkert um stæðurnar eða þær eru með öllu óvenslaðar getum við ekkert sagt u...
Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum?
Þverstæðan um Guð og steininn er ekki ný af nálinni. Með henni er í raun verið að spyrja hvort Guð, sem almáttug vera, geti framkvæmt hluti sem eru rökfræðilega ómögulegir og hvort hugmyndin um almáttugan Guð feli í sér mótsögn. Þverstæðan er þessi: Hugsum okkur að Guð sé almáttugur.Þá hlýtur hann að geta lyft...
Af hverju eru orðin "getur ekki" og "mun aldrei" notuð svo títt á Vísindavefnum?
Spyrjandi bætir við:Ef haft er til hliðsjónar: "...maðurinn á ALDREI eftir að fljúga..."Þessi spurning kemur okkur óneitanlega á óvart því að hitt heyrist fullt eins oft að vísindin gefi ekki nógu afdráttarlaus svör og vísindamenn setji svör sín oft fram með miklum fyrirvörum. Ef fullyrðing spyrjanda væri rétt mæt...
Hvað tæki langan tíma að ganga til Plútós?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Af hverju heitir fólk ekki fiskanöfnum eins og Bleikja og Urriði þegar fuglanöfn eru góð og gild, til dæmis Þröstur og Örn?
Sá siður að gefa mönnum nöfn sem sótt eru til náttúrunnar, einkum dýraríkisins, er ævaforn og á ef til vill rætur að rekja allt til indóevrópska frummálsins. Nöfn af þessu tagi koma fyrir í fornum íslenskum heimildum, allmörg þeirra eru notuð enn í dag, og ný hafa bæst við á síðustu áratugum. Mest er um samset...
Hvenær var slátur fyrst búið til á Íslandi?
Þegar talað er um að taka slátur er venjulega átt við allan innmat, svið og blóð. Hins vegar merkir orðið oft bara lifrarpylsa og blóðmör nú, til dæmis þegar talað er um að sjóða slátur eða borða slátur. Í elstu tíð merkti orðið einfaldlega allt kjötmeti af sláturdýrum. Ef við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé a...
Af hverju sjást engar stjörnur á myndum af geimförum á tunglinu?
Þetta er athyglisverð og skemmtileg spurning. Flestir hafa séð myndir frá tunglinu eins og þá sem hér er sýnd og sumir tekið eftir að á þeim sjást engar stjörnur á himninum, jafnvel þótt hann sé svartur. Þessi staðreynd hefur ásamt öðrum orðið til þess að sumir trúa því að NASA hafi alls ekkert farið til tungl...
Hvað er örgjörvi og hvað gerir hann í tölvum?
Örgjörvi (e. processor/CPU) er hjarta tölvunnar. Kannski er réttara að segja að örgvörvinn sé heili tölvunnar, því hann stýrir öllu því sem tölvan gerir. Örgjörvinn „skilur“ ákveðið safn skipana. Skipanirnar eru í minni tölvunnar og örgjörvinn les þær hverja af annari og framkvæmir þær. Þetta eru gjarnan mjög ...