Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 298 svör fundust
Hvar er landið Katar?
Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Katarskagi er um 160 km að lengd frá norðri til suðurs og um 80 km að breidd frá austri til vesturs. Flatarmál Katar eru tæplega 11.500 ferkílómetrar eða um 1/9 af flatarmáli Íslands. Kat...
Hvað var Sturlungaöld?
Sturlungaöldin var í raun einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Hún er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar. Sturlungaöldin einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Sturlungaöldin dregur nafn sitt af Sturlungunum sem voru valdamesta ætti...
Hver var sólguðinn Helíos?
Hér er einnig svarað spurningu Vilborgar Jónsdóttur: "Er eitthvað eftir af styttunni af Ródosrisanum?" Helíos var grískur sólguð eða persónugervingur sólarinnar. Hann flutti goðum og mönnum dagsljósið og ekur dag hvern vagni sólar yfir himinhvolfið eins og segir í Íslensku alfræðiorðabókinni. Talið var að h...
Hvar er Pompei?
Hin forna borg Pompei er tuttugu og þrjá kílómetra suðaustur af borginni Napólí á suður Ítalíu. Hún var að öllum líkindum byggð á sjöttu öld fyrir Krist en elstu rituðu heimildirnar um Pompei eru frá árinu 310 fyrir Krist. Talið er að um tuttugu þúsund manns hafi búið í Pompei þegar mest var og flestir stunduðu þe...
Hvar er hægt að finna sögu landnámsmannsins Atla grauts?
Frá Atla graut, eða Graut-Atla eins og hann er oftast kallaður, er sagt í Landnámabók. Þar kemur fram að bræðurnir Ketill og Graut-Atli, synir Þóris þiðranda, hafi farið úr Veradal í Noregi til Íslands og numið land í Fljótsdal. „Graut-Atli nam ina eystri strönd Lagarfljóts allt á milli Giljár og Vallaness fyrir v...
Hvernig er snæugla flokkuð frá ríki til tegundar?
Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla norðurhjarans og vel aðlöguð að óblíðri náttúru túndrunnar allt umhverfis Norður-Íshafið. Hún er stór og þrekvaxin, 53-66 cm löng, rúmlega 2 kg og vænghaf hennar er allt að 170 cm. Snæuglan er hvít að lit með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi hjá kvenfuglinum. Kv...
Hvað geturðu sagt mér um Belgíu, svo sem helstu borgir, trúarbrögð og stjórnarfar?
Belgía er ríki í Vestur-Evrópu. Landið á landamæri að Þýskalandi í vestri, Frakklandi í suðri, Hollandi í norðri og Lúxemborg í vestri en tvö síðastnefndu eru hluti Niðurlanda sem Belgía er einnig hluti af. Dökki bletturinn á myndinni sýnir legu Belgíu í Evrópu. Í Belgíu er þingbundin konungsstjórn og heitir...
Er rétt að Darwin hafi dregið kenningu sína til baka vegna eigin trúarskoðana?
Upphafleg spurning var í heild sem hér segir: Er það rétt að Darwin hafi sett kenningu sína fram, en seinna afneitað henni á þeim grundvelli að hún sé guðlast og röng, vegna eigin trúarskoðana?Svarið er nei; þetta er ekki rétt. Þróunarkenningin eins og við þekkjum hana var upphaflega sett fram í fyrirlestri í L...
Hvaða rómversku guðir samsvöruðu ekki forngrísku guðunum?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hverjir voru sérrómversku guðirnir, þeir sem ekki samsvöruðu grísku guðunum? (Helga Guðrún Óskarsdóttir)Hverjir voru sérrómversku guðirnir og hvað var merkilegt við þá? Hverjar voru Vestumeyjarnar? (Dagný Ívarsdóttir) Rómversk goðafræði er að langmestu leyti ættuð frá Forn...
Var óánægjan með Harald hárfagra eina ástæðan fyrir landnámi Íslands?
Í Landnámabók er sagt frá rúmlega 400 landnámsmönnum Íslands. Af þeim eru um 30 sagðir hafa flúið til Íslands undan ofríki Haralds konungs hárfagra eða af einhvers konar missætti við hann. Meðal þeirra voru nokkrir sem námu stór lönd og áttu mikið undir sér á Íslandi, Skalla-Grímur Kveldúlfsson á Borg á Mýrum, Þór...
Hvað getur þú sagt mér um krákur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er munurinn á krákum og hröfnum? Segðu mér allt um krákur. Krákur og hrafnar tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae) sem er af ættbálki spörfugla. Um 115 tegundir teljast til ættar hröfnunga, þar af tilheyra um eða yfir 40 tegundir ættkvíslinni Corvus en í þeirri ættkvísl eru ...
Hvað er grettistak?
Þorleifur Einarsson svarar spurningunni stutt og laggott í Jarðfræði1 sinni: „Stór jökulborin björg nefnast grettistök.“ Sú viska opinberaðist mönnum samt ekki fyrr en um miðja 19. öld þegar ljóst varð að fyrrum höfðu jöklar þakið stór svæði sem síðan urðu jökulvana. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna (1772) segir í 693...
Hvernig varð frímerkið til?
Frímerki segir til um að greitt hafi verið fyrir póstsendingu áður en að hún er send. Venja er að á frímerki komi fram útgáfuland frímerkisins og verðgildi þess. Enn fremur eru frímerki myndskreytt, til dæmis með þekktum einstaklingum eða náttúrumyndum. Ýmsar leiðir hafa verið notaðar til að gefa til kynna að g...
Hver fann upp spilastokkinn?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver fann upp spilastokkinn og hvaða spil var fyrst spilað? Talið er að spilin hafi verið fundin upp í Kína á tímum Tangveldisins á 9. öld. Líklega hafa þau komið fram í kjölfarið á því að menn hófu að prenta á viðarkubba. Fyrsta spilið var kallað „Laufaleikur“ og var það s...
Hvað var að gerast í leikhúslífi Íslendinga um 1918?
Fullveldisárið 1918 var um margt heldur litlaust þegar horft er til leiklistar á Íslandi. Með einni undantekningu, leikritinu Landafræði og ást eftir Björnstjerne Björnson, voru uppfærslur Leikfélags Reykjavíkur á árinu allt verk sem félagið hafði sýnt áður. Fyrsta frumsýning ársins var Heimilið eftir Hermann Sude...