Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 767 svör fundust
Hvað er jökull?
Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram undan þunga sínum. Jöklar þekja tíunda hluta af þurrlendi jarðar og sumir þeirra eru mörg þúsund ára. Á þeim búa engir menn en jöklar hafa mikil áhrif á líf á landi, í hafinu og loftinu sem umlykur jörðina. Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram ...
Af hverju eykst koltvísýringur í andrúmsloftinu?
Koltvísýringur eykst vegna þess að mannkynið brennir nú stöðugt meira af olíu, jarðgasi og kolum sem mynduðust úr gróðri sem óx á jörðinni fyrir milljónum ára. Gróðurinn tók þá upp koltvísýring úr andrúmsloftinu en við brunann fer hann aftur út í loftið. Í mörgum stórborgum hefur mengun aukist svo að börnum er ...
Hver er allt önnur Ella?
Merking orðasambandsins það er allt önnur Ella er ‘það er allt annað mál’. Það þekkist frá fyrri hluta 20. aldar. Ég minnist þess að hafa lesið skýringu á seðli í talmálssafni Orðabókar Háskólans. Þá skýringu hefur Jón G. Friðjónsson einnig fundið í safninu og birtir í ritinu Mergur málsins (2006:167) og vitna ég ...
Hver var fyrsti prentarinn á Íslandi?
Elsta kunna heimildin um prentun á íslensku er í „Rechnungsbuch der Sunte Annen Broderschop der Islandsfahrer in Hamburg“ fyrir árið 1530. Ekki er upphæðin há og Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, sem rak augun í klausuna sagði: Af því að ekkert er getið um efni textans, þykir mér sennilegast, að hér sé um að ræða ...
Hver skrifaði Gamla sáttmála og hvað fólst í honum?
Gamli sáttmáli var samningur milli Íslendinga og Noregskonungs sem fyrst var skrifað undir í Lögréttu á Alþingi árið 1262. Í honum fólst í meginatriðum að Íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs og greiddu honum skatt. Landið var þó ekki innlimað í veldi konungs heldur gert að skattlandi líkt og Rómverjar gerðu o...
Hver var Montesquieu og fyrir hvað er hann þekktur?
Montesquieu, eða fullu nafni Charles de Secondat, Baron de la Bréde et de Montesquieu fæddist árið 1689 og lést 1755. Eftir venjulega skólagöngu, þar sem megináherslan var lögð á latínu, hóf hann árið 1705 nám í lögfræði og lauk því fjórum árum síðar. Næstu árin fékkst hann við lögfræðistörf. Hann kvæntist árið 17...
Hvenær var íslenska stafrófinu breytt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær var íslenska stafrófinu breytt úr: (a, á) b c (d, ð) (e, é) f g h (i, í) j k l m n (o, ó) p q r s t (u, ú) (v, w) x (y, ý) z x þ æ ö -- yfir í: a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö. Ég er m...
Var til sérstök stétt skrifara á miðöldum?
Oft er orðið skrifari skilgreint þannig að um sé að ræða mann sem skrifar bækur eða skjöl í atvinnuskyni. Þessi skilgreining á við síðari aldir (fyrir tíma ritvélarinnar) þegar margir embættismenn og opinberar stofnanir urðu að hafa skrifara við vinnu. Á miðöldum var samfélagið ekki eins flókið og nú og opinber...
Hvaða rannsóknir hefur Pétur Ármannsson stundað?
Pétur H. Ármannsson er arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands. Hann er meðal þeirra örfáu íslensku arkitekta sem hafa helgað sig sagnfræði arkitektúrs. Pétur hefur skrifað og fjallað um vítt svið arkitektúrs hérlendis, allt frá gömlum kirkjum og húsafriðun til skipulagsmála. Aðaláherslu í fræðastörfum he...
Hvað er átt við með samfélagssáttmála?
Orðið „samfélagssáttmáli“ er notað til að lýsa siðfræði- og stjórnspekikenningum sem fela í sér að réttindi manna og skyldur byggist á einhvers konar samkomulagi. Slíkar kenningar eru æði margvíslegar og eiga sér langa sögu svo engin ein stutt skilgreining dugar til að afmarka allt sem meint hefur verið með þessu ...
Getið þið sagt mér eitthvað um hugmyndir Forngrikkja um líf eftir dauðann?
Ilíonskviða Hómers hefst á þessum orðum:Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkeum ótölulegra mannrauna, og sendi til Hadesarheims margar hraustar kappasálir, en lét sjálfa þá verða hundum og alls konar hræfuglum að herfangi. (Hóm., Il. 1.1-5. Þýð. Sveinbjarnar Egilssonar...
Um hvað fjallar Gaiakenningin?
James Lovelock. Gaiakenningin fjallar um Jörðina sem órofa, lifandi heild. Nánar tiltekið segir kenningin að lífið á Jörðinni sé ekki til komið af tilviljun einni (háðri heppilegri staðsetningu hnattarins í sólkerfinu) heldur stuðli lífmassinn allur að því, með virkum hætti, að hin heppilegu skilyrði til lífs á...
Hver var Émilie du Châtelet og hvert var hennar framlag til vísindanna?
Émilie du Châtelet (17. desember 1706 - 10. september 1749) var franskur eðlis- og stærðfræðingur. Innan vísindaheimsins er Émilie einna helst þekkt fyrir franska þýðingu sína á bók Newtons (1642-1727), Stærðfræðilögmál náttúruspekinnar (Philosophiæ Naturalis Principia Mathematica, almennt kölluð Principia) og lei...
Af hverju er bundið fyrir augun á réttlætisgyðjunni Þemis?
Þemis er gyðja laganna í forngrískri goðafræði,[1] nánast persónugervingur þeirra. Fornar bókmenntir lýsa henni almennt ekki sem blindri eða með bundið fyrir augun. Sú lýsing virðist vera töluvert yngri. Í kviðum Hómers, elstu bókmenntum Grikkja, kemur Þemis fyrir þrisvar: hún tekur á móti Heru er sú síðarnefn...
Hver var Tacitus og hvað gerði hann merkilegt?
Publius Cornelius Tacitus er gjarnan talinn mestur rómverskra sagnaritara. Um ævi hans er ýmislegt vitað en þó afar lítið með vissu og meira að segja leikur vafi á hvort hann hét Publius eða Gaius. Hann fæddist um árið 55 að öllum líkindum í Gallíu en hlaut menntun sína í Róm. Sitthvað er vitað um stjórnmálaferil ...